En þér eruð mínir vottar

En þér eruð mínir vottar

Spámenn Gamla testamentisins töluðu jafnan fyrst og fremst til samtíðar sinnar, inn í ákveðnar sögulegar aðstæður. Svo er einnig um þann spámann sem talar í þeim texta sem hér var lesinn áðan og þar sem sagði meðal annars: „En þér eruð mínir vottar.“ Aðstæður þess fólks sem þarna er upphaflega talað til eru vægast sagt bágbornar, það er statt víðsfjarri heimahögum sínum og ættlandi, dvelur í útlegð í Babýlon, sem þá er öflugt heims-veldi og að öllum líkindum hafa þessi orð upphaflega verið flutt um 550 f.Kr. Engu að síður er þessu fólki ætlað að vera vottar Guðs, flytja vitnisburð um hann.

Spámenn Gamla testamentisins töluðu jafnan fyrst og fremst til samtíðar sinnar, inn í ákveðnar sögulegar aðstæður. Svo er einnig um þann spámann sem talar í þeim texta sem hér var lesinn áðan og þar sem sagði meðal annars: „En þér eruð mínir vottar.“ Aðstæður þess fólks sem þarna er upphaflega talað til eru vægast sagt bágbornar, það er statt víðsfjarri heimahögum sínum og ættlandi, dvelur í útlegð í Babýlon, sem þá er öflugt heims-veldi og að öllum líkindum hafa þessi orð upphaflega verið flutt um 550 f.Kr. Engu að síður er þessu fólki ætlað að vera vottar Guðs, flytja vitnisburð um hann.

Orðunum er beint til Gyðinga sem 35-40 árum áður höfðu verið fluttir í útlegð af Nebúkadnesari Babýlóníu-konungi eftir að borgin helga Jerúsalem hafði fallið í hendur öflugum hersveitum hans og babýlónskir hermenn eytt must-erinu sem var þungamiðja og grunnur alls helgihalds í Ísraels-ríki hinu forna.

Má segja að þessi atburður marki upphaf dreifingar Gyðinga um heimsbyggðina sem hafa haft áhrif allt fram á okkar daga eins og heyra má af daglegum og skelfilegum fréttum frá Land-inu helga þar sem þjóðirnar tvær sem í landinu búa berast á banaspjótum sem aldrei fyrr og ekkert lát virðist á hryðjuverkum og harkalegum hernaðar-aðgerðum. Rætur þeirra átaka má í vissum skilningi segja að liggi í tíma Gamla testamentisins og skal þó síst reynt að einfalda það flókna deilumál sem til svo hatrammra átaka hefur leitt og haft jafn skelfilegar afleiðingar og raun ber vitni. En hér á það svo sannarlega við að sjaldan veldur einn þá tveir deila.

En svo aftur sé vikið að textanum sem er grundvöllur orða minna hér þá er það eitt meginatriði hans að þar er boðuð eingyðistrú, þ.e. trú á einn guð:

„Á undan mér hefir enginn guð verið búinn til, og eftir mig mun enginn verða til. Ég, ég er Drottinn, og enginn frelsari er til nema ég ... Ég er Guð. Já, enn í dag er ég hinn sami.“

Líklega hefur algjörlega hrein eingyðistrú ekki verið boð-uð fyrr en sá spámaður sem hér talar gerði það með svo afdrátt-arlausum hætti er hann reyndi að blása löndum sínum í útlegðinni í Babýlon von í brjóst, telja í þá kjark og flytja þeim huggun og boðar hinn eina Guð andspænis guðum Babýloníu-manna sem ekki eru annað en tré og steinn í hans augum.

Hefur þessi spámaður, sem við þekkjum ekki einu með nafni, gjarnan verið nefndur huggunar-spá-maður Gamla testamentisins. Er boðskapur hans varðveittur í köflum 40-55 í Jesajaritinu en þar er að finna marga af fallegustu og áhrifamestu textum þess mikla og fjölbreytilega ritsafns sem Gamla testamentið er. Á þessum grunni byggir líka hin kristna trú okkar. Sjálfur Jesús Kristur virðist hafa byggt meira á Jesajaritinu en flestum öðrum ritum Gamla testament-isins í boðskap sínum. Og þegar frumkirkjan las boðskap spámanns-ins um hinn líðandi þjón þá skildi hún hann og túlkaði sem spádóm um Krist, Messíasar-spádóm sem ræst hefði í lífi og starfi mannsins Jesú frá Nasaret.

En hér er talað til þjáðrar þjóðar og vonlítillar. Má það í raun kallast næsta undarlegt að Gyðingar skyldu ekki tapa trú sinni við þessar aðstæður þegar musterið var fallið, hafði verið lagt í rúst og sömu-leiðis Jerúsalem, borgin helga eða Síon eins og hún var líka nefnd. Því meira áfall var þetta fyrir samfélag Gyðinga að því hafði verið staðfastlega trúað að Jerúsalem væri óvinnandi vígi sökum nærveru Drottins í museterinu á Síonarhæð. En engu að síður hafði þetta gerst, borgin hafði fallið í hendur framandi hermönnum og ráðamenn þjóðarinnar og raunar stór hluti íbúanna í Júda hafði verið fluttur nauðugur til hins fjar-læga stórveldis Babýlóníu.

Varla er hægt að hugsa sér mikið skelfilegri reynslu en þá að vera fluttur nauðugur frá móðurlandi sínu og heimkynnum til fjarlægs og framandi lands og mega sæta þar margvíslegu harðræði og fjandskap.

Einn af sálmum Gamla testamentisins, þ.e. 137. sálmur Saltarans, tjáir þann harm og söknuð sem bjó í hjörtum hinna útlægu Gyðinga í Babýlon fyrir meira en 2500 árum:

Við Babýlonsfljót, þar sátum vér og grétum, er vér minntumst Síonar. Á pílviðina þar hengdum vér upp gígjur vorar. Því að herleiðendur vorir heimtuðu söngljóð af oss og kúgarar vorir kæti: „Syngið oss Síonarkvæði!“ Hvernig ættum vér að syngja Drottins ljóð í öðru landi? Ef ég gleymi þér, Jerúsalem, þá visni mín hægri hönd. . . .

Þessi sálmur hefur löngum talað mjög sterkt til fólks sem dvelur fjarri heimalandi sínu, jafnvel þó svo að það hafi ekki verið þvingað í útlegð. Um það eigum við raunar allmargar heimildir hvernig Íslendingar í útlöndum hafa tjáð reynslu sína með því að yrkja út af þessum sálmi. Það átti t.d. við Íslendinga í Vesturheimi um síðustu aldamót. Þann-ig orti Kletta-fjallaskáldið Stefán G. Stefáns-son út frá honum og sr. Björn Jónsson, einn af forystumönnum Vestur-Íslendinga í Vesturheimi vintaði í hann á eftirfarandi hátt á 25 ára afmæli hins íslenska kirkjufélags vestra:

Fjarlæg ættjörð varð hugum manna heilög og kær. Aldrei hefir Ísland verið heitar elskað af börnum sínum. Fjarlægðin breiddi helgan hjúp yfir ættlandið. Oss fór sem Gyðingum forðum: Vér sátum og grétum er vér minntumst Zíonar. Á pilviðina hengdum vér upp gígjur vorar. Hvernig áttum vér að syngja Drottins ljóð í öðru landi?

Þá má nefna að Jón Thoroddsen snérði út úr sálmi 137 (að eigin sögn) og heimfærði upp á aðstæður Íslendinga í Kaupmanna-höfn:

Í Babýlon við Eyrarsund Ævi vér dvöldum langa Eyddist oss féð á ýmsa lund Og réð til þurrðar ganga:

fjölmörg dæmi önnur mætti dæmi þar sem Íslendingar fjarri ættjörð sinni tjá söknuð sinn og harm, oft með aðstoð sálmsins „Við Babýlonsfljót þar sátum vér og grétum.“

Hér má vel minna á það sem raunar öll þjóðin veit að íslensk saga kann að greina frá svipaðri reynslu hóps Íslend-inga. Þá er ég að sjálfsögðu að vísa til Tyrkjaránsins svokall-aða árið 1627 þegar á fjórða hundrað Íslendinga voru fluttir í ánauð til Alsírs, flestir þeirra frá Vestamannaeyjum. Einn þeirra sem lét lífið í árás hinna óboðnu gesta var presturinn í Vestamanna-eyjum sr. Jón Þorsteinsson píslarvottur sem látið hefur okkur eftir merka sálma sem hann orti út af öllum 150 sálmum Saltarans þar á meðal þeim sálmi sem vitnað var hér til áðan. En þekktust Íslendinganna sem fluttir voru til Alsír var Guðríður Símonardóttir. Varðveitt er bréf sem hún ritaði þaðan þar sem hún lýsir hörmulegum aðstæðum sínum og ungs sonar síns. Þrátt fyrir þá aumu vist sem hún átti í Barba-ríinu er hún þess megnug að tala um „guðs náð og sérlega velgerninga“ og að hún gleðjist í guði. Þannig að ekki er að sjá að trú hennar hafi bilað. Það er fagnaðrefni að saga Guð-ríðar hefur upp á síðkastið fengið nýja og verðskuldaða athygli, einkum í gegnum merk verk Steinunnar Jóhannes-dótturrithöfundar. Guðríði auðnaðist sem kunnugt er að sjá ættland sitt aftur. Það gerði hins vegar ekki sonur hennar frekar en langstærstur hluti þeirra Íslendinga sem á brott voru numdir.

Raunar var það svo um Gyðinga þá sem herleiddir voru til Babýloníu að ýmsir þeirra sneru aftur heim hálfri öld síðar þegar Kýrus Persa-konungur hafði unnið sigur á Babýlóníu-mönnum og gaf Gyðingum heimfararleyfi - en flestir þeirru létu lífið í útlegð-inni löngu og ýmsir aðrir sneru aldrei aftur, ekki frekar en landar þeirra sem herleiddir höfðu verið til Assýríu 722 f.Kr. og ekkert spurðist síðar til. Er síðan löngum talað um hinar týndu ættkvíslir Ísraels.

Í þeim orðum sem eru grund-völlur hugleiðingar minnar hér er það boðað að hinir hrjáðu útlagar eigi að vera vottar Drottins og eins og jafnan í Biblíunni hvílir áherslan ekki á einhverju sérstökum hæfileikum eða verðleikum þeirra sem ætlað er að flytja vitnisburð um Drottin. Nei, þvert á móti fá vottarnir heldur dapurlegan vitnisburð hér, svo ekki sé kveðið fastar að orði. En í pistlinum var sagt að sá sem trúir á Guðs son hafi vitnisburðinn í sjálfum sér.

Okkur er öllum, óháð hæfileikum okkar, ætlað að vera vottar Guðs á einn eða annan hátt, bera honum vitnisburð, þakka honum vegferðina með þjóð okkar, margvísleg menn-ingar-verðmæti sem kristnin hefur alið af sér og síðast en ekki síst handleiðslu í lífi hvers og eins okkar. Það þýðir ekki það að öllum sé endilega ætlað það hlutverk að stíga í prédik-unarstól. Vitnisburðinn má flytja með margvíslegum móti öðru, t.d. einfaldlega með því að starfa í anda kærleika hans. Þar er ekki spurt um stöðu eða stétt, menntun eða hæfileika. Öll höfum við hér verk að vinna - að veita andsvar við þeim kærleika sem Guð hefur auðsýnt okkur syndugum mönnum.

„Statt upp, skín þú.“ Þá hvatningu er einnig að finna í Jesajaritinu. Hana má túlka á þann veg að okkur sé ætlað

í daglegu lífi okkar og starfi að ganga þannig fram að það sé í samræmi við grundvallarboðskap kristinnar trúar um trú, von og kærleika en um þá þrenningu segir Páll postuli sem kunnugt er í stórfenglegum óð sínum til kærleikans að þeirra sé kærleikurinn mestur.

Og í ljósi þess sem hér hefur verið sagt um aðstæður þeirra sem í útlegð búa skyldum við sérstaklega minnast þess að hér á Íslandi búa fjölmargir útlendingar sem neyðst hafa - af ýmsum ástæðum - til að flýja heimaland sitt. Margt bendir til þess að aðstæður þessa fólks séu oft á tíðum hreint ekki góðar. Gagnvart þessum nýju löndum okkar, hver sem trú þeirra er eða menningararfleifð, berum við alveg sérstakar skyldur. Það ætti bæði saga okkar en þó umfram allt boð-skapur Biblíunnar að kenna okkur þar sem beinlínis er klifað á því að okkur beri að gæta réttar útlendingsins sem meðal okkar býr. Við skulum ekki daufheyrast við slíkum hvatningarorðum.

Göngum því fram í anda kærleikans gagnvart með-bræðrum okkar og -systrum, nýjum Íslendingum ekki síður en rótgrónum. Þannig meðal annars getum við brugðist við hinu guðlega boði um að vera vottar Drottins. Amen.

Gunnlaugur A. Jónsson (gaj@hi.is) er prófessor í Gamlatestamentisfræðum við Guðfræðideild Háskóla Íslands. Yfirskrift prédikunarinnar var „En þér eruð mínir vottar“. Hún var flutt messu í háskólakapellu 3. apríl 2002.