Biblían TL;DR

Biblían TL;DR

Guð: Ok, þið tvö, það er eitt sem þið megið ekki gera. Annars er þetta bara spurning um að skemmta sér vel. Adam og Eva: Allt í lagi. Satan: Má ég stinga upp á einu? Adam og Eva: Allt í lagi. Guð: Hvað gerðist!?!
fullname - andlitsmynd Árni Svanur Daníelsson
25. nóvember 2014

1 Mósebók

Guð: Ok, þið tvö, það er eitt sem þið megið ekki gera. Annars er þetta bara spurning um að skemmta sér vel. Adam og Eva: Allt í lagi. Satan: Má ég stinga upp á einu? Adam og Eva: Allt í lagi. Guð: Hvað gerðist!?! Adam og Eva: Sko, það var þarna eitt sem við gerðum. Guð: Krakkar!

Afgangurinn af Gamla testamentinu

Guð: Þið eruð mitt fólk og þið eigið ekki að gera sumt. Fólkið: Við gerum það ekki. Guð: Gott. Fólk: Við gerðum það. Guð: Krakkar!

Guðspjöllin

Jesús: Ég er Sonur Guðs og þótt þið hafið gert það sem þið áttuð ekki að gera þá elskar Faðirinn ykkur og ég líka og við viljum að þið lifið góðu lífi. Ekki gera þetta aftur. Fólkið sem hefur verið læknað: Allt í lagi. Takk. Annað fólk: Við höfum aldrei séð hann gera þetta en hann gerir það kannski þegar enginn er að horfa. Jesús: Ég hef aldrei gert þetta. Annað fólk: Við ætlum að láta rétta yfir þér af því að þú gerðir þetta. Pílatus: Gerðir þú þetta. Jesús: Nei. Pílatus: Hann gerði þetta ekki. Hitt fólkið: Taktu hann samt af lífi. Pílatus: Allt í lagi. Jesús: Krakkar!

Bréf Páls

Fólkið: Við gerðum svolítið. Páll: Jesús elskar ykkur samt og af því að þið elskið Hann þá verðið þið að hætta að gera þetta. Fólkið: Allt í lagi.

Bréf Páls, síðari hluti

Fólkið: Við gerðum þetta aftur. Páll: Krakkar!

Opinberun Jóhannesar

Jóhannes: Þegar Jesús kemur aftur þá verður ekkert fleira fólk til að gera eitthvað af sér. Þangað til væri fínt ef þið hættuð því.

Þýtt og aðlagað af reddit þar sem notandinn cabbagetroll tók þetta saman.