Hlustum á raddir minnihluta

Hlustum á raddir minnihluta

Því miður er það oftast satt að meirihluti hefur fordóma í garð minnihluta, jafnvel ómeðvitað, og það lagast ekki nema meirihlutinn hlusti á minnihlutann.
fullname - andlitsmynd Toshiki Toma
07. janúar 2010

Toshiki Toma

Um daginn var haldið málþing sem fjallaði um ,,trú og fordóma“. Málþingið var á vegum Samráðsvettvangs trúfélaga en hann var stofnaður fyrir þremur árum í þeim tilgangi til þess að tryggja og hvetja til samræðu á meðal mismunandi trúfélaga á Íslandi. Í dag eru í honum fimmtán trúfélög ásamt tveim borgaralegum samstarfsaðilum.

Samráðsvettvangurinn byggir fyrst og fremst á minnihlutatrúarhópum jafnvel þó að þjóðkirkjan sé meðlimur líka. Ekkert af fjórtan trúfélögum fyrir utan þjóðkirkjuna nær til fimm prósentum af heildaríbúafjölda Íslands. Þau mega jafnvel kallast ,,í algjörum minnihluta.“ Á áðurnefndu málþingi sögðu fulltrúar úr þessum trúfélögum frá reynslusögum en flestar voru sorglegar. Sögur um að börn í þessum trúfélögum þyrftu af og til að þola ólýsanlega fordóma eða aðkast í kristin-og trúarbragðafræði í skólum. Sum þeirra sögðust mæta sterkum hleypidómum vegna þess að sum tilheyrðu ákveðnum fríkirkjusöfnuði.

Sambandið ,,meirihluti – minnihluti“

Eins og það tíðkast víða þegar um fordóma og mismunun eru að ræða, virtist sem gerendur fordóma, sem voru meirihluti, hefðu ekki tekið eftir því að það var minnihluti sem var neyddur þess að þola þá fordóma. Því miður er það oftast satt að meirihluti hefur fordóma í garð minnihluta, jafnvel ómeðvitað, og það lagast ekki nema meirihlutinn hlusti á minnihlutann. Vinur minn kvartaði einu sinni við mig: „Allt varðandi tölvur er hannað fyrir fólk sem er hægri handar!“ en hann er örvhentur. Satt að segja hafði ég aldrei spáð í þetta fyrr en hann sagði mér frá því. Meirihluta-minnihluta samband er í eðli sínu afstætt. Meirihluta-minnihluta samband á ákveðnum stað eða stundu getur verið í öfugt á öðrum stað eða stundu. Ég er t.d. í minnihluta sem Japani á Íslandi en ætlaði ég til Japans með íslenskum vini mínum til Japans væri ég samstundis og ég stigi út úr flugvélinni í meirihluta og íslenski vinur minn í minnihluta, jafnvel þótt við værum alveg þeir ,,sömu“ og áður. Þetta einfalda dæmi sýnir okkur mjög mikilvægan sannleika: meirihluti-minnihluti samband er alls ekki tengt við virði viðkomandi manneskju. Undantekningin er þegar það samband færir auka gildi. Í þessu samhengi færir ,,viðaukagildið“ hér, t.d. að vera minnihluti, nokkur sérréttindi. Ég hef fengið, svo dæmi sé nefnt, mörg tækifæri til að kenna japönsku og kynna menningu okkar Japana hérlendis, en slíkt tækifæri hefði ég ekki fengið í Japan. Þetta er ,,viðaukagildi“ mitt sem fylgir því að vera Japani á Íslandi. Minnihluti á ekki minna skilið

Talsverður hluti fordóma og mismunun gegn minnihluta virðist að stafa af ruglingi á þessu, nefnilega hvort einhver sé í minnihluta eða ekki hefur ekkert samband við hvort viðkomandi sé með jafn, minna eða meira gildi og aðrir í meirihluta. Engu að síður við ruglumst svo auðveldlega eins og að vera öðruvísi en ,,venjulegur“ meirihlutahópur varði gildi eða virði sem sérhver okkar er með, enda við miskiljum þannig að minnihluti eigi skilið minna virði. Í samfélagi okkar eru ýmis konar ,,minnihluta“hópar til, sem varða þjóðarbrot, ríkisfang, kynhneigð, trúarbrögð, heilbrigði o.fl. Fólk sem er í minnihluta varðandi eitthvert af ofangreindu mun læra að það að vera í minnihluta er því næstum eðlilegt. En það er líka hægt að alast upp við eðlilegar aðstæður í meirihluta í sínu lífi. Dæmi um slíkt er innfæddur, íslenskur unglingur, sem fæddist og ólst upp í Reykjavík, heilbrigður og gagnkynhneigður, fermdist í þjóðkirkjunni og stundar nú nám í menntaskóla. Síðarnefnda lýsingin er eins konar staðalmynd af ,,venjulegum“ Íslendingi. Ég veit ekki hversu margir unglingar passa við þessa staðalmynd en slíkur ,,staðalmyndar“unglingur gæti fyrst fundið sjálfan sig í minnihluta þegar hann fer í háskólanám til útlanda. Ekki misskilja mig, ég er ekki að segja að unglingar í aðstæðum meirihluta kynni sér ekki aðstæður minnihluta og hugsi um þær. Ég bendi aðeins á hvað gæti gerst, fylgist hann ekki með aðstæðum minnihluta í kringum sig. Ég tel að það sé mjög mikilvægt að sérhver unglingur (og ekki síst við fullorðnir) hugsi virkilega um mál sem varðar minnihluta í samfélaginu. Það er þess vegna nauðsynlegt að tryggja tækifæri þar sem ungt fólk í meirihlutanum og minnihlutanum finni snertiflöt í lífi hvers annars, eigi samskipti og tali saman á einhvern hátt. Það sem mér finnst mikilvægast er að hlusta á raddir minnihluta á mismunandi sviðum lífsins. Fræðslan kemur ekki endilega sjálfkrafa til unglinga. Þetta er verkefni sem við öll þurfum að hanna, skipuleggja og framkvæmda með þeim skýra tilgangi að byggja samfélag gagnkvæmrar virðingar á Íslandi.