Prestaskvísur í Malmö

Prestaskvísur í Malmö

Þjóðkirkjan á sína fulltrúa sem taka þátt í dagskránni. Biskupsvígðar konur frá Norðurlöndunum mættust og ræddu stöðu sína og stöðu kvenna í kirkjunni. Finnland var síðasta landið til þess að velja konu í embætti biskups og þarna var einstakt tækifæri til þess að sjá og hlýða á konurnar saman.

Dagana 12.-15. júní fer fram Nordisk Forum í Malmö. Þúsundir kvenna koma saman og boðið er upp á glæsilega dagskrá. Íslenskar konur láta ekki sitt eftir liggja og mun frú Vigdís Finnbogadóttir ávarpa samkomuna á opnunarhátíðinin. Á þessari slóð má finna íslensku dagskránna.

Þjóðkirkjan á sína fulltrúa sem taka þátt í dagskránni. Biskupsvígðar konur frá Norðurlöndunum mættust og ræddu stöðu sína og stöðu kvenna í kirkjunni. Finnland var síðasta landið til þess að velja konu í embætti biskups og þarna var einstakt tækifæri til þess að sjá og hlýða á konurnar saman. Þá verður á ráðstefnunni kynnt námskeiðið „konur eru konum bestar“ á málstofu en óhætt er að segja að það námskeið hafi slegið í gegn, þúsundir íslenskra kvenna hafa tekið þátt í því og nú er verkefnið komið í útrás og hefur þegar verið þýtt á ensku og finnsku.

Um prestaskvísur

Prestaskvísur er fimm kvenna klúbbur sem hefur verið starfræktur um tveggja áratuga skeið. Reglulegir kaffifundir eru í klúbbnum þar sem farið er yfir líf og líðan hópsins með morgunsopanum. Fundirnir eru fínasta handleiðsla auk þess sem flissi og fíflagangi er gefið hæfilegt rými. Svísukaffiklúbburinn ákvað á einhverjum tímapunkti að gerast einni g ferðaklúbbur og þær eru nokkrar ógleymanlegar ferðirnar sem við höfum farið. Reglulega hefur verið haldið til Hólmavíkur.

Í einni ferðinni þangað hittist svo á að konunglegu dönsku brúðkaupi var sjónvarpað beint á RÚV. Við klæddum okkur upp, það var bökuð marsípanterta og skálað í kampavíni. Um kvöldið var dekkað glæsilegt borð með silfurhnífapörum og kristalsglösum og borin fram þrírétta málsverður. Jarðaber, humar og fylltar svínalundir var meðal þess sem boðið var uppá. Þar sem við sitjum og látum klingja í glösum fyllist stofan skyndilega af Kvennakirkjukonum sem voru á leið vestur á firði. Ég veit ekki hvor hópurinn varð meira hissa, við sem sátum uppá strílaðar á prestsetrinu eða þær í ferðafötunum sínum að heilsa upp á sóknarprestinn.

Klúbburinn hefur einnig farið til Kaupmannahafnar, Amsterdam, Stokkhólms og Helsinki. Nú er komið að Malmö. Prestaskvísur ætla að taka að sér að mála borgina rauða fyrir Nordisk Forum og gefa sér tvo daga í það verkefni.