Styðjum þjóðkirkjuákvæði í stjórnarskrá

Styðjum þjóðkirkjuákvæði í stjórnarskrá

Stuðningur og vernd felur hvorki í sér mismunun né skerðingu á sjálfstæði trúarsafnaða. Stuðningur og vernd leysir hvorki trúarsöfnuði undan þeirri ábyrgð að hlýða landslögumvernd né þýðir hún að ekki að ekki megi gagnrýna með málefnalegum hætti.
Bjarni Randver Sigurvinsson
19. október 2012

Ég styð frjálslynda þjóðkirkju sem varðveitir þá trúarhefð sem samofin hefur verið menningu landsmanna allt frá því þegar land fyrst byggðist, þjónustar innan trúarhefðarinnar alla sem til hennar leita og starfar með öllum óháð trúarafstöðu sem vilja stuðla að jákvæðum samskiptum milli fólks og friðsömu samfélagi.

Það er mikilvægt að stjórnarskráin árétti vægi þessarar menningarlegu trúarhefðar með því að tryggja stuðning og vernd við þær trúarstofnanir sem varðveita hana. Sömuleiðs væri eðlilegt að stjórnarskráin tryggði stuðning og vernd við allar trúarstofnanir sem fengið hafa skráningu hér á landi og myndað formleg tengsl við ríkisvaldið. Með þessu er tryggt að trúarhefðir séu metnar að verðleikum í hinu opinbera rými og þeim ekki vikið til hliðar á þeirri forsendu að lítið sem ekkert sé um þær sagt í stjórnarskrá.

Stuðningur og vernd felur hvorki í sér mismunun né skerðingu á sjálfstæði trúarsafnaða. Stuðningur og vernd leysir ekki heldur trúarsöfnuði undan þeirri ábyrgð að hlýða landslögum. Og stuðningur og vernd þýðir ekki að ekki megi gagnrýna með málefnalegum hætti viðkomandi trúarstofnanir og trúarhefðir.