Nafnlausa fólkið
Þegar ég er nafnlaus er ég sett í ákveðinn hóp. Ef ég er nafnlaus, eru það einkenni hópsins, ekki mín persónueinkenni, sem fólk ætlar mér. Ef ég er nafnlaus, þekkir fólk mig ekki. Ef ég er nafnlaus, má segja hvað sem er um mig. Ef ég er nafnlaus, má koma fram við mig eins og ég hafi engar tilfinningar. Ef ég er nafnlaus er fólki sama um örlög mín. Ef ég er nafnlaus, þarf ekki að syrgja mig.
Arna Ýrr Sigurðardóttir
18.8.2015
18.8.2015
Predikun
Smellbeitan, útlendingarnir og Jesús
Til þess erum við kölluð. Smellbeita Jesú – það sem grípur – er því ósköp einföld yfirlýsing: Vertu almennileg manneskja, ekki bara við þau sem standa þér næst heldur við þau sem gera það ekki. Til dæmis útlendinga. Flóttafólk. Hælisleitendur.
Árni Svanur Daníelsson
16.8.2015
16.8.2015
Predikun
Hólahátíð og prestsvígsla Höllu Rutar Stefánsdóttur
Við allar kirkjulegar athafnir er miðlun trúar það sterkasta sem við gerum. Við öll verk presta er miðlun trúar svo óendanlega mikilvæg og við megum aldrei gleyma því sem er mikilvægast.
Við eigum að boða upprisuna við útfarir, boða samfélgið við Krist við skírnina, við eigum minna á bænina við hjónavígslur og hvetja fermingarbörn til þátttöku í kirkjulegu starfi.
Jesús Kristur var alltaf að boða í orði og verki.
Solveig Lára Guðmundsdóttir
16.8.2015
16.8.2015
Predikun
Kirkjan í sveitinni
Og ekki leið á löngu fyrr enn skuldin við kaupmanninn á Seyðisfirði var að fullu greidd. En uppi stóð þetta fallega hús sem enn er hlúð að af sama metnaði og alúð og mótað hefur viðhorf fólksins í sveitinni til kirkjunnar sinnar um aldir.
Gunnlaugur S Stefánsson
16.8.2015
16.8.2015
Predikun
Vændi og viðjar kynlífsþrælkunar
Lagasetning sem lítur á manneskjuna sem tæki og horfir fram hjá því að verið er að versla með mennskuna á kostnað þeirri milljóna stúlkna og kvenna sem föst eru í viðjum kynlífsþrælkunar er skref í ranga átt. Þó ,,sænska leiðin” sé ekki gallalaus af mörgum ástæðum er hún þó í þeim anda sem birtist í guðspjalli dagsins.
Sigurvin Lárus Jónsson
16.8.2015
16.8.2015
Predikun
Ég er eins og ég er
Ef einhver hópur í samfélaginu þekkir hvernig það er að vera í þessari stöðu þá er það samkynhneigt fólk. Lengi vel var gerð sú krafa að þau væru ekki þau sjálf, heldur einhver önnur.

Guðrún Karls Helgudóttir
13.8.2015
13.8.2015
Predikun
Myrkur tónn, björt sýn
Dómur byggir alltaf á einhverri forsendu. Hún kann að vera skráð í lögbækur, réttarkerfi, siðareglur. Þar eru orðaðar þær hugsjónir sem mannlegt samfélag á að lifa eftir. Sá er einmitt útgangspunkturinn í því áfelli sem hér er flutt.
Skúli Sigurður Ólafsson
10.8.2015
10.8.2015
Predikun
Bókarfregn : Passíusálmar séra Hallgríms Péturssonar. Útgáfa og leiðsögn Mörður Árnason.
Þarna er saman kominn mikill fróðleikur og framsetning öll er mjög greinargóð. Það er mikill fengur að þessari bók og ég leyfi mér að óska Merði og öðrum aðstandendum hennar innilega til hamingju.
Einar Sigurbjörnsson
10.8.2015
10.8.2015
Pistill
Er það pólitískur rétttrúnaður að mæta fólki af virðingu?
Í vikunni las ég um ungan mann sem skrifaði lítið forrit og tengdi það við vafrann í tölvunni sinni. Forritið gerir aðeins eitt: Þegar textinn „political correctness“ kemur fyrir á vefsíðu breytir það honum í „treating people with respect“. „Pólitískur rétttrúnaður“ verður „að mæta fólki með virðingu.“
Árni Svanur Daníelsson
9.8.2015
9.8.2015
Predikun
Eilífðarlindin undir ásnum
Í gegnum hjarta hennar nær hann sömuleiðis til fólksins í heimabæ hennar, við þessa tengslamyndun verður til hjálpræði, svona skal kirkjan virka í gegnum tengsl, án fordóma, full af viðurkenningu. Í persónulegri nálgun, samtali, þjónustu, þá lærum við að þekkja sögu hver annars og sýnum þannig hvert öðru frekari skilning.
Bolli Pétur Bollason
5.8.2015
5.8.2015
Predikun
Guð samkvæmt endurskoðuðu útgáfunni af Biblíunni
Skopteiknarinn Halldór Baldursson hitti naglann á höfuðið í vikunni þegar hann teiknaði mynd af Guði sem félagsráðgjafa með bros á vör sem bíður fram aðstoð sína. Eins og góðum skopteikningum sæmir er teikningin margræð og er líklega ætlað að vera skot á frjálslynda presta sem nútímavæða guðsmynd kristindómsins.
Sigurvin Lárus Jónsson
2.8.2015
2.8.2015
Predikun
Barnatrú og mannþjónusta
Fræðunum minni fjallar Marteinn Lúther um grundvallaratriði kristinnar trúar og leggur meðal annars út af Faðirvorinu, postullegu trúarjátningunni og boðorðunum tíu. Þetta hefur stundum verið kallað kjarninn í íslenskri barnatrú.
Árni Svanur Daníelsson
2.8.2015
2.8.2015
Predikun
Færslur samtals: 5859