Í birtu vonarinnar

Í birtu vonarinnar

Rís úr ægi rennur nýr dagur verndar sólar á vonar landi.
fullname - andlitsmynd Þórhallur Heimisson
25. maí 2011

Ég sé dimmu skýin dreifast. Storminn þunga stökkva á braut.

Eftir hart hret líður hugljúfur blær um sálu mína.  

Ekkert er eftir af ótta myrkursins. Öskri eldsins. Ógnum djúpanna. Enginn þarf um eilífð að bera krossinn.

Björt sólin segir mér að sæll morgun sé í nánd.  

Ég sé sólstafina á snæviþöktum tindum skaparans.

Þeir færa mér fréttir af frelsun minni. Að fært sé til bókar nafn mitt á himnum. Sem ekkert fær afmáð um aldir.  

Rís úr ægi rennur nýr dagur verndar sólar á vonar landi.