Njóttu lífsins!...?

Njóttu lífsins!...?

Fyrir mörgum árum fór ég í heimsókn með börnunum mínum til frænku fjölskyldu barnanna. Við vorum í nánu sambandi, andrúmsloftið afslappað og skilin á milli gestgjafa og gesta lítil sem engin. Ég byrja því að vaska upp fljótlega eftir kvöldmáltíðina en þá kemur frænkan að mér og segir: ,,Ha, ha, þú kannt ekki njóta lífsins!”.
fullname - andlitsmynd Toshiki Toma
06. ágúst 2009

Fyrir mörgum árum fór ég í heimsókn með börnunum mínum til frænku fjölskyldu barnanna. Við vorum í nánu sambandi, andrúmsloftið afslappað og skilin á milli gestgjafa og gesta lítil sem engin. Ég byrja því að vaska upp fljótlega eftir kvöldmáltíðina en þá kemur frænkan að mér og segir: ,,Ha, ha, þú kannt ekki njóta lífsins!”. Hún var ekkert að skamma mig heldur átti hún bara við að ég ætti nú ekki að sjá um leiðinleg verkefni eins og uppvask, heldur gera eitthvað skemmtilegra eins og t.d. að horfa á sjónvarpið.

En þetta var dálítill misskilningur, þar sem mér hefur alltaf ágætt að vaska leirtau upp í höndunum, já bara liðið vel, þar sem mér hefur fundist eins og ég væri að vaska upp mitt eigið hjarta. Þess vegna fannst mér dálitið fyndið að frænkunni dytti ekki annað í hug en að öllum þætti uppvask leiðinlegt og hafði ekki hugmynd um að ég væri í raun að ,,njóta lífsins“ og stundarinnar.

Mér virðist sem margir Íslendingar tali mjög oft um að „njóta lífsins“ eða að ,,njóta dagsins“. Kannski á þetta orðasamband í flestum tilvikum við og hefur sömu merkingu og „góða skemmtun“! En ef við skemmtum okkur á hverjum degi með því t.d. að fara í bíltúr eða kvikmyndahús, að þiggja boð hjá vini eða með því að stunda íþróttir, eigum við sífellt að vera hugsa um að nú séum við að njóta lífs okkar og dagana? Það er ekkert vont eða slæmt að reyna að nýta hvert tækifæri til þess í hversdagslífinu. Það er frekar eftirsóknarverðara en að nenna því ekki.

Við segjum einnig stundum eins og: „Ah, hann veit sko hvernig á að njóta lífsins.“ Þá erum við að hrósa því að viðkomandi maður er eins konar snillingur sem þekkir betur líf og speki lífsins. Oftast segjum við slíkt þegar sá reynir að vera skapandi þó að hann gangi á móti vilja samfélagsins. Þetta er ekki slæmt viðhorf heldur. Maður á hrós skilið með því að vera skapandi hvort sem tíminn til sé þess góður eða erfiður.

En slíkt getur samt takmarkað viðkomandi til þess að njóta lífsins daga í ánægju og sælu. Að njóta lífisins hlýtur stundum að hafa dýpri merkingu en bara að skemmta sér eða að vera skapandi í aðstæðum. En hvað er þá að njóta lífsins daga sem okkur eru gefnir, bókstaflega og almennilega?

Við kristnir menn veltum því fyrir okkur að líf sérhvers okkar er mikils virði og alls ekki auðgefið. Líf okkar er gjöf frá Jesú Kristi sem hann fékk til baka fyrir okkur með því að leggja sjáfan sig í sölurnar. Við vitum það en við skiljum það ef til vill ekki alltaf nóg vel, af því að við hugsum að lífið er í okkar höndum hvort sem við leggjum trú okkar á Jesú eða ekki. En það er ekki rétt hvað trú okkar varðar, a.m.k. missum við þá eitt mikilvægt atriði í samhengi hugleiðingar um að njóta lífsins.

Sú staðreynd að Jesús fékk líf okkar til baka með líkama sínum og blóði segir okkur hve mikið Jesús metur líf okkar. Það erum ekki við sjálf sem metur lífið okkar, heldur er það Jesús. Hvert er virði lífs okkar? Ef við veltum málinu fyrir okkur án trúarinnar, eru það virði sem mannleg gildi leiða okkur. Sérhvert líf manna er jú mikilvægt í mannlegri hugmynd líka. En í henni fer það eftir því, þegar allt er komið, hvernig viðkomandi maður metur dýrmæti í lífi sínu. Ef maður telur að eigið líf eigi ekki skilið að lifa með fullum krafti því það er nóg að gera málamiðlun milli á þessa tveggja þessa, annars vegar hversu hart maður verður að sér og hins vegar hve mikla ánægju maður getur fengið með því. Oftast erum það við sjálf sem setjum þessar takmarkanir á líf okkar og verðum sátt við það sem við getum tekið í hendur okkar án frekari fyrirhafnar.

En þegar við erum með Jesú í lífi okkar, þá erum það ekki við sem metum líf okkar endanlega. Þó að við segjum: „Jæja, þetta er nóg fyrir mitt líf. Ég get ekki gert meira en þetta eða farið lengra,“ getur Jesús sagt okkur: „Ertu viss um það? Líf þitt á að eiga skilið meira. Stattu upp! Við höldum áfram.“ Jesús togar okkur þangað til við komumst til hins ítrasta í lífinu okkar. Og það er nefnilega það að njóta lífsins í og með trúnni á Jesú Krist.

Við takmörkum okkur í lífinu, jafnvel alveg ómeðvitað. Við erum oft sátt við það sem við getum fengið auðveldlega og forðumst að ná til gleðinnar og hamingjunnar sem er ef til vill steinsnar í burtu, og við getum fengið með því að fara yfir fjall eða á. Við getum notið lífsins með því að leggja jafnvel hart að okkur sjálfum í sumum aðstæðum. Því við þurfum að spyrja okkur sjálf einu sinni enn: „Ertu að njóta lífsins?“ Ef ekki, hjálpar Jesús okkur.

Tomihiro Hoshino er þekktur kristinn maður í Japan. Hann er málari og skáld, og lamaðist alveg og get nú ekki notað líkama sinn fyrir utan andlitið. Hann lærði að mála málaverk og yrkja eftir að hann þurfti að læra og njóta lífs síns upp á nýtt í rúminu. Hér er ljóð eftir hann:

Let´s go up to the mountain and see the scenery You created.Are there any fences around the flowers? Are there any guard rails on the top of the cliff?

I´m guarding myself with fences around my small heart.

Tomihiro Hohino ,,Lychnis Miqueliana“ -- Yohiaki og Fumiko Yui þýddu

Erum við ekki búin að setja girðingu sem takmarkar möguleika lífsins okkar? Slík girðing er óþörf. Losnum við hana og njótum lífsins okkar og daganna í og með trú á Jesú.