Ný dögun – 25 ára sorgarvinna

Ný dögun – 25 ára sorgarvinna

Sú var tíðin hér á landi að fólki var kennt að bera harm sinn í hljóði. Svipleg, ótímabær dauðsföll voru ekki rædd, dauðinn var feimnismál. Stundum var eins og það fólk hefði aldrei verið til sem lést vð erfiðar aðstæður. Nafn hins látna mátti jafnvel ekki nefna upphátt við nokkurn mann.
fullname - andlitsmynd Halldór Reynisson
05. desember 2012

Sú var tíðin hér á landi að fólki var kennt að bera harm sinn í hljóði. Svipleg, ótímabær dauðsföll voru ekki rædd, dauðinn var feimnismál. Stundum var eins og það fólk hefði aldrei verið til sem lést vð erfiðar aðstæður. Nafn hins látna mátti jafnvel ekki nefna upphátt við nokkurn mann.

Fyrir u.þ.b. aldarfjórðungi fór þetta að breytast hér á landi. Það gerðist ekki af sjálfu sér frekar en aðrar breytingar á hugarfari heillar þjóðar. Kannski varð það tvennt fremur en annað sem breytti hugarfarinu. Annars vegar komu fram ný viðhorf meðal fagfólks. Það sem menntast hafði erlendis, ekki síst í Vesturheimi sem kom til baka með ný viðhorf til þess hvernig vinna skyldi úr aföllum og sorg. Heilbrigðisstéttir, sjúkraphúsprestar, sálfræðingar svo að nokkrir faghópar fengu nýja innsýn í það hvernig styðja skyldi fólk eftir erfiðustu áföll lífsins, t.d. barnsmissir, sjálfsvíg, eða að missa maka í blómalífsins. Hins vegar, og ekki síður var það hreyfing syrgjenda sjálfra sem breytti hugarfarinu. Einstaklingar sem höfðu orðið fyrir sárum missi fóru að hittast í hópum og styðja hver annan í gegnum áföllin. Sáu það síðan sem spor á sínum bataferli að styðja aðra í sömu sporum.

Þessi þróun holdgerðist svo í samtökum fagfólks og syrgjenda til að vinna með sorg og áföll. Þau samtök fengu síðar nefnið Ný dögun en að auki voru stofnuð félög víða um land í kjölfarið með sama markmið að leiðarljósi. Núna 8. desember verður þess einmitt minnst með veglegri dagskrá að Ný dögun er 25 ára. Þau samtök standa að fræðslu um hinar ýmslu hliðar sorgar og sorgarúrvinnslu og bjóða ennfremur upp á stuðningshópa fyrir syrgjendur sjálfa.

Og verkefnið tekur aldrei enda því “mennirnir elska, missa, gráta og sakna “ eins og Jóhann Sigurjónsson skáld orðaði harminn. Og sorgin er hvunndagsleg - öll verðum við fyrir áföllum, misþungum þó. Því verður þörfin fyrir stuðning og samlíðan með öðrum ávallt fyrir hendi, þörfin að styðja fólk eftir erfið áföll og sorg. Það gerir samtök eins og Nýja dögun og önnur hliðstæð nauðsynleg.