Verndum bernskuna

Verndum bernskuna

Nú er að fara af stað átak undir heitinu “verndum bernskuna” þar sem lagt er upp með tíu heilræði fyrir foreldra og uppalendur. Það er Þjóðkirkjan, forsætisráðuneytið, umboðsmaður barna, Velferðarsjóður barna og Heimili og skóli sem standa að þessu átaki með samvinnu og stuðningi heilmargra samtaka, stofnana og fyrirtækja.
fullname - andlitsmynd Halldór Reynisson
07. september 2005

Nú er að fara af stað átak undir heitinu Verndum bernskuna þar sem lagt er upp með tíu heilræði fyrir foreldra og uppalendur. Það er Þjóðkirkjan, forsætisráðuneytið, umboðsmaður barna, Velferðarsjóður barna og Heimili og skóli sem standa að þessu átaki með samvinnu og stuðningi heilmargra samtaka, stofnana og fyrirtækja.

Átakið er fyrst og fremst hugsað til að efla foreldra og uppalendur í einhverju merkilegasta hlutverki mannsævinnar, að koma börnum til manns. Að baki er sú sýn að börn og bernska hafi gildi í sjálfu sér – þau eigi ekki bara að flýta sér að verða fullorðin, eða verða litlar “fullorðnar” manneskjur. Um leið er vakin athygli á því að börn ala sig ekki sjálf upp, þau þurfa uppalendur og uppeldi krefst tíma. Ef við ætlum að koma börnunum okkar til manns þurfum við að gefa okkur að uppeldi þeirra og verja tíma okkar til þess.

Átakinu “verndum bernskuna” er hleypt af stað vegna þess að mörg okkar sem koma að málefnum barna og ungmenna höfum af uppeldishlutverkinu nokkrar áhyggjur. “Við höfum svo lítin tíma...” heyrast margir foreldrar og uppalendur segja. Margt er í boði. Vinnan og starfsframinn gerir miklar kröfur. Börnin mæta jafnvel afgangi. Störf er lúta að aðlynningu barna teljast ekki til hálaunastarfa.

Það er von okkar sem að stöndum að “verndum bernskuna” að þetta átak verði til að efla foreldra og uppalendur í því að koma börnum til manns og glæða umræðu um uppeldi.