Von og frosið hjarta

Von og frosið hjarta

Náðarárið er þegar komið til okkar. Þá af hverju finnst okkur erfitt að halda í vonina? Hvers vegna virkar fagnaðarerindið ekki? Kannski er það vegna þess að við hindrum það í því að virka, með því að við höldum fast í okkar eigin forsendu lífsins.
fullname - andlitsmynd Toshiki Toma
28. nóvember 2010
Flokkar

En Jesús sneri aftur til Galíleu fylltur krafti andans og fóru fregnir af honum um allt nágrennið. Hann kenndi í samkundum þeirra og lofuðu hann allir. Jesús kom til Nasaret, þar sem hann var alinn upp, og fór að vanda sínum á hvíldardegi í samkunduna og stóð upp til að lesa. Var honum fengin bók Jesaja spámanns. Hann lauk upp bókinni og fann staðinn þar sem ritað er: Andi Drottins er yfir mér af því að hann hefur smurt mig. Hann hefur sent mig til að flytja fátækum gleðilegan boðskap, boða bandingjum lausn og blindum sýn, láta þjáða lausa og kunngjöra náðarár Drottins. Síðan lukti Jesús aftur bókinni, fékk hana þjóninum og settist niður en augu allra í samkundunni hvíldu á honum. Hann tók þá að tala til þeirra: „Í dag hefur ræst þessi ritning í áheyrn yðar.“ Lk. 4:16-21

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. –Amen.

1. Aðventan er komin og nýtt ár kirkjunnar er að hefjast. Hvað ætlið þið að gera á aðventunni? Hvað er vænting ykkar til þessa tímabils. Það hlýtur að vera ýmislegt sem fólk vill gera eða verður að gera fyrir jólin. Á aðventunni eru flestir uppteknir. Mig langar að byrja aðventu með því að kynna samlanda minn fyrir ykkur. Hann heitir Tomihiro Hoshino og er málari og ljóðaskáld. Þegar ég fæ tækifæri til þess að prédika, nota ég oft ljóð hans í prédikuninni en í dag vil ég kynna hann ítarlegar en ég hef áður gert. Leyfið mér að lesa upp eitt ljóð eftir Tomihiro, sem heitir “Túnfífilsfræ”.

Hvenær sá ég ykkur fljúga um himininn? Hvernig þið fluguð gladdi mig hvert ykkar aðeins með þetta eina í vindinum hið eina sem maður þarfnast

Ef það gæti létt byrði mína dreymir mig um að slást í för með ykkur (“Túnfífilsfræ”)

Tomihiro fæddist árið 1946 í Gunma héraði í Japan, sem er nágrenni Tókío. Hann er því nú sextíu og fjögurra ára gamall. Hann varð íþróttakennari þegar hann var tuttugu og sex ára og hóf að kenna í 8.-10. bekk í grunnskóla. En aðeins tveimur mánuðum eftir að hann byrjaði að vinna lenti hann í vinnuslysi við íþróttakennsluna. Mænan skaddaðist mikið og líkami hans lamaðist allur fyrir utan andlit og höfuð. Skyndilega breyttist tilvera hans alveg, frá því að vera fullfrískur ungur íþróttakennari og til að geta ekki hreyft sig sjálfur. Tomihiro var fluttur á spítala og fyrstu mánuðina lá hann á bakinu, alltaf í sömu líkamsstellingunni.

Ég get ekki ímyndað mér hvernig maður bregst við slíkri breytingu á lífi sínu. Tomihiro féll skiljanlega fyrst í algera örvæntingu, reiði og sjálfsvorkunn. Hann langaði að taka sig af lífi, en gat á engan hátt framkvæmt það. Hann öfundaði oft fólk sem var ófatlað og óskaði þess í huga sínum að fólk yrði fatlað eins og hann sjálfur.

2. En hann átti samt enn von í hjarta sínu. Þá var móðir hans afar þolinmóð og hvetjandi. Hjúkrunarfólkið var líka mjög hjálplegt. Tomihiro kynntist einnig presti í sjúkrahúsinu og þannig kynntist hann kristni. Sú aðstoð og hvatning sem Tomihiro fékk frá þessu fólki var ómetanleg og í kjölfarið byrjaði sál hans að lifa aftur eins og fræ í frosinni mold. Eftir tvö ár var bati hans orðið það mikill að hann gat setið í hjólastól og komist út úr sjúkrastofu sinni og út í spítalagarðinn, skoðað hann og andað að sér fersku lofti. En lömunin hafði ekkert breyst og hann gat ekki notað líkamann sinn eða skynjað með honum það sem hann hafði áður gert.

Samt steig Tomihiro mikilvægt skref. Hann vildi byrja að skrifa aftur svo hann hóf að æfa sig og kanna hvort hann gæti skrifað með því að halda penna í munni sínum. Það gat hann og lærði þannig að skrifa fljótlega: ,,Þegar ég varð fyrir þessu kraftaverki, veitti það mér nýja von og ósk – sem var að teikna mynd “.

Þannig byrjaði Tomihiro að æfa sig einnig í að teikna mynd eða mála málverk með penna í munninum. Langflest málverk hans eru myndir af blómum og hann setur mjög stutt ljóð saman á myndinni. Þetta er hans stíll. En það er ákveðin ástæða til staðar hvers vegna flestar myndir hans eru af blómum. Þegar vinir Tomihiro heimsóttu hann á spítalann, þá komu þeir alltaf með blóm. Því herbergi hans var alltaf fullt af blómum. Hins vegar hreyfist Tomihiro ekki, því hann hafði oftast ekkert annað en að horfa á blómin.

Hann skrifaði: ,,Þegar ég byrja að teikna mynd af blómi, langar mig að halda sál minni eins hreinni og hvítt blað. Ef ég skoða blóm vel, sé ég að sérhvert blóm hefur eiginleika sinn jafnvel þótt það sé meðal blóma í sömu tegund, rétt eins og fólk birtist mér með mismunandi andlit“. ,,Ég hélt að nýr heimur sem væri yfir ímyndun minni væri að birtast mér . .... Að teikna og mála mynd er ekki aðeins málverk fyrir mig, það er vonarljós sem lýsir hjarta mitt. .... Að vera fatlaður eins og ég er núna, hefur reynst að vera ekki alveg bara mínus“.

Tomihiro tapaði líkamlegu frelsi, en í staðinn fyrir fékk hann djúpa innsýn, viðkvæmt skynbragð og tíma til að nota þau. Hann var á spítalanum níu ár. Á meðan æfði Tomihiro sig í að mála málverk og að yrkja, og varð einnig kristinn maður. Árið 1981 kvæntist hann konu og árið á eftir hélt hann fyrstu sýningu á verkum sínum.

Núna er Tomihiro með eigið listasafn í heimaborg sinni og fleiri en sex milljónir gestir heimsóttu safnið hingað til. Tomihiro er búinn að gefa út sjö bækur með ljóðum og málverkum. Sýningirar eru haldnar ekki bara í Japan, heldur einnig í Bandaríkjunum eða í Brasilíu. Nú segir enginn að Tomihiro getur ekki gert neitt annað en að horfa á blóm. Allir segja að Tomihiro „tjái trú og líf gegnum blóm og elsku til fólks “.

Veturinn líður og sumarið kemur Dagurinn líður og nóttin kemur Góður dagur líður og rigningardagur kemur og þá springur út blóm

Sorgin líður hjá og þjáningin hefst Þá verð ég að mér sjálfum (“Merking sorgar” )

3. Við skulum færa okkur í guðspjall dagsins. Jesús kom í samkunduna og las upp úr Jesaja spámanns. ,,Andi Drottins er yfir mér, af því að hann hefur smurt mig. Hann hefur sent mig til að flytja fátækum gleðilegan boðskap, boða bandingjum lausn og blindum sýn, láta þjáða lausa og kunngjöra náðarár Drottins“. Þessi texti er byrjun sextugasta og fyrsta kafla Jesaja og tilheyrir þriðja hluta bókarinnar. Guðs orð í þriðja hluta Jesaja voru gefin til fólks í Jerúsalem um 6. öld fyrir Kristi.

Á þeim tíma var Jerúsalem í sérstökum aðstæðum. Fleiri en 10.000 menn voru neyddir til að flytjast í Babýlon á árinu 597 fyrir Kristi. Þeir bjuggu þar um fimmtíu ár. Mörg börn fæddust einnig í Babýlon á meðan. Þegar konungur Kýros tók við völdum, leyfði hann Gyðingum að fara heim. Margir Gyðingar byrjuðu að koma heim. En í Jerúsalem fluttu margir útlendingar á meðan þeir Gyðingar voru viðstaddir í Babýlon og einnig hafði musterið verið eyðilagt lengi. Konungur Kýros skipaði þá Gyðingunum að endurbyggja musterið með fjárhagsaðstoð ríkis hans og Kýros lofaði jafnvel að skila heilögum hlutum sem fyrri konungur Nebuchadnezzar hafði svipt Jerúsalem.

Þannig hófst áætlun um að endurbyggja Ísraelríki en hún gekk ekki vel. Af hverju? Af því að fólk hafði enga framtíðarvon. Jerúsalem var ekki lengur sama Jerúsalem og sú sem fólk hélt í minningu sinni. Þeir sem komu til baka frá Babýlon voru ekki með peninga og skuldirnar héldu áfram að aukast. Auk þess hafði orðið uppskerubrestur vegna ofþurrka sem ullu tjóni í jarðyrkju. Fólk var alveg upptekið af sér og sínu og af því að bjarga sér og að lifa hvern dag af. Tilboðið um endurbygginguna náði ekki til þjóðarinnar, þar sem fólkið skorti vonina.

Það er ekki alltaf auðvelt að eiga von í lífi okkar, ekki síst þegar við mætum sí og æ erfiðleikum. Þegar erfiðleikarnir eru svo miklir og virðist að staðan breytist ekki fljótlega þá er auðvelt að tapa voninni. Mér virðist aðstæður í Jerúsalem séu nokkuð svipaðar og aðstæður okkar á Íslandi núna. Fjárhagslegir erfiðleikar hjá ríki og sveitarfélögum, auknar skuldir einstaklinga, fjöldi er atvinnulaus, almenning skortir traust á stjórnarmönnum, tjón sem eldfjöll færðu og svo framvegis. Ekkert af þessum vandamálum er auðvelt að leysa, nema að nú eru eldfjöllin róleg. Það er erfitt að halda í vonina í aðstæðum þessum. Hverjir geta gefið okkur von? Hvaðan kemur von til okkar?

4. Guð sendi spámann Jesaja til Ísraelsmanna, þegar þeir voru orðnir vonlausir. Hlutverk hans var að bera umhyggju fyrir Ísreaelsmönnum og hvetja þá áfram og vekja með þeim von um náðarár Guðs. Síðan sendi Guð einkason sinn til okkar allra svo að við getum notið umhyggju Guðs og hvatningu hvenær sem er þegar við erum vonlaus, svo að við höldum í vonina um náðarár Guðs. En hvað þýðir þetta í raunveruleika okkar? Getum við vonast til að efnahagsstaða Íslands verði í góðu lagi fljótlega? Getum við vonast til að allir fái sæmilega vinnu eftir áramót? Slíkt gengur ekki. Guð gefur okkur ekki von sem varðar efnahagsstöðu eða atvinnuleysi. Þau eru mannanna mál. Guð gefur okkur von sem varðar ,,náðarár Guðs“. Náðarár ætti að koma fimmtíu ára fresti og á því ári ættu allir þrælar að fá frelsi og skuldir að hverfast. Nefnilega ættu allir að frelsast á náðarári. Vonin sem Guð gefur okkur er þessi von á náðarárinu. Og Jesús segir: ,,Í dag hefur rætst þessi ritning í áheyrn yðar“.

Náðarárið er þegar komið til okkar. Fagnaðarerindið er þegar komið til okkar. En þá af hverju finnst okkur erfitt að halda í vonina? M.ö.o. hvers vegna virkar fagnaðarerindið ekki? Kannski er það vegna þess að við hindrum það í því að virka, með því að við höldum fast í okkar eigin forsendu lífsins. Forsenda lífs okkar getur breyst, bæði í jákvæða átt og neikvæða.

Í upphafi talaði ég um líf Tomihiro Hoshino. Mér finnst það kraftaverk að hann getur málað málverk sem eru svo fallegt og ort svo djúpt. Hann upplifði forsendubrest. En ég tel að stærsta kraftaverk í lífi hans væri það að þegar hann hætti að horfa í forsendur lífs síns fyrir slysið og fór að byggja líf sitt á þeim forsendum sem hin nýja staða hafði gefið honum og byggði líf sitt á því sem al-lamaður maður. Þá fékk hann nýja von inn í líf sitt.

Efnahagshrunið á Íslandi árið 2008 breytti forsendum í lífi fjölmargra. Í raun hafði það bein eða óbein áhrif á alla Íslendinga og því forsendur lífs okkar allra breyttust. Við getum ekki hugsað um líf okkar á sömu forsendum og fyrir haustið 2008. Við þurfum að hefja nýtt líf í samræmi við þær forsendur sem nú gilda. Það er líklega ekki auðvelt fyrir neinn. Samt getum við gert það, af því að við trúum á Jesú og fagnaðarerindið hans.

Hættum að halda gömlu forsenduna, hún er farin veg allrar veraldrar. Tökum á móti nýjum forsendum lífs okkar þó þær séu erfiðari. Að taka á móti nýrri forsendu virðist vera það sama og að við gefumst upp. En það er ekki satt. Að gefast upp gefur okkur enga von, en nýja forsendan gefur okkur nýja von. Við verðum að finna vonina í hjarta okkar. Náðarár Guðs er til í hjarta okkar, en það er nú eins og fræ í frosinni mold. Við þurfum að láta fræið vaxa.

Hvað ætlið þið að gera á aðventu? Hvað er vænting ykkar til jólanna ? Aðventa er nákvæmilega tíminn til þess að íhuga líf okkar og von.

Ég heyri að þú vilt fljúga en þér er haldið fast í hvert skipti af traustri hendi Hver á þessa hönd? Er hún kannski þín eigin? (“Traustur hönd”)

Friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, varðveiti hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú. -Amen.

• Hægt er að skoða verk eftir Tomihiro Hoshino : http://www.hoshinotomihirousa.org/books/index.html