Mansal

Mansal

Þau eru hryggileg dæmin um það sem þrífst í skúmaskotum mannlegs samfélags. Við heyrum frásögur af milljónum kvenna, karla og barna sem eru í ánauð og dvelja þar í skugga vondra verka okkar mannanna. Andleg leti okkar dregur gjarnan úr okkur kjarkinn að horfast í augu við ógnvænlegar staðreyndir og afleiðingar græðgi og ofbeldis.

Veggskuggar

Þau eru hryggileg dæmin um það sem þrífst í skúmaskotum mannlegs samfélags. Við heyrum frásögur af milljónum kvenna, karla og barna sem eru í ánauð og dvelja þar í skugga vondra verka okkar mannanna. Andleg leti okkar dregur gjarnan úr okkur kjarkinn að horfast í augu við ógnvænlegar staðreyndir og afleiðingar græðgi og ofbeldis.

Munum að þau líða ekki aðeins undan ofbeldi og misbeitingu heldur líka andvaraleysi okkar. Saga „Svetlönu“ er ein af þessum sögum. Hún er frá Uzbekistan og var henni boðin atvinna í Dubai. Í stað þess að komast þangað var skilríkjum hennar stolið og í kjölfarið var henni þvælt á milli glæpagengja og endaði hún nauðug í vændi.

Á vegum Alkirkjuráðsins er yfirstandandi áratugur gegn ofbeldi -2001-2010. Í tengslum við þetta áratugsátak þá er nú á föstunni sérstakt 40 daga átak gegn ofbeldi á konum. Eitt af þessum birtingarformum er mansal, nútíma þrælahald. Talið er að konur í þriðja heiminum eiga hvað mest á hættu að verða fórnarlömb mansals.

Fátækt, skortur á tækifærum og hefðir og menning í þróunarlöndum skapa aðstæður varnarleysis fyrir þessar konur og því á mansal greiðan aðgang í samfélagi þeirra. Ástæða er til að undirstrika hversu ógnvænlegt mansal er og nýlega höfum við verið minnt á þetta hér á Íslandi með dómi í mansalsmáli. Það er því fyllilega við hæfi að benda á eftirfarandi staðreyndir um mansal sem birtar eru á vef átaksins.

Staðreyndir um mansal

Eins og áður sagði þá er mansal nútíma þrælahald og áhrifa þessa gætir um allan heim. Það er mjög erfitt að staðfesta tölur sem tengjast mansali og engar nákvæmar tölur eru til yfir fjölda fórnarlamba. Líklega er mansal töluvert útbreiddara en tölur gefa til kynna.

  • Á heimsvísu er áætlað að um 27 milljónir manna séu í dag ofurseldar nútíma þrælahaldi
  • Um 80% fórnarlamba mansals eru konur. 70% fórnarlambanna eru seld í ánuð í tengslum við kynlífsiðnaðinn
  • Sem dæmi má nefnda að stjórnvöld í Uzbekistan áætlað að um 1000 þarlendar konur séu fluttar ólöglega frá heimalandi sínu á hverju ári. Síðasta áratuginn hafa 5 eða 6 konur frá Uzbekistan sem seldar hafa verið mansali verið myrtar á hverju ári í Sameinuðu furstadæmunum. Margar aðrar hafa verið fangelsaðar vegna brota á lögum um vegabréfsáritanir
  • Í sumum hlutum Afríku og á Mekong-svæðinu eru börn stór hluti þeirra sem seldir eru mansali.
  • Mansal hefur áhrif á næstum hvert land í heiminum. Flest fórnarlömbin koma frá Asíu og fyrrum Sovétríkjunum en þaðan er haldið að stærstur hluti þeirra sem seld eru í kynlífsánauð komi. Fórnarlömb eru send til Asíu, Mið-Austurlanda, Vestur Evrópu og Norður Ameríku.
  • Í mörgum löndum eru konur stærstur hluti þeirra sem höndla með fólk. Sem dæmi má nefna að í Lettlandi eru konur 53% þeirra sem sakfelld eru fyrir mansal.
  • Í könnun í 9 löndum þar sem úrtakið var 800 konur sem unnu í kynlífsiðnaðinum þá vildu 89% hætta, 75% höfðu verið heimilislausar um lengri eða skemmri tíma. 68% sýndu einkenni áfallastreikuröskunar.
  • Áætlað er að mansal í Austur Evrópur gefi af sér milli 5 og 22 miljarða Bandaríkjadala í árlegar tekjur
  • Mansal er kyndir undir stórum hluta skipulagðrar glæpastarfsemi í Austur Evrópu.
  • Það er nátengt peningaþvætti, eiturlyfjaútflutningi og skjalafalsi.
  • Vændi, löglegt eða ólöglegt, er stór iðngrein á heimsmælikvarða.
  • Á Filippseyjum er vændi ein af meginuppsrettum þjóðarteknanna. Dæmi um það er að 300.000 kynlífsferðamenn frá Japan heimsækja Filippseyjar á hverju ári
  • Í Hollandi veltir kynlífsiðnaðurinn milljarði dollara árlega í gegnum starf 2000 vændishúsa og 30.000 vændiskonur. 68-80% þeirra kvenna koma frá öðrum löndum en Hollandi.

Byggt á heimildum: US Department of Justice, US State Department, Salvation Army Canada, UNIFEM, Central Asia-Caucasus Institute.

Allt eru þetta tölulegar staðreyndir en á bak við hverja tölu er manneskja sem þjáist. Sú manneskja er einhvers sonur eða dóttir, móðir eða faðir, Minnumst þeirra í bænum okkar , orðum okkar,ræðu okkar. Höldum umræðunni vakandi í ljósi orða Krists í 25. Kafla Matteusarguðspjalls: „Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér.“..já og líka „Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér.“

Höldum vöku okkar.