Á hverjum degi

Á hverjum degi

Er erfitt að fá kærleika eða að sýna kærleika? Er erfitt að fá frið, frið við sjálfan sig og annað fólk? Frið á milli þjóða? Er stundum erfitt að fá ljós til að sjá? Ljós til að stíga áfram lífsveginn eða er ljósð lítið og myrkrið að reyna að taka yfir? Er erfitt eða auðvelt að lifa í sátt? Sátt við sjálfan sig eða aðra? Sátt við Guð?

“Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi.” Amen. 

 

 

“Á hverjum degi, Drottinn minn, ég bið, Drottinn minn, ég bið um kærleika og frið.

 

Ég bið þig, Drottinn, bægðu myrkri frá, bægðu myrkri frá, svo blindir megi sjá.

 

Ég þarf, Guð minn góður, þína hjálp, Guð minn, þína hjálp að fást við lífið sjálf.

 

Drottinn, leyf þú mér að lifa í sátt, leyf mér lifa í sátt við menn og æðri mátt.”

 

 

Þessi tæru, sterku og einlægu bænaorð eru eftir tónlstarmanninn Kristján Kristjánsson eða KK eins og hann er kallaður og voru sungin hér á áðan af Kór Kópavogskirkju.

 

Kröftug bæn og mér finnst hún tala frá hjarta til hjarta.

 

Bænarefnin eru hér nokkur.

 

Beðið er um ýmislegt, sem stundum er erfitt að fá til dæmis: í sál og sinni í hraða og amstri hversdagsins.

 


Er erfitt að fá kærleika eða að sýna kærleika?


Er erfitt að fá frið, frið við sjálfan sig og annað fólk?

 

Frið á milli þjóða?

 

Er stundum erfitt að fá ljós til að sjá?

 

Ljós til að stíga áfram lífsveginn eða er ljósð lítið og myrkrið að reyna að taka yfir?

 

Er erfitt eða auðvelt að lifa í sátt?

 

Sátt við sjálfan sig eða aðra?

 

Sátt við Guð?

                  ________________________

 

Þetta eru stórar spurningar og þær eru fleiri.

 

Trúir þú á að kærleikur geti og eigi að ráða för í mannlegum samskiptum?

 

Hvernig sýnir þú kærleika í orði og á borði við samferðafólk þitt?

 

Til dæmis: við þau, sem takast á við lífshættuleg veikindi og þeirra nánustu?

 

Veistu ekkert hvað þú átt að segja við viðkomandi eða hvernig þú átt að vera?

 

Hugsar þú hlýtt til viðkomandi og hefur ekki samband, vilt ekki einhvern veginn trufla?

 

Sendir þú viðkomandi vinarbeiðini eða nánustu aðstandendum á “Andlitsbókinni” eða “Facebook” til að geta fylgst með viðkomandi án þess að hafa samband?

 

Af hverju?

 

Eða hefur þú samband og segist ekki vita hvað þú eigir að segja eða gera en að þú viljir vera, vera stuðningur og styrkur í orði og verki?

 

Ertu mikið í því að gefa viðkomandi ráð, segja þeim hvernig þau eigi að haga sér og framkvæma hlutina, hvernig þeim eigi að líða?

 

Tilbúinn til að hlusta, tilbúinn til að vera, vera til staðar, náunganum náungi í orði og verki?

 

Tilbúinn til að sýna aðgát í nærveru sálar?

                  

Trúir þú á innri frið, frið á milli fólks og þjóða?

 

Trúir þú á að myrkrið geti vikið þegar allt virðist einhvern veginn vera upp í mót og ekkert nema urð og grjót?

 

Trúir þú því að Guð hjálpi þér við að fást við lífið sjálft?

 

Trúir þú á Guð?

                  _________________________

 

“Trúin er ekki að vita. 

 

Trúin er að treysta.” sagði dr. Sigurbjörn heitinn Einarsson, biskup.

Trú er traust.

 

Grænn er litur trúarinnar.

 

Gróður vex og grær sé honum sinnt.

 

Trú er eins og lítið korn, mustarðskorn.

 

Erfitt að sjá, en ber í sér líf, líf, sem er hulið öllum mannlegum sjónum, en birtist þegar ávextirnir koma í ljós, hafi það fengið að vaxa og þroskast, spíra og dafna.

 

Hvernig er hægt að leyfa fræjum trúar, að lifa?

 

Með því að biðja.

 

Með því að iðja.

 

Lesa Guðs orð.

 

Hlusta eftir því og næra trú sína, von og kærleika í samfélagi samferðarfólks, í messu sunnudagsins og með því að vera náunganum náungi í orði og verki.

 

Með því að þjóna með nærveru, með einlægni og með öllu góðu.

                  ___________________

 

Í lexíu dagsins segir meðal annars:

 

“Þú skalt þjóna honum, vera honum trúr og sverja við nafn hans.

 

Hann er þinn lofsöngur og hann er þinn Guð sem hefur unnið fyrir þig öll þessi miklu og ógnvekjandi verk sem þú hefur séð með eigin augum.”

 

                  ____________________

 

Traust kemur ekki af sjálfu sér.

 

Manni er ekki þröngvað til að treysta öðrum.

 

Hvernig nálgast þú nýfætt barn?

 

Brosir þú frá hjartarótum til þess?

 

Brosir það á móti þér, hjalar og segir eitthvað skemmtilegt, sem maður skilur ekki en veit að er gott og hlýtt?

 

Alvöru, ekta.

 

Einhver staðar segir að: “bros sé ljós í glugga sálar, sem sýni að hjartað sé heima.”

 

Og skáldið Einar Benediktsson segir:

 

“Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt.”

 

Þú sýnir einlægni, leitast við að tengja frá hjartarótum.

 

 Hvernig komum við fram við hvert annað?

 

Af kærleika?

 

Með trú?

 

Með von?

 

Með vantrausti?

 

Með græðgi?

 

Lítisvirðingu?

 

Óöryggi?

 

Kvíða?

 

Forvitni?

 

Eigingirni?

                  _______________________

 

Í pistli dagsins segir meðal annars:

 

“Berið sama hug til allra, verið ekki stórlát, umgangist fúslega lítilmagna.

 

Oftreystið ekki eigin hyggindum.

 

Gjaldið engum illt fyrir illt.

 

Stundið það sem fagurt er.

Hafið frið við allt fólk, að því leyti sem það er unnt og á ykkar valdi.

 

Leitið ekki hefnda.

 

Látið ekki hið illa sigra heldur sigrið illt með góðu.”

 

                  _____________________

 

Trúir þú því að þetta sé erfitt í dag?

 

Er Guð mörgum úrelt hugtak?

 

Lækningar- og kraftaverkafrásagnir guðspjallanna framandi forneskja?

 

“Trúin, sem Jesús leitar að og hrósar er traust til þess máttar, sem er mildi, líkn og náð” eins og dr. Karl Sigurbjörnsson, biskup segir í einni prédikun.

 

Þarft þú mátt mildi, líknar og náðar?

                  ______________________

 

Hvernig öðluðust líkþrái maðurinn og hundraðshöfðinginn í guðspjalli dagsins traust sitt á Jesú?

 

“Líkþrár maður kom til hans, laut honum og sagði:”og um hinn segir guðspjallið:

 

“Þá kom til hans hundraðshöfðingi, bað hann og sagði:”.

 

Báðir aðilar koma til Jesú og biðja hann.

 

Af hverju?

 

Höfðu þeir séð hann áður og vissu þeir að þeir gætu treyst honum?

 

Hvernig?

 

Fundu þeir að Guð var með honum?

 

Efðust þeir?

 

Marteinn Lúther efaðist og hann sagði í Fræðunum:

 

“Ég trúi, að ég geti ekki af eigin skynsemi eða krafti trúað á Jesú Krist eða til hans komist, heldur hafi heilagur andi kallað mig með gleðiboðskapnum og upplýst mig.”

 

Lúther eignaðist trúartraust sitt með beinni gjöf heilags anda.

 

Hann sá kærleika Guðs í Jesú Kristi, sem með lífi sínu og starfi kenndi og sagði fólki frá Guði og enn í dag kennir og segir fólki frá Guði.

 

Hlustum við?

                  

Trúin, sem Jesús leitar að og hrósar birtist oftar en ekki í umhyggju fyrir öðrum.

 

Trú, sem styður, hjálpar og læknar er samstaða með öðrum, umhyggja, elska, kærleikur.

 

Þar sem slík trú er þar er leið opin fyrir hjálp.

 

Jesús vill vekja trú bænar og umhyggju.

 

Bænin og umhyggjan eru styrkur og sál trúarinnar.

 

                  _______________________

 

“Á hverjum degi, Drottinn minn, ég bið, Drottinn minn, ég bið um kærleika og frið.

 

Ég bið þig, Drottinn, bægðu myrkri frá, bægðu myrkri frá, svo blindir megi sjá.

 

Ég þarf, Guð minn góður, þína hjálp, Guð minn, þína hjálp að fást við lífið sjálf.

 

Drottinn, leyf þú mér að lifa í sátt, leyf mér lifa í sátt við menn og æðri mátt.”

 

 

“Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda.Svo sem var í upphafi, er og verður um aldir alda.” Amen.

 

Takið postulegri blessun: “Náðin Drottins vors Jesú Krists, kærleiki Guðs og samfélags heilags anda sé með yður öllum.”