Getraun um Vantrú

Getraun um Vantrú

En að sama skapi hafa vantrúarfélagar ítrekað verið gagnrýndir fyrir að spara ekki stóru orðin um þá sem þeir telja að verðskuldi þau og hafa ýmsir sakað þá þar um einelti. Hér er dæmi um hvernig vantrúarfélagar hafa rætt á undanförnum árum um einn af starfsmönnum þjóðkirkjunnar

Orðfærið sem einkennir trúarmálaumræðu landsmanna getur stýrt því hvert hún ratar. Greining á inntaki orðræðunnar skiptir því máli. Vantrúarfélagar kvarta mjög undan því að fólk úr þjóðkirkjunni og öðrum trúfélögum skuli við ýmis tækifæri á liðnum árum hafa talað neikvætt um trúleysi og svara þeir því jafnan fullum hálsi. Viðbrögð vantrúarfélaga helgast af því að trúleysishugtakið er grundvallaratriði í veruleikasýn þeirra og samofið sjálfsmynd þeirra og því upplifa þeir hvers kyns neikvæða gagnrýni á „trúleysi“ í einni eða annarri mynd sem persónulega árás á sig. En að sama skapi hafa vantrúarfélagar ítrekað verið gagnrýndir fyrir að spara ekki stóru orðin um þá sem þeir telja að verðskuldi þau og hafa ýmsir sakað þá þar um einelti. Hér er dæmi um hvernig vantrúarfélagar hafa rætt á undanförnum árum um einn af starfsmönnum þjóðkirkjunnar:

[...] bjáni, drulluhali, fáviti, fífl, fordómafullur, fullur af skít, grey, hatrammur, hræsnari, ómerkilegur einstaklingur, óvirðulegt ómenni, skíthaus, sölumaður ljótleikans, ærulaus hommahatari, örviti, afglapi, dusilmenni, forvígismaður fáfræðinnar, hugleysingi, hvorki umburðarlyndur né kærleiksríkur, jólasveinn, kerfisþræll, kjólklædd hindurvitnabulla sem ekur sér í velferð á kostnað allra, óþokki, siðblindur siðapostuli, sikkópati og æðstistrumpur. Spurt er hvort [þessi maður] pedófíli barnaefni og hvort hann sé gersamlega siðlaus, hann er blindur, fulltrúi fáfræðinnar gegn skynsemi, fégráðugur og valdasjúkur einstaklingur, eins og nátttröll sem dagað hefur uppi og er ekki hugsjónamaður með samvisku. Hann er mammonsdýrkandi númer eitt, situr áfram vegna persónulegrar metorðagirndar og ástar á launaseðlum, ropar út úr sér dómsdagsþvælu, lýgur til að reyna að róa fólk, sýnir óheyrilega frekju og fávitaskap – er okkar minnsti bróðir. Síðast en ekki síst er [þessi maður] „[...] einstaklega laginn við að pirra […] trúleysingja“ og „óskaplega duglegur við að ljúga upp á trúleysingja“.

Hver er maðurinn? Um það má lesa í greininni „„Britney fokkíng Spears“: Kærur Vantrúar og innihaldsgreining í hugvísindum“ eftir Guðna Elísson prófessor við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, en hún birtist í nýjasta hefti Ritraðar Guðfræðistofnunar HÍ. Greinina má nálgast hér: https://www.academia.edu/10192947/_Britney_fokkíng_Spears_-_Kærur_Vantrúar_og_innihaldsgreining_í_hugvísindum_Ritröð_Guðfræðistofnunar_2_2014_bls._17_31._

Bjarni Randver Sigurvinsson