,,Asobi“, aukarými í brjósti

,,Asobi“, aukarými í brjósti

Þannig er ,,asobi“ rými sem tekur á móti höggum, þenslu eða skelli. Ef okkur sjálf vantar aukarými, verðum við vör við taugaspennu.
fullname - andlitsmynd Toshiki Toma
13. janúar 2013
Flokkar

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen.

1. Ég hef þjónað sem prestur innflytjenda þjóðkirkjunnar undanfarin ár. Eitt af sérstökum verkefnum mínum hefur verið(og er) að stuðla að uppbyggingu vettvangs fyrir samræðu á meðal ýmissa trúarbragða á landinu. Ef ég ber saman stöðuna nú og fyrir10–12 árum þá hefur margt orðið til batnaðar í tengslum við þetta málefni að mínu mati. Samráðsvettvangur trúfélaga var t.d. stofnaður árið 2006, og hann er núna með 13 skráðum trúfélögum ásamt Trúarbragðafræðistofa Háskóla Íslands og þar sem fulltrúar trúfélaga hittast reglulega.

Varðandi starfsemi um samræðu meðal trúarbragða, hef ég hins vegar mætt misskilningi fólks og fordómum mörgum sinnum eins og: ,,Þú heldur að öll trúarbrögð séu þau sömu og byggjast á sama grundvelli“ eða ,,Þú telur að það skipti engu máli hvaða trú maður aðhyllist?“ Misskilningur af þessu tagi stafar, ef til vill, af því viðkomandi blandar saman virðingu fyrir öðrum trúarbrögðum og hlýðni við þau.

Þó að ég viðurkenni mikilvægi samræðu meðal trúarbragða og hvetji til hennar, er ég ekki þeirrar skoðunar að sérhver trú sé sama og eins, eða að það skiptir ekki máli hvaða trú við höldum með okkur. Trú okkar er trú á Jesú Krist og trúarlíf okkar er samferð með Jesú, í persónulegum samskiptum við hann. Því er trúin okkar sterkt bundin við Jesú Krist og það er ekki hægt að leysa af Jesú með einhverjum öðrum guði eða manni.

Ég gekk í kristna kirkju í Japan. Í Japan er minna en 1% af íbúum þess kristinn. Kristin kirkja er algjör minnihlutahópur og þess vegna mætum við ýmis konar óþægindum eða jafnvel mismunun í trúariðkun okkar. En hvers vegna heldur kristið fólk í Japan áfram að trúa á Krist? Að sjálfsögðu, er það vegna þess að kristin trú er sérstök og mikilvæg fyrir það. Margir halda í kristna trú sem minnihlutahópur í heiminum og á ákveðnum svæðum fylgir raunveruleg hætta að vera kristinn.

Við myndum óvirða þá ef við segðum eitthvað í þá veru að ,,Öll trúarbröð séu eins,“ án þess að velta málinu dýpra fyrir okkur. Að halda fast í eigin trú sína er eitt og að bera virðingu fyrir öðrum trúarbrögðum er annað. Og einnig eru sérhver trúarbrögð mismunandi og alls ekki eins. Þetta er grunnur okkar.

2. Um leið vil ég samt leggja áherslu á nauðsyn á samræðu meðal trúarbragða í heiminum, eða einfaldlega, mikilvægi þess að bera virðingu fyrir öðrum trúarbrögðum. Af hverju? Af því að mannréttindi kveða á um frelsi hvers einstaklings um að iðka trú sína eða lífsskoðun? Já, einmitt. En getum við ekki svarað fyrir spurningunni á okkar trúarlegri forsendu, án þess að draga úr mannréttindum?

Stærsta ástæða þess sem við eigum að halda uppi samræðu meðal trúarbragða, er sú að samræðan varðar nágranna okkar. Hvort sem nágranni okkar er kristinn eða ekki, er hann nágranni okkar og við verðum að tala við hann sem slíkan. Grunnur, eins og rætt var um hér áður, sem brúar bilið á milli okkar er sú staðreynd að hver og einasti nágranni okkar er líka Guðs barn, þó að jafnvel hann sé oddviti andstæðinganna gegn trúarbrögðum. Þetta er okkar forsenda, sem Guð hefur lagt.

Þegar við staðfestum að við göngumst við þessari forsendu, getum við fengið ákveðið ,,rými“ í brjósti okkar. Þetta er andlegt rými og þarna getum við geymt nokkra spurningu án svars eða óleyst mál um stundarsakir. T.d. þegar við hittum síka, mann sem aðhyllist síkisma, myndum við að byrja strax að hugsa: ,,Hmm, hvernig á ég að bregðast við? Á ég að reyna að leiða hann í kristna trú? Er guð síkisma okkar sameiginlegi Guð? Eða hvað?“

Erfitt að fá svör í skyndi. En við þurfum heldur ekki að vera á svo miklum þeytingi. Síkar eru jú Guðs börn líka. Ef við finnum þessa forsendu okkar, þá getum við verið slökuð á og geymt þessar spurningar og pælingar í rými í brjósti okkar eins og sem þær standa.

Á japönsku kallast slíkt rými ,,asobi“ og við notum þetta orð bæði um efnislegt mál eins og húsnæði eða föt jafnt sem um andlegt mál. Járnbrautar lestakerfisins, langir teinar voru ekki einsleitir áður. Í dag er notaður annar háttur vegna tækninýjunga, en áður voru teinar fyrir lest slitnir reglulega og voru með bili um 1,3 sm á hverja 25 metra. Þetta er ,,asobi“, aukarými. Þetta var reiknað út frá þenslu járnsins á sumrin, svo að teinarnir beygðist ekki vegna þenslunnar í hita.

Þannig er ,,asobi“ rými sem tekur á móti höggum, þenslu eða skelli. Ef okkur sjálf vantar aukarými, verðum við vör við taugaspennu. Þetta má segja um flest sem varðar líf okkar eins og húsnæði, fjárhagsmál, dagskrá, andlega stöðu o.fl. Í hvaða grein sem er veldur skortur á ,,rými“ spennu og árekstri.

Sem dæmi um slíkt má nefna ofsatrúarmenn. Ofsatrúarmenn vantar oftast ,,asobi“ eða andlegt aukarými, og þeir þjást stöðugt af spennu og alvarleika. En ,,Asobi“ tryggur okkur sveigjanleika. Í trúarlífi okkar mætum við af og til spurningu sem okkur finnst erfitt að svara um hæl. En þegar við höldum fast í grunn trúarinnar okkar, getum við geymt þær spurningar í aukarýminu í brjósti okkar.

3. ,,Sannlega segi ég ykkur: Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn mun aldrei inn í það koma.“ Og Jesús tók þau sér í faðm, lagði hendur yfir þau og blessaði þau“ (Mk.10:15-16). Guðspjall dagsins er mjög vel kunnugur fyrir okkur. Textinn er með tveimur áherslum, í fyrsta lagi um að taka við Guðs ríki eins og barn og í öðru lagi um að ala barnið upp með fræðslu um Guð. Báðar áherslurnar eru mikilvægar og við þurfum að fara yfir þær aftur og aftur.

Þegar við kennum börnum okkar um Guð eða Jesú, hvað er helsta atriði sem ætti að kenna? Hvernig við kennum börnum um kristna trú, speglar hvað við foreldrar teljum mikilvægt í henni. Er það ekki fremur algengt að við kennum börnunum viðhorf okkar til Guðs, þakklæti eða traust fyrst? Hugsum við hvorki um né óskum að börnin læri grunn trúarinnar og þau þrói síðan sjálf trú sína og þekkingu um Guð og verði að sjálfstæðum kristnum mönnum þegar þau fullorðnast? Ef svo er, þá þurfum við að treysta eiginleika, hæfileika og persónuleika barnanna sjálfra, sem sé treysta að þau geti fundið sína leið sjálf og gengið.

T.d. er hæfileiki barna til að taka á móti endalaus. Þau taka á móti víða þekkingu og reynslu til sín og síðan melta þær og laga í eigin hugmyndarheimi. Börn eru dugleg að safna alls konar áhugaefni, og þó að þau geti ekki skilið eitthvert efni geyma þau það líka í safninu sínu. Ef til vill geta þau skilið hvað þetta efni er með tímanum.

Um þetta atriði þurfum við að læra á ný frá börnum handa okkur sjálfum. Ég hef áðan orðað um ,,asobi“ eða aukarými í brjósti okkar þar sem við getum geymt spurningu án svars eða pælingar okkar um stundarsakir eða í lengri tímabili. Börn hafa þetta aukarými eðlilega af því að þau eru að byggja upp eigin hugmyndarheimi og það er nógt pláss enn.

En þegar við erum orðin eldri, týnum við oftast aukarýminu innra með okkur, ómeðvitað. Það er vegna þess að þegar við erum fullorðin, þá erum við næstum búin að móta hugmyndarheim okkar, og byrjum fljótt að velja hvað við geymum hjá okkur og hverju við hendum út. Þannig kemst efni sem passar ekki við eigið gildismat eða trúarlega skoðun ekki lengur inn í okkur.

Þetta er ekki eftirsóknarvert, heldur jafnvel hættlegt, þar sem við, jafnvel fullorðin, eigum ekki svör fyrir öll trúmál eða mannlífið. Við erum enn að þróa heiminn okkar og til þess þurfum við vera opin fyrir nýjum möguleikum um lífið og nýjum sjónarmiðum um trúna. Ef við dæmum ýmisleg umhugunarefni í inngangi, hvaða efni til umhugsunar getum við þá boðið inn?

4. Það eru mörg mál til í heiminum, sem við getum ekki metið eða álitið auðveldlega sem kristið fólk. Tilvist annarra trúarbragða er víst eitt af slíkum málum. Hvernig þau samræmast við trú okkar á Krist er ekki auðsvarað. En við skulum ekki reyna að komast í niðurstöðu þjótandi, heldur skulum við að geyma málið í aukarými í brjósti okkar. Sérhver maður á jörð er Guðs barn og það er alveg nógur málstaður fyrir okkur til þess að við skulum tala saman, virða hvert annað og hjálpast að.

Að lokum langar mig að deila persónulegri pælingu minni með ykkur, sem ég hef geymt í aukarými brjósts míns. Foreldrar mínir eru enn lifandi, en þau eru ekki kristin. Raunar er ég eini kristni maðurinn í stórfjölskyldunni minni. Faðir minn og móður eru shintóistar og búddhistar og hafa ekkert með kristni að gera.

Ég varð kristinn þegar ég var 20 ára og síðan ákvað ég að fara í prestaskóla þegar ég var 25 ára á meðan ég var í vinnu í Tókíó. Þó að faðir minn og móður væru ekki kristin, voru þau ekki á móti ákvörðuninni minni, heldur studdu mig andlega og einnig fjárhagslega. Faðir minn sagði við mig þegar ég talaði við hann að ég vildi verða prestur: ,,Það er betra að vinna fyrir guð, heldur en fyrir peninga“.

Ég stend nefnileg í ævarandi þakkarskuld, sem þjónandi þjóðkirkjuprestur, við foreldra mína sem aðhyllast önnur trúar en kristni. Fyrir mig er þessa hluti sögunnar minnar stór pæling um hvernig náð Guðs birtist í raunverulegum heimi og streymir til mín. Ég hef geymt þessa pælingu lengri en 20 ár núna, en pælingin dvelur enn sem pælingin.

Hvert og eitt okkar hlýtur að hafa eins konar pælingu eða atriði til umhugsunar í sínu lífi. Það getur tekið tíma, en víst fáum við að fá svarið með tímanum. Páll postuli segir: ,,Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ráðgátu, en þá munum vér sjá augliti til auglitis. Nú er þekking mín í molum en þá mun ég gjörþekkja eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn“ (F.Kor13:12). Gleymum ekki aukarýminu í brjósti okkar og önnumst það vel. Það er líka hluti trúarinnar okkar.

Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi, er og verður um aldir alda. –Amen

Textar dagsins eru hér.