Trúað fyrir öðru eins..

Trúað fyrir öðru eins..

Og hann sagði við þau: „Meðan ég var enn meðal ykkar sagði ég ykkur: Allt sem ritað er um mig í lögmáli Móse, spámönnunum og sálmunum á að rætast.“ Síðan lauk hann upp huga þeirra að þau skildu ritningarnar. Og hann sagði við þau: „Svo er skrifað að Kristur eigi að líða og rísa upp frá dauðum á þriðja degi og að prédika skuli í nafni hans öllum þjóðum að taka sinnaskiptum og þiggja fyrirgefningu synda og hefja það í Jerúsalem. Þið eruð vottar þessa. Ég sendi ykkur andann sem faðir minn hét ykkur en verið kyrr í borginni uns þið íklæðist krafti frá hæðum.“ Síðan fór hann með þau út í nánd við Betaníu, hóf upp hendur sínar og blessaði þau. En það varð, meðan hann var að blessa þau, að hann skildist frá þeim og var upp numinn til himins. En þau féllu fram og tilbáðu hann og sneru aftur til Jerúsalem með miklum fögnuði. Og þau voru stöðugt í helgidóminum og lofuðu Guð. Lúk 24:44-53

Náð sé með yður og friður frá Guði föður voru, og Drottni Jesú Kristi.

„Ég get aldrei hugsað um neitt annað, hvort heldur ég vaki eða sef. Aldrei hefur nokkrum mönnum verið trúað fyrir öðru eins.“

Þetta eru orð úr smásögu Halldórs Laxnes um Jón í Brauðhúsum –Sögurpersónan Andris segir þetta um reynslu sína af kynnum við meistarann – meistarann sem á sér fyrirmynd í lífi Jesú. Þessi litla saga túlkar á vissan hátt blæbrigði frásagna Biblíunnar af lífi Jesú þar sem brugðið er upp myndum af lífi sem ekki aðeins á að vera okkur fyrirmynd, lífsnæring og heilagt, heldur vekur undrun og lotningu enn og aftur, eins og kemur fram í orðum Andrisar.

"Aldrei hefur nokkrum mönnum verið trúað fyrir öðru eins."

Frásögur guðspjallanna af lífi og starfi Jesú draga upp fyrir okkur mynd. Við getum líkt þessu við púsluspil og séð hvernig hver og einn kubbur er lagður í myndina – allt gengur upp í þessu flóknu púsluspili – já og munið eftir hversu erfiðir hlutarnir eru þegar allt er eins á litinn – himinn, vatn, vegur, græn engi – Tilbreytingarlítið, erfitt og þreytandi að raða en svo gengur allt upp og myndin verður heil – í þessu tilfelli falleg og heildstæð. Myndin okkar er af lífi Jesú – upphafi – þjáningum gleði – dýpt orðanna – óendanlegum kærleika – fyrirgefningu og sátt.

Aldrei hefur okkur nokkrum mönnum verið trúað fyrir öðru eins.
--- Hugsun sem enn leitar á hugann þegar við stöldrum við á uppstigningardegi við atburði himnafarar Jesú. Helgidagurinn sem einnig er frátekinn fyrir þau sem eldri eru, eldri borgara. Fólkið sem lifir haust lífsins þá þegar fegurð litanna verður undursamleg og það hyllir í hvíldina . Hjá þeim býr reynslan og þroskinn. Yfirsýnin sem er svo mikils virði og mér finnst vera órjúfanlegur hluti af boðskap uppstigningardags. Yfirsýnin þar sem við stöndum á mörkum vídda trúarinnar bæði er Jesús á meðal lærisveina sinna og líka ekki - á leið til föðurins

.“meðan ég var enn meðal ykkar..“ segir hann við lærsveinahópinn og þetta eru orðin þar sem fjarlægðin er staðfest – hann fer í ríki Guðs en eftir erum við hér og lifum í minningu þess sem var – Kristur mitt á meðal okkar. Hvert rit Biblíunnar hefur sinn lit og hver frásaga og hér á þessum stað nefnir Lúkas lögmál Móse, spámennina og Sálmana – og þetta er eini staður ritningarinnar sem þetta er nefnt í einu og ekki alveg ljós hvort átt er við ritin öll– þ.e. spekiritin, söguritin og sálmana. Burtséð frá því er þetta eins og ætlan guðspjallamannsin sé að tengja þetta allt saman – spádómarnir rætast. Og við fáum yfirsýn þar sem við stöndum við mót himins og jarðar – Guðs og manna.

Einn af síðasta kubburinn í púsluspilið og við hvílum í fyrirheiti um andann heilaga sem gefur okkur kraft til að trúa áfram. Þá er myndin heildstæð og brúin orðin til milli himins og jarðar – Guðs og manns- við erum ekki yfirgefin og ein heldur eigum við skjól í andanum sem hefur knúið okkur áfram –gefið yfirsýn yfir heim trúarinnar –

Þetta skilur þó eftir ótal spurningar um Krist í fjarlægð himinsins – þessi ósnertanleiki og hvert er erindi trúarinnar . Skiptir ég máli í þessari fjarlægð. Er hægt að treyst því að yfir okkur vaki eilfíur Guð og Kristur sé uppspretta n. Hvar erum við í þessari atburðarás allri. Hvernig lifum við í okkar daglega lífi að þetta skipti máli – að eiga Guð þannig að himininn og ríki hans sé jafnframt ríki dagsins að för Jesú til himna sé ekki för frá okkur í öryggi himnanna heldur leiðin til að uppfylla allt það spáð var. Ég nefndi í upphafi myndina – púsluspilið sem atburðarás kirkjuársins myndar. Við gætum líka verið ósnortin og horft á endurtekninguna sem tímans hjól sem snertir okkur ekki við erum ekki þátttakendur og þetta samhengi sem við sjáum í göngu Jesú með lærisveinum sínum í lífshlaupi okkar hér á jörðu. Við gætum líka verið þátttakendur – verið í raun í dag þau sem sjá hann stíga upp til himins. Hann talar til okkar af fjallinu í óbyggðinni – hann stendur við okkar hlið þegar við erum veik og ófullkomin – hann heyrir okkar spurningar sem eru bornar upp bæði af hvatvísi og þær sem við hvíslum út í tómið um efa okkar og sorgir. Nærveran er eilíf og hún er hér og nú. Allar frásögur Guðspjallanna gerast í víddum himins og jarðar – Guðs og manns rétt eins og himnaför Jesú – til að undirstrika hver hann er þá sjáum við fram á að hann er með sínum börnum en hann er sonur Guðs sem dvelur í fjarlægðinni en er í nálægðinni með okkur og hjá okkur, hvíslar í vindum lífsins og blíðum blænum og er eilífur – í kærleika og fyrirgefningu og sátt. Hvers virði er það okkur að eiga vísa þessa framrás. Hvar er lærdómur kynslóðanna. Höfum við ekki lært af mistökum – og búið okkur til fulkominn stað að vera á þegar við þekkjum mistök aldanna og höfum yfirsýnina

það leitar oft á huga mér orðin úr bókinni Óbærilegur léttleiki tilverunnar eftir Milan Kundera þar sem hann fjallar um hættuna við að gleyma og missa yfirsýnina. Þar segir: „

..ljósmyndin af Hitler, tíð sem aldrei kæmi aftur. Sættirnar við Hitler koma upp um djúpstæða siðferðilega úrkynjun sem einkennir þann heim sem byggir tilveru sína á því að ekkert komi aftur, vegna þess að í þeim heimi er allt fyrirfram afsakað og þar með óhugnanlega leyfilegt. Í skjóli endurtekningar deifist meðvitund okkar því við reynum að trúa því að það sem miður fer í veröldinni muni ekki gerast aftur.

Okkur hættir að klæja og verkja í sárin- óþægindin hverfa og við fjarlægjum okkur atburðum – líka atburðum sögu Krists og höldum að með verki Krists hafi eilífiðin tekið við hér á jörðu og við séum í raun handhafar lykla himnaríkis gleymum að var fyrirgefning hans og verk sem Það sker í hjartað fjasið og oftrúin á mátt manneskjunnar og við endum oft í sporum félaganna þeirra Andrisar og Filpusar eins og þeir eru nefndir í sögunni um Jón í Brauðhúsum sem vitnað var í hér í upphafi. Fólk segir með sjálfu sér „heimurinn hefur staðið í þúsund ár og á hann ekki eftir að standa lengi enn ? Samt hefur enginn lifað neitt merkilegt nema við þessir nauðaómerkilegu menn. Og þeir þegja fastast sem var trúað fyrir mestu.“ Þeir muna ekki hvernig hann leit út – þrefa um augnlit hans og háralit en muna að þeim var trúað fyrir miklu – þetta skipti máli. Trúlega er okkur um margt farið eins og þessum sögupersónum – við þurfum að skerpa myndina enn og aftur – til að gleyma ekki hvar okkar við erumstödd og hver við erum - ljósi ófullkomleika okkar og varnarleysis sem sést vel í atburðum líðandi stundar , hversu vanmáttug við erum gagnvart okkar eigin takmörkunum. Það er klifað á mistökum en líka á bjargráðum og svörum eins og við höldum að öll heimsins ráð séu í hendi okkar. En gleymum því ekki að við erum í hendi Guðs að snerting hins ókomna og þess sem er - á heima í Jesú sem kveður lærisveina sína og hverfur til himins. Hvað sem gerðist nákævmlega á þessari stundu eða hvernig skiptir ekki máli ef við sjáum samhengi sögunnar – Guð sem elskar, er hér en líka þar hann hefur yfirsýn yfir okkar líf – þarfir og .

„Ég get aldrei hugsað um neitt annað, hvort heldur ég vaki eða sef. Aldrei hefur nokkrum mönnum verið trúað fyrir öðru eins.“

Þetta hafa gengnar kynslóðir munað og við eigum þeim mikið að þakka – þeim var trúað fyrir og þær báru það áfram – Guði sé þökk fyrir það – við sem erum yngri – miðaldra og ung – um hvað hugsum við og hvað liggur okkur á hjarta að bera áfram – sögu himinsins – sem er skráð í orðum eins og kærleika, fyrirgefningu, vanmætti og uppgjöf – saga manneskjunnar í fylgd með Guði. Hvað gerum við með þetta sem okkur er trúað fyrir. Þegar við í dag lifum enn daginn sem minnir okkur á hvernig jörðin og himnarnir skarast í Jesú Kristi og þar er björgun okkar að eiga Guð á himnum en Jesúm sem gerðist maður og þekkir huga okka, breyskleika og kraft, vanmátt og trúar. Lofum Guð fyrir það ! Dýrð sé Guði föður, syni og heilögum anda, svo sem var í upphafi er og verður um aldir alda. Amen