Hælbítur fortíðar

Hælbítur fortíðar

Sú vitneskja að ákveðin fjöldi jarðarbúa skuli ganga til náða svöng, vannærð er stjórntæki í höndum þeirra sem stjórna sem hafa áhrif og ráðskast með lýð allan. Það er ekki hagstætt valdalega og stjórnunarlega að allir jarðarbúar gangi vel mettir til náða. Sú manneskja sem er vel mett líkamlega hefur meiri tíma til að gera eitthvað annað en sinna grunnþörfum sínum að afla matar.

Um þessar mundir bar enn svo við, að mikill mannfjöldi var saman kominn og hafði ekkert til matar. Jesús kallar þá til sín lærisveinana og segir við þá: Ég kenni í brjósti um mannfjöldann. Þeir hafa nú hjá mér verið þrjá daga og hafa ekkert til matar.Láti ég þá fara fastandi heim til sín, örmagnast þeir á leiðinni, en sumir þeirra eru langt að.

Þá svöruðu lærisveinarnir: Hvar er hægt að fá brauð til að metta þetta fólk hér í óbyggðum?

Hann spurði þá: Hve mörg brauð hafið þér?

Þeir sögðu: Sjö.

Þá bauð hann fólkinu að setjast á jörðina, tók brauðin sjö, gjörði þakkir og braut þau og gaf lærisveinum sínum, að þeir bæru þau fram. En þeir báru þau fram fyrir fólkið. Þeir höfðu og fáeina smáfiska. Hann þakkaði Guði og bauð, að einnig þeir skyldu fram bornir. Menn neyttu og urðu mettir. Síðan tóku þeir saman leifarnar, sjö körfur. En þeir voru um fjórar þúsundir. Síðan lét hann þá fara.Mark. 8.1-9

Andleg svengd

Hefur þú velt því fyrir þér hversu margir jarðarbúar ganga til náða í kvöld svangir? Og þeir hinir sömu vakna svangir á morgun? Það leiðir hugan að því hversvegna svo skuli vera að svo og svo mörg prósent að heildarmannfjölda þeim sem lifir á þessari jarðarkringlu skuli lifa við, yfir eða undir hungurmörkum? Við þessu er ekki einhlítt svar. Þetta er svarið sem best er að gefa vegna þess að með því er aldrei komist að neinni niðurstöðu. Það er ekki vilji til þess. Það er til einhlítt svar ef viljinn til að breyta er fyrir hendi. Það er ekki komist að niðurstöðu vegna þess að það er ekki vilji til að breyta því á nokkurn hátt. Sú vitneskja að ákveðin fjöldi jarðarbúa skuli ganga til náða svöng, vannærð er stjórntæki í höndum þeirra sem stjórna sem hafa áhrif og ráðskast með lýð allan. Það er ekki hagstætt valdalega og stjórnunarlega að allir jarðarbúar gangi vel mettir til náða. Sú manneskja sem er vel mett líkamlega hefur meiri tíma til að gera eitthvað annað en sinna grunnþörfum sínum að afla matar. Það er stundum talað um að svelta skyldi einhvern eða einhverja til hlýðni-þannig að svelta einhvern/einhverja er stjórntæki sem löngum hefur verið notað og er notað enn um víða um veröld.

Við skulum ætla að ekki eru þeir margir sem ganga til náða svöng hér á landi nema um sé að ræða vanrækslu foreldris að fæða barnið sitt. Er það meira félagsleg orsök heldur en stjórnunarleg eða svo skyldi maður ætla. Ekki þurfum við að horfa langt aftur í tímann til að týna upp brauðmola okkar eigin sögu sem fela í sér fróðleik um svöng börn og ekki aðeins svöng börn heldur fullorðið svangt fólk. Þið sem eldri eruð kunnið eflaust að segja frá því og hafið fundið fyrir því á eigin skinni eða séð og heyrt af manneskjum sem fundu sig í hungri. Eins og áður segir skyldi maður ætla að svoleiðis atvik eða sögur hafi að mestu orðið eftir í sögubókum fyrri alda og áratuga til baka hér á landi og þeim löndum sem við miðum okkar lífsgæði við. Þrátt fyrir að líkamleg svengd sé að mestu rutt úr vegi með allar hillur verslana stórra sem smáa yfirfullar af matvælum skuli enn þessi hungurtilfinning glefsa í ökla eins og hælbítur fortíðar. Bítur svo fast að illmögulegt er að hrista hann af sér. En hvað er það sem bítur svo fast í ökla í dag á fyrsta áratug 21 aldar? Ég er að tala um andlega svengd! Garnagaul andlegrar mettunar gerist háværari og háværari og til þess að slá á þann hávaða gerist það sama og þegar svengdin sverfir að líkamlega – að gripið er til þess sem næst er og ekki hugað að næringarinnihaldi mettunarinnar. Afleiðingin er skyndi eitthvað, sem aðeins varir stutta stund og skilur eftir ekkert annað en vanliðan og endalausa leit af einhverju varanlegu og betra sem fyllir huga ró og vellíðan. Það er ekkert út á það setja-það er bara mannlegt að hugsa svona og leita til þeirrar áttar sem mögulega gæti fært okkur nær takmarki betri líðan.

“Skiljið þér ekki enn?”

Við vitum af því að við færumst í átt eða stefnum að því að bæta lífskjör okkar en gerum sjaldan eitthvað sem skiptir sköpum þ.e.a.s. hið innra með okkur. Við getum auðvitað bent á margt sem betur hefur farið í samfélagi okkar frá því sem var. En við eigum ekki eins auðvelt með að benda og tala um það sem betur hefur farið innram með okkur. Ástæðan fyrir því er það að við höfum ekki náð eins langt og ætla mætti hið innra sem hið ytra. Við grípum til skyndi eitthvað og látum það nægja þar til að við grípum aftur til skyndi eitthvað og þannig höldum við áfram að sannfæra okkur um að við erum að gera rétt en við vitum að við erum að blekkja okkur sjálf ekki einhver annar eða aðrir fyrir utan. Við ættum að vera farin að skilja út á hvað þetta gengur-en gerum við það? Það gerist seint-vanlíðan hverskonar sem mætir okkur liggur óbætt hjá garði vegna þess að við erum svo upptekinn af því sem er á úthverfunni.

Frásagan um mettunina þegar Jesú mettaði þúsundir manna með fáeinum smáfiskum eins og sagði frá í Markúsarguðspjalli er frásaga í huga margra sem tilbúin daga eða lygasaga og eða í besta falli kraftaverk sem hafi átt sér stað. Hvort heldur við höllum okkur að þá er þessi frásaga miklu meira en þetta þrennt sem nefnt hefur verið – tilbúningur, lygasaga og eða kraftaverk. Ef rýnt sé á bakvið sögusviðið kemst maður fljótlega að því að yfirborð frásögunar er jú vissulega um mettun hungraða manneskja sem höfðu dvalist með Jesú í þrjá daga en undirniðri er þar að finna annarskonar mettun nefnilega – andlega mettun. Hugarfarsleg mettun eða vanmettun er það sem hrjáir stóran hluta mannkyns í dag sem hefur allt til alls eins og áður segir en tómarúm eirðarleysis og vanmáttar sækir að mitt í allri velmegun þeirri sem hinn vestræni heimur situr frammi fyrir. Það má líkja þessu við það að þegar barn kemur í dótabúð og gjörsamlega missir sig í því sem það stendur frammi fyrir og grípur í það sem að hendi er næst en það er meira þarna sem gaman væri að koma höndum yfir þannig að mettun getur ekki átt sér stað. Þetta er spurningin um að gleðjast yfir því sem maður hefur og gráta ekki það sem maður fær ekki.

Það er ekkert sem heitir ómögulegt-þótt okkur kann að þykja það – þá er ekkert ómögulegt. Lærisveinunum féllust hendur þegar þeir stóðu frammi fyrir mannfjöldanum og spurðu í uppgjafartón-“hvar er hægt að fá brauð til að metta þetta fólk” svarið sem þeir fengu var það eitt að spyrja á móti hvað hefðu þeir á milli handana. Það sem þeir höfðu var var ekki mikið en látið nægja og það dugði til því mettunin var að hluta andleg.

Hversu oft skyldum við í hinu hversdagslega lífi standa frammi fyrir þessari spurningu eða spurt okkur sjálf-hvað hef ég sem dugir til? Hversu oft skyldum við efast um okkar eigin getu? Svarið hlýtur að vera margoft. Ef ekki þá værum við ekki mannleg. Það er mannlegt að efast um eigin getu og eigin mátt. Það kemur til vegna þess að við ætlum okkur eitthvað sem er ofar okkar hugsun og okkur fallast hendur því við ætlum okkur eitthvað af eigin mætti.

Máttur alls

“Það er ekkert ómögulegt” er stundum sagt “ef viljinn sé fyrir hendi.” Við höfum margoft lesið eða heyrt frásögur um það sem er ofar mannlegum skilningi. Einhverjir eru þeir sem skella skollaeyrum við slíkum sögum og fletta yfir á næstu blaðsíðu í lífinu. Vilja sem minnst af því vita og helst af öllu frábiðja sér slíkar frásögur. “Tilveran er undarlegt ferðalag” orti Tómas Guðmundsson skáld á síðustu öld og víst er að hún – tilveran hefur ekki breyst hvað það varðar að hún getur tekið á sig myndir sem erfitt er á stundum að kalla fram í huga öðruvísi en þannig að maður setur hljóðan.

Það sem er ofar mannskilningi veitir von í þrjáðum heimi get ég auðveldlega sagt fjarri átökum og hungri, vonleysi, dauða-drápsvéla ekki vitað hvað morgundagurinn kemur færandi í faðmi sér, eyðiingu alls og dauða eða líf. Kann að vera að okkur þykir það lítið og jafnvel ekkert sem hefur að segja inn í oft á tíðum erfiðar aðstæður fólks, en gerir það samt. Því það er ofar okkar skilningi. Máttur alls gerir það að verkum, og við höfum ekki komið auga á það og við munum ekki gera það. Það gerist samt-þótt við komum ekki nálægt því á annan hátt svipað og lærisveinunum í þeim aðstæðum sem þeir fundu sig í að vera að þeim fannst með svo lítið sem dugði í þeirra huga til svo lítils. Þá var það nóg til að metta þennan mannfjölda sem frammi fyrir þeim stóðu. En eftir stendur – hvernig má það vera að það hafi gerst og það sem meira er afhverju gerist það ekki í dag með alla okkar visku og vitneskju að fjöldi jarðarbúa skuli búa við þær aðstæður að ganga til náða svöng í eiginlegri merkingu og óeiginlegri merkingu þessa orðs. Hið fyrra er erfitt lausnar eins og heyra má. Raunverulegan vilja þarf til þess að færa þau mál til betri vegar. Því miður er sannleikurinn sá að það verður aldrei-einhver hluti jarðarbúa munu búa við hungursneyð á hverjum tíma-það hefur ekki orðið breyting á og mun ekki verða breyting á því að það er pólitískt meðvituð ákvörðun til að raska ekki jafnvægi og stöðugleika þá einna helst vestrænna þjóða sem á sama tíma glíma við andlegt hungur og þrá eftir að öðlast kyrrð í huga. Með þessu er ég að segja það sama og lærisveinarnir sem höfðu fáein brauð og enn færri fiska frammi fyrir fjögur þúsund manns að það er ómögulegt að metta svo marga með svo litlu.

Stærðin skiptir ekki máli

Staðreyndin varð sú að þetta litla mettaði mannfjöldann. Í því ljósi er hægt að spyrja sjálfan sig. Hvað er ég frammi fyrir hinum stóra heimi? Hvað hef ég að gefa svo lítið frammi fyrir svo mörgum sem horfa á mig vonaraugum um að ég geti einhverju breytt til betri vegar? Kann að vera ég missi mátt alls þegar hælbítur fortíðar glefsar í mig slitnum tönnum sínum. Tíminn er að standa upp og gera eitthvað í hlutunum sem aflaga hafa farið. Það er sú mettun sem Jesú vill fylla okkur af. Mettun fullvissunar um að ég, þú eigum svo mikið aflögu að við getum gefið af okkur til þeirra sem minna mega sín hvað sem allri pólítík áhrærir. Við erum kölluð til þess með svo litið á milli handana að gera meira úr því en við getum látið okkur dreyma um. Mettuð af þeirri fullvissu eru okkur allir vegir færir. Það sem meira er að við þurfum ekki að efast um það. Aðeins viljann til að breyta er það sem þarf.