Hvern segið þér mig vera?

Hvern segið þér mig vera?

Fáar bækur sem snerta á efni sem tengt er frásögum guðspjallanna hafa vakið önnur eins viðbrögð og aðra eins athygli og Jesú-myndir hafa gert á síðustu áratugum. Viðbrögðin sem uppfærslan á söngleiknum Jesus Christ Superstar vakti á sínum tíma eru þó um margt áþekk.

Fáar bækur sem snerta á efni sem tengt er frásögum guðspjallanna hafa vakið önnur eins viðbrögð og aðra eins athygli og Jesú-myndir hafa gert á síðustu áratugum. Viðbrögðin sem uppfærslan á söngleiknum Jesus Christ Superstar vakti á sínum tíma eru þó um margt áþekk.

Af kvikmyndum hafa sennilega mynd Scorsese um síðustu freistingu Krists (1988) og píslarmynd Gibsons (2004) vakið hvað sterkustu viðbrögðin. En það hafa fleiri myndir um sama efni hlotið verðskuldaða athygli. Lengi vel var mynd Cecil DeMille, The King of kings (1927) með eins konar einokun á markaðnum, þar sem margir álitu það hálfgert guðlast að kynna til sögunnar “nýjan Jesú”, eftir frábæra túlkun Henry B. Warner á persónu Jesú Krists.

Frá því að einokun Warner á hlutverki Jesú lauk og hinn bláeygði og ljóshærði Jeffrey Hunter birtist sem Jesús í nýrri King of kings mynd árið1961 þá hafa margir fetað í fótspor hans og leikið Jesú á hvíta tjaldinu. Þessir Jesúsar hafa verið af ýmsum stærðum og gerðum.

Á síðustu áratugum hefur Jesús birst sem miðaldra og stóískur (The Greatest Story Ever Told frá 1965), ungur og reiður (Il vangelo secondo Matteo frá 1964), frægur og angistarfullur (Jesus Christ Superstar frá 1973), ráðvilltur og taugaveiklaður (The Last Temptation of Christ frá1988) og nú síðast blóðugur og barinn (The Passion of the Christ frá 2004).

Sá fjölbreytileiki sem einkennt hefur túlkun á persónu Jesú Krists á hvíta tjaldinu endurspeglar vel þá fjölbreytni sem mætir okkur í kristinni trúarhefð, þar sem af einlægni og alvöru hefur verið tekist á við spurninguna sem Jesús beindi til lærisveinanna forðum daga þegar hann spurði: „En þér, hvern segið þér mig vera?“ (Mk 8.29)

Jesú-bíó á föstu er verkefni sem styrkt er af Kristnihátíðarsjóði og er samstarfsverkefni Deus ex cinema, Guðfræðistofnunar og Neskirkju.