Andlegur veruleiki, helgurnarferli og í senn meðferðarform

Andlegur veruleiki, helgurnarferli og í senn meðferðarform

Þetta er kjarninn að hann megi komast að í meðvitund okkar, að maður vakni til vitundar um þátt Guðs í lífi manns og okkar allra. Að vitund þín á sér samastað í Guði.
Mynd
fullname - andlitsmynd Axel Árnason Njarðvík
24. desember 2019
Flokkar

Milljarðar manna horfa nú til Krists, 

nema fagnaðarboð jólaguðspjallsins, sögunni um fæðingu Jesú. 
Friðarboðskapurinn snertir stutta stund.

Út um víða veröld eru sungnar messur í kvöld, í nótt og á morgun. Glæðunum er viðhaldið ár eftir ár- 
tuttugu aldir hafa liðið eins og dagurinn í gær

Ár eftir ár kemur fólkið nær, frá því að horfa og frá því að hlusta og 
- í það að verða og vera.

 

Tilfinningar vakna með margslugnum hætti. 
Tilfinningar um hefðir og siði sem við temjum okkur við og tileinkum okkur. Söknuður, eftirsjá, eftirvænting og sæla.

 

Mennarlegur og sálarlegur arfur er falinn í frásögu jólanna og sögu Krists.  

Við lesum þessa frásögu oftast 
án þekkingarinnar á skírskotun táknmálsins 
sem falið er og lesum þær með nútíma sagnfræði og heimsmyndar sem er með allt öðrum hætti. 
Samt sem áður vekja jólin
upp tilfinnningu fyrir hinu heilaga stutta stund. 
Hátíð umbreytist í heilagan tíma. 
Og það skynum við- 
vegna þess sem gerist innst inni í hjarta mannsins.

 

Það hefur djúpa táknmerkingu
að Guð fæðist þessum heimi sem lítið barn. 
HANN fæðist eins og þú fæddist. Og við erum systkin hans.

Að halda jól, er að eignast hlutdeild í því sem helgisagan birtir: 
Að skynja og tengjast gæsku Guðs: 
að skynja að lífskraftur er þaðan kominn. 
Og þessi tenging breytir þér!

Orðin „Yður er í dag, frelsari fæddur“ geyma þetta.
Og þú vaknar sem af blundi 
og að þú haldir þessu í vöku þinni.

 

Ég fæ ekki betur séð 
en að þetta allt snýst um að vera eitt með Guði, 
eitt með Jesú eða þá eitt í eða með Heilögum anda. 
Jesús segir það líka beinlínis: Vert þú í mér og þá verð ég í þér.

 

Það má hafa mörg orð um þetta: að VERÐA eitt! 

Jólasálmarnir og söngvarnir margir hafa þetta stef fólgið og falið í sér um að
hann fái að fæðast og dafna hið innra með mér og þér.

 

Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita sem lofuðu Guð og sögðu:

Dýrð sé Guði í upphæðum

og friður á jörðu og velþóknun Guðs yfir mönnum. 

 

Sá sem nær að skynja orð englanna, áttar sig á því
að hér er sálin að baða sig með því afli, 
sem er andlegur veruleiki 
og leið að helgurnarferli 
og í senn meðferðarform.
 
Óvissan rennur til okkar á hverri stundu lífsins, mótlæti og erfiðleikar virðast loka leiðum en þetta afl fær þig
til að uppgvöta hvar hið sanna líf þitt liggur 
og sérð hvernig lífið sjálft er að starfi
Þar áttu að verða meðvitaður þjónustumaður þess
sem er þér meira en þú sjálfur 
og þó ertu jafnframt andlega frjáls og óháður.

 

Því, sjá, sagði engillinn, og höfðar þannig til augananna, til skynjunarinnar. 
Að sjá og skynja möguleikann 
til að finna mennsku sína í því, 
að Jesús barnið er tengt hverjum og einum. 
Að vitund þín á sér samastað í Guði.

Þannig endurnýjumst við í og með þessari sögu. Við skynjum ljósið eitt augnarbilk á jólum, þá hverfur óttinn smá stund og við höfum tækifæri til að átta okkur á því að missa ekki sjónar á lífinu sjálfu og út á hvað það gengur. Leyfum þeirri sýn að lýsa allt næsta ár og öll okkar lífsins ár.

Þetta er kjarninn
að hann megi komast að í meðvitund okkar, 
að maður vakni til vitundar um þátt Guðs í lífi manns og okkar allra. Þannig er allt mannkyn og allt líf tengt.

 

Heimsbyggðin vissi ekki að barnið sem birtir Guð á jörðu var fætt. 

Heimsbyggðin leitar eftir tengingunni við þennan veruleika sem þessi táknræna sagan vekur í huga okkar.

Orð engilisins voru engin slagyrði, þokukennd gylliboð, heldur rólegur og yfirvegaður vitnisburður. Fluttur af þeirri stilltu innri gleði og þeirri helgu rósemd, sem heilög jól minna á. 

 

Og fjárhirðarnir og öll hin sem komu að jötunni: 
hrepptu þann fögnuð að finna bæði Guð og mann og þeir vegsömuðu Guð og lofuðu hann fyrir það, sem þeir höfðu heyrt og séð. Ungbarn, reifað og lagt í jötu. Í þessu litla nýfædda barni sem grét þegar það fæddist, rétt eins og öll mannanna börn gera, sáu þeir og mættu velvild Guðs, náð Guðs, sem allt hvílir á og opinberast til sáluhjálpar öllum mönnum. Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika.

 

Englarnir sögðu og sungu á Betlehemsvöllum forðum: „Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með mönnum, sem hann hefur velþóknun á.“ Enn er sungið þetta stef og vonað og boðað sem það býður. 

Sá friður á foldu sem boðaður er 

og við fögnum, 

er friður Guðs í sál þinni 

en ekki 

ófriður heimsins.

 

Guð segir: „Og ég vil að þú verðir minn.“ Á hinum fyrstu jólum var þessi vitund tjáð. Og hún er sífellt tjáð. Þetta er mál jólanna, þannig tala þau. „Ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast skal öllum....“

 

Lotning þín fyrir jötunni í Betlehem er blessuð.

            En nú er sá frelsari, sem fæddur er, ekki í jötunni lengur. Nú leitar hann hjarta þíns og spyr, Hvort hann megi lifa, líða og sigra þar.

Guð gefi að þú megir finna þennan fögnuð og frið í hjarta þínu og eigir gleðiríka jólahátíð.

 

Gleðileg jól!