Hið æðsta boðorð

Hið æðsta boðorð

Guð veit hvaða freistingar við búum við.. og hann getur gefið okkur styrk, við þurfum bara að biðja um hann.. Bænin er sterkasta vopnið sem við eigum.. þegar við biðjum.. þá biðjum við, vegna þess að við trúum á Guð, trúum að hann heyri bænina, trúum að hann gefi okkur styrk og trúum því að hann leiði okkur réttu leiðina..

Fjölskyldumessa með sunnudagaskóla, Guðspjall Matt 22:29,33-40

Jesús svaraði þeim: „Þið villist því að þið þekkið ekki ritningarnar né mátt Guðs. En mannfjöldinn hlýddi á og undraðist mjög kenningu hans.

Hið æðsta boðorð

Þegar farísear heyrðu að Jesús hafði gert saddúkea orðlausa komu þeir saman. Og einn þeirra, sem var lögvitringur, vildi reyna hann og spurði: „Meistari, hvert er hið æðsta boðorð í lögmálinu?“Jesús svaraði honum: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. Annað er hliðstætt þessu: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Á þessum tveimur boðorðum hvílir allt lögmálið og spámennirnir.“

Náð sé með yður og friður frá Guði vorum og Drottni Jesú Kristi.  

Þið villist því þið þekkið ekki ritningarnar né mátt Guðs.. sagði Jesús.. Það er satt.. Við sáum í myndinni um Fríðu frænku að Filippus skildi ekki hvað hann var að lesa.. en það má segja að Biblían sé eins og GPS tæki nútímans.. Hún leiðir okkur réttu leiðina.. Það er ekki allt auðskilið í Biblíunni, þess vegna þurfum við oft að fá aðra til að útskýra efnið fyrir okkur.. Guðspjöllin í NT með biblíusögunum eru auðskiljanleg og best að byrja að lesa þau..
Biblían okkar, eins og hún er uppsett í dag, er mjög handhæg til leitar.. Henni er skipt niður í kafla og köflum skipt í vers.. þ.e. minni einingar.. en hún var ekki skrifuð þannig í upphafi. Kaflaskiptingin kom snemma á 13.öld og versin voru númeruð um miðja 16.öld sem sagt eftir siðbótina.. og þessi skipting hefur haldist fram á okkar dag.. Síðan hefur tæknin með sínum leitarforritum og öpp-um, gert þetta enn auðveldara.. og má því segja að nú sé Biblían aðgengilegri en nokkru sinni fyrr.. Það er samt þannig að þegar við leitum að einhverju.. og til þess að okkur gagnist leitin, verðum við að vita að hverju við ætlum að leita.. við þurfum að hafa grunnþekkingu á málefninu.. Við þekkjum það þegar við googlum að við þurfum að nota réttu leitarorðin..
Eitt þekktasta efni Biblíunnar er úr GT, það er sagan um Móse og boðorðin.. og frásögnin staðfestir að þau séu tíu.. Í Biblíunni stendur: Drottinn birti ykkur sáttmála sinn sem hann bauð ykkur að fylgja, boðorðin tíu. Hann skráði þau á tvær steintöflur..
Boðorðunum má skipta í tvo hluta, fyrri 5 fjalla um að elska og virða Guð en seinni 5 eru samfélagsreglur eða ábending um að elska og virða náungann.. og sú skipting er einmitt í anda Jesú.. og er það sem við köllum tvöfalda kærleiksboðorðið.. að elska Guð og elska náungann..
Ég heyrði einu sinni trúboða segja frá heiðnu samfélagi í Kenía í Afríku.. Þegar hann kom til starfa þekkti enginn Guð eða Jesú.. Þau trúðu á stokka og steina og galdramaðurinn hafði mikil áhrif á allar trúar-athafnir..
Samfélagið hélt öll boðorðin þó enginn hefði heyrt um þau fyrr..
Fólkið elskaði sinn heiðna guð, heiðraði foreldra sína, og hélt samfélagsreglurnar, þú skalt ekki morð fremja, drýgja hór, stela, bera ljúgvitni eða girnast eigur annarra.. Allt þetta var haft í heiðri innan samfélagsins.. EN.. færu menn um miðja nótt í næsta þorp og drápu, nauðguðu, stálu og brenndu húsin þeirra.. þá voru þeir hetjur.
Það var aðeins í þeirra þorpi, sem allir voru bræður og systur.. Það sem kristin trú kenndi þeim síðan.. var, að allur heimurinn er í raun.. eitt þorp.. og að við erum öll systkini.. þurfum að hjálpast að, virða eigur annarra, styðja hvort annað í áföllum, hafa samúð og geta glaðst með náunganum þó við þekkjum hann ekki neitt..

Þessi saga kennir okkur að síðari hluti boðorða Guðs eru nauðsynleg í öllum samfélögum til að menn geti lifað í sátt og samlyndi.. því eins og ég sagði ykkur í síðustu messu þá setjum við sjálf, líka alls kyns reglur til að auka öryggi og hafa FRIÐ..

Já, Jesús var spurður: „Hvert er æðst allra boðorða?“ Jesús svaraði: „Æðst er þetta: þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum. Annað er þetta: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Ekkert boðorð annað er þessum meira.“ Við köllum þessi boðorð, tvöfalda kærleiksboðorðið..
Jesús segir að við eigum að elska Guð MEIRA en okkur sjálf og náungann EINS og okkur sjálf.. Viðmiðið erum við sjálf.. og þess vegna gott að spurja okkur.. Getum við sett Guð í 1.sæti?.. og getum við alltaf sett okkur í spor annarra?.. Það að elska náungann er oft erfitt.. að ég tala nú ekki um.. þegar það bætist við að við eigum líka að elska óvini okkar.. þ.e. við eigum ekki að bera hatur til neins.. Guð er kærleikur.. hann elskar okkur öll ! …. Hvernig fer hann að því að elska okkur öll.. þegar við eigum svona erfitt með að fara eftir þessum reglum..
Jú hann sagði í GT að hann hvorki horfir á okkur eða dæmir okkur eftir útliti.. hann horfir heldur ekki á mistökin sem við gerum.. hann horfir á hjartað, á trú okkar og það sem við viljum raunverulega gera.. en gerum samt ekki eins og Páll postuli skrifaði..
Páll vissi hvað það er erfitt að ætla alltaf að gera rétt og það sem er gott bæði fyrir okkur sjálf og aðra.. Hann skrifaði:
Hið góða, sem ég vil, geri ég ekki.. en hið vonda, sem ég vil ekki, það geri ég.. Páll er ekki bara að tala um afbrot.. hann er að tala um það þegar við ætlum að taka okkur á.. t.d. að hætta að blóta, reykja, drekka, borða nammi eða fara fyrr að sofa.. Páll er að tala um atriði sem ættu að vera okkur til góðs.. en svo erum við ekki nógu staðföst.. og við brjótum regluna sem við vorum að búa til.. og finnst við vera vonlaus..
Guð veit hvaða freistingar við búum við.. og hann getur gefið okkur styrk, við þurfum bara að biðja um hann.. Bænin er sterkasta vopnið sem við eigum.. þegar við biðjum.. þá biðjum við, vegna þess að við trúum á Guð, trúum að hann heyri bænina, trúum að hann gefi okkur styrk og trúum því að hann leiði okkur réttu leiðina..
Því skiptir öllu máli að hafa trúna í hjartanu.. trúin er fjársjóður.. Jesús er fjársjóðurinn..
Guð vill fyrst og fremst að menn trúi á hann og þjóni honum af öllu hjarta.. og þjónustan felst í því að elska Guð og elska náungann.. já, aftur.. þjónustan er tvöfalda kærleiksboðorðið..

Guð sendi son sinn Jesús, með friðarboðskap.. og heimurinn væri svo sannarlega betri ef öllum tækist að lifa í friði.. Munum þetta.. Guð vill ekki að neinn glatist.. og núna lifum við í loforði Guðs.. þ.e. Guð hefur lofað því að fyrir trúna á Jesú erum við börnin hans..
Dýrð sé Guði, föður, syni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi er og verður um aldir alda. Amen..