Læra að hlusta

Læra að hlusta

Staðreyndin er sú að stöðugt eins og norðan bylur með ofankomu og fannfergi dynja margvísleg orð og orðasambönd á okkur. Stór orð og lítil orð, reið og ljúf og allt þar á milli. Orð í fljótu bragði virðast vera merkingarlaus og orð sem hlaðin erum merkingu og leiðsöng. Orð sem kunna að hafa merkingu fyrir þeim sem flytur þau, en ekki endilega fyrir þeim sem verður fyrir þeim.

Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem heyrir orð mitt og trúir þeim, sem sendi mig, hefur eilíft líf og kemur ekki til dóms, heldur er hann stiginn yfir frá dauðanum til lífsins. Sannlega, sannlega segi ég yður: Sú stund kemur og er þegar komin, að hinir dauðu munu heyra raust Guðs sonarins, og þeir, sem heyra, munu lifa. Eins og faðirinn hefur líf í sjálfum sér, þannig hefur hann og veitt syninum að hafa líf í sjálfum sér. Og hann hefur veitt honum vald til að halda dóm, því að hann er Mannssonur. Jh.5.24–27

Raust Guðs

Staðreyndin er sú að stöðugt eins og norðan bylur með ofankomu og fannfergi dynja margvísleg orð og orðasambönd á okkur. Stór orð og lítil orð, reið og ljúf og allt þar á milli. Orð í fljótu bragði virðast vera merkingarlaus og orð sem hlaðin erum merkingu og leiðsöng. Orð sem kunna að hafa merkingu fyrir þeim sem flytur þau, en ekki endilega fyrir þeim sem verður fyrir þeim. Flaumurinn er svo mikill og sterkur að við náum ekki að halda utan um þau og þau renna hjá eins og hjaldandi lækur eða beljandi fljót. Í daglegu tali kallast þetta síbylja. Orðin hafa glatað allri merkingu sinni - dynja á okkur hvert sem við förum og ekkert skjól að hafa. Áður en við vitum af klofum við yfir skafla orða sem engin vill vita af og hvað þá að sópa eða moka í burtu þannig að við komust leiðar okkar óáreitt. Við flest erum samdauna þessu fyrirbæri-tökum ekki eftir því lengur – ekki fyrr en allt í einu að við finnum okkur í þeim aðstæðum eins og ofan úr heiðskíru lofti hellist yfir okkur ró og kyrrð, allveg óvænt. Þar sem ekkert útvarp, sjónvarp eða Ipoddari er nálægur-allgjör kyrrð eins og hún getur verið í borginni. Svo sjaldan sem það gerist sækir að tilfinnig ótta um að vera að missa af einhverju. Því þögnin og kyrrðin hafa ekkert fram að færa. Ég veit ekki hvort þú áheyrandi góður hafir velt þessu fyrir þér að einhverju ráði. Kannski ertu þegar farin að telja perurnar í kirkjunni og orðaflaumur minn aðeins viðbót við það sem þegar hefur verið sagt og hefur enga merkingu. Hefur þú heyrt raust Guðs núna nýlega? Væntanlega svarar þú því neitandi. Og segir hvernig heyrir maður raust Guðs og hvernig er hægt að skynja hana í gegnum orðaflaum og síbylju nútímans. Eða eins og eitt fermingarbarnið sagði í haust – hvers vegna talaði Guð við fólkið í gamla daga en ekkert heyrirst í honum í dag?

Meðvitundarleysi

Því er til að svara að Guð er alltaf að tala við okkur. Spurningin er hvort við heyrum raust hans? Hvernig heyrum við raust hans? Þarf sérstaka þjálfun til þess? Þarf að fara í fimm ára háskólanám til þess að læra að nema raust hans? Auðvitað ekki. En hvað er það og hverning hljómar rödd Guðs. Það er auðvelt að ýminda sér að maður er á gangi með I-poddarann í eyrunum og allt í einu er hann rifin út og rödd af himnum fer að ávarpa mann og segja hvaða og hvernig maður eigi að lifa lífinu. Auðvitað gerist það ekki þannig! Hvernig gerist það þá?! Er hægt að fá svar við því á mannamáli. Á mannmáli er hægt að byrja á því að spyrja sig. - Hvað situr eftir í lok dags í huganum? Kannski fátt og ekkert sem skiptir máli? Kannski ertu ekkert að velta því fyrir þér hefur um nóg annað að hugsa. Við vitum samt að í þessum endalausa orðaflaumi sem steypist yfir okkur er að finna orð sem merkja eitthvað og sem gæti skipt okkur einhverju máli. Framboðið er mikið það vitum við og kannski þessvegna fallast okkur hendur við að reyna að halda þeim til haga. Það eru líka ekki bara orðin sem kynnu að bera með sér einhverja merkingu heldur og þögnin. Það er staðreynd að það er varla orðin lófastór blettur á jörðinni sem við getum leitað kyrrðar, verið með sjálfum okkur og skapara alls í þögn.

Það sem skiptir einhverjum einum máli þarf ekki að gera það fyrir öðrum. Við erum sett í þá stöðu - stöðugt að taka frá og skilja að það sem máli skiptir og það sem engu máli skiptir. Það gerum við ómeðvitað. Eða í þeim efnum er frekar hægt að tala um meðvitundarleysi. Þá er ég ekki að tala um meðvitundarleysi í þeirri merkingu sem við vanalega setum sama - sem - merki við. Gott dæmi um þetta meðvitundarleysi – kannski er ekki viðeigandi að tala um gott dæmi í þessu samhengi þegar talað er um þær hörmungar sem sambýlingar okkar í Pakistan – Kasmír héraði og Indlandsmegin Kasmír standa frammi fyrir eftir jarðskjálftana nú fyrr í haust og nú nístingskaldan vetur og eina sem skýlir eru þunn tjöld og ekki einusinni nógu mörg fyrir alla. Í gegnum síbyljuna hefur heyrst ákall hjálparstofnana um að það þurfi að gera betur til þess að koma þessu fólki til bjargar ef á ekki að bæta á þær hörmungar sem þegar hafa sótt fólkið heim. Heimurinn er meðvitundarlaus og leggur ekki við hlustir. Þá er farið að leita skýringar á því hversvegna að hjálp hefur borist eins illa og raunin er.

“Hjálparþreyta sambýlingsins”

Það er farið að tala um hjálparþreytu í huga fólks. Við könnumst við doðann fyrir ofbeldi hverskonar sem við sjáum í kvikmyndum og eða fréttamyndum. Stutta stund varir augnablikið á skjánum og þessu næst er farið að tala um peningagróða þessa eða hins bankans og eða fiskigengd við landið.

Það er í raun óhugnalegt að hugsa til þess að manneskja/manneskjur í sárri neyð skuli ekki ná eyrum okkar sem neinu nemur þannig að hjálp berist í tæka tíð. Það er rökrétt í framhaldi af þessu að spyrja sig hverju sætir það að þolinmæði gagnvart neyð náungans fer þverrandi? Um leið er hægt að spyrja sjálfan sig og aðra er það svo að þolinmæði gagnvart neyð náungans sé á síðustu dropunum, að neyðaróp náungans nái ekki eyrum okkar vegna þess að við erum upptekinn við að hlusta á eitthvað annað. Náunganum sem má sín minna en aðrir? Við erum kölluð til annars en það að láta sem ekkert hafi í skorist hjá sambýlingum okkar hvort sem þeir búa í sömu “blokk” og við og eða í næstu “sveit.” Ég tel mig vita að við vitum það að við erum kölluð til hjálpar hverjum þeim sem er hjálpar þurfi. Ég tel mig líka vita að það sé fullur vilji til þess hjá hverju og einu okkar. Eitt er vilji og annað er geta. Getan er oftar en ekki fyrir hendi í þeim þjóðfélögum sem í daglegu tali kallast vestræn. Það er spurning um forgangsröðun-þannig er það alltaf hvort heldur hjá einstaklingum eða stjórnvöldum. Viljinn lætur bíða eftir sér. Það er ekkert auðveldara en að leggja vinnu í það að finna sökudólginn og draga hann út á torg vitunar okkar. Ef við gerðum það og væntum þessa að finna sökudólginn og drögum hann fram í ljósið-hverju værum við bættari með það? Hverju skilar það til þeirra sem eru hjálparþurfi, þeirra sem eru í neyð? Engu, akkúrat engu. Því neyðin er núna og hún spyr ekkert um hentugan tíma. Hörmungar gera sjaldnast boð á undan sér hvort heldur það eru náttúruhamfarir eða mannlegur harmleikur sjúkdóms eða ótímabærs dauða. Það sem gildir er viljinn að bregðast við, að hlusta og framkvæma í framhaldi af því.

Ævintýri

Hvaða hugmyndir sem við höfum um orsakir hins eða þessa er alltaf hægt að rekja rótarendann til okkar sjálfra. Við erum orsök og afleiðing samfélags sem er orðin þreytt á sjálfu sér. Samfélags sem hlustar ekki á sýna innri rödd. Það má sjá i svo mörgu í okkar daglega lífi sem snýr fram á við og þess sem er á röngunni og við sjáum sjaldnast. Samfélag sem vill ekki sjá það slæma og ljóta. Samfélag sem vill ekki horfast í augu við neyð náungans hvort heldur hér heima eða í fjarlægum heimi. Hvað er betra en að slæva þann veruleika mannlífsins með síbylju hverskonar bara til þess að þurfa ekki að hugsa og ekki að hlusta. Bara til þess að þurfa ekki hafa frumkvæði að einhverju sem við vitum ekki hvert leiðir okkur. Á sama tíma er samfélagið uppfullt af þessari þrá að leita þessa sem við vitum ekki hvert leiðir okkur. Við lifum í samfélagi sem er harðákveðið í því að allt sem hægt er að gera til efla mannsandann tilheyrir fortíðinni. Allir sigrar mannsins á náttúru og leitun nýrra landa er að baki. Löndin sem engin vissi um er byggð. En það eru til fleirri lönd sem á eftir að nema það er lönd hugans. Lönd ævintýra sem engin hefur áður komið til og rannsakað. Það er ævintýri nútíma mannsins. Heimilisfang ævintýrisins er ekki að finna í símaskránni. Ævintýrið á sér heimilsfang í huga okkar. Martröðin á sér sama heimilisfang. Vandamálið er að ýta á rétta bjöllu og sjá hver kemur til dyra.

Það fengum við að sjá um daginn í heimildarmyndinni “Skuggabörn” þar skynjaði maður þessa þrá að fara eitthvað annað – það að fara eitthvað annað var í byrjun að “prófa” sú prófun leiddi til veruleika myrkurs og skugga. Manneskjurnar voru aftur-göngur af sjálfum sér – sem skuggamynd á sléttu og felldru yfirborði samfélags okkar. Veröldin sem skilur á milli þessa heima er eins þunnt léreft sem sést í gegnum. Við sjáum þessa skuggaveröld en við viljum ekki koma að og eða rifa á milli þessa veruleika tveggja heima. Við gerum það ekki því að við erum óttaslegin. Orðin sem þar voru sögð boruðu sig inn í hugann og komu sér þar óþægilega fyrir. Þetta voru engin skuggabörn – þetta var fólk sem vildi ekkert heitar en að lifa “venjulegu” lífi. Orðin voru sögð og þeim var trúað því það var ekki hlustað á sinn innri mann sem veit betur því Guð talar til sérhvers okkar þeirri tungu sem við skiljum.

Sendur

Það er eitt að heyra orðin og annað að trúa þeim. Í guðspjallstextanum sem lesin var hér áðan kemur þetta fyrir “að heyra orðin er eitt og annað að trúa þeim.” Við höfum að undanfarin misseri verið á hliðalínunni í þjóðfélagsumræðunni og spurt okkur hverju eða hvorum aðilanum eigum við að trúa í hinu og þessu málinu.

Við sem erum uppalendur erum sífellt með einhvern boðskap á vörum sem við ætlum börnum okkar að trúa. “Þegar ég var á þínum aldri” gerðum við ekki þetta og eða hitt. Þeim, börnunum okkar getur ekki verið meira slétt sama. Þau hlusta á White Stripes, Green Day, Jónsa í Svörtum fötum, Birgittu svo einhverjir eru nefndir og það sem meira er að þau trúa þeim orðum sem þar eru sögð. Því orðin eru lögð inn í veröld sem þau þekkja og vilja kenna sig við þannig er það á öllum tímum. Nýjar stjörnur koma og eigna sér orðið og boðskapinn.

Orðið er líf. En orðið er ekki bara orð á blaði eða orð í ljósvakamiðli sem frussast út úr tækjunum í takt við sem við erum að gera eða í hverning skapi við erum þá og þá stundina. Orð eru til alls fyrst og síðan kemur það hvort þau séu hol að innan eða fyllt einhverri merkingu eða eiga sér einnar stundar stað í huga. Svo er því miður alltof oft að orð sem sögð eru eiga sér ekki innistæðu. Það er ekki nýtt að svo sé. Það á sér stað og tíma á öllum tímum. Ef eitthvað er þá er mun erfiðara í dag að greina á milli þess sem sagt er og þess hvort að eitthvað er á bak við það sem sagt er. Þrátt fyrir allt eins og internetið og fréttaveitur frá morgni til kvölds eins og reyndin er orðin hjá okkur þá er fólk almennt óupplýstara um veruleika sinn og næsta nágrenni og það sem dvelst fyrir utan girðingu hugans. Það er löngu búið að rífa niður þess girðingu með fjölmiðlun sem kemur okkur í þá stöðu að hlusta og horfa á atburði langt frá okkur í beinni. Því æsilegra sem það er því betra er það.

Ég oft hugsað með mér hvar er Guð í þessu öllu? Er hann ekki með? Svaf hann yfir sig eða skilur ekki hvað er í gangi? Það er kannski auðvelt að setja guðspjallsorðin í samhengi við nútímanninn sem lesin voru frá altarinu hér áðan. Auðvelt vegna þess að þarna er komið inn á ótta mannsins. Dauðann, dóminn og lífið og við viljum ekki hlusta. Það er ekkert meira sem fær manneskjuna þrátt fyrir alla tækni og framfarir nútímans að fá hana til að hlusta á þessi orð og velta fyrir sér hvað hafa þau segja og eða á hvern hátt tala þau inn í hennar daglega líf. Við erum ekkert öðruvísi en sá eða sú sem var uppi fyrir einhverjum öldum síðan nema að því leitinu til að við erum mun upplýstari um gang mála heima og heiman. Á sama tíma svo vanmáttug að meðtaka og skilja að þær upplýsingar sem að okkur streyma að okkur fallast hendur og eina ráðið er að slökkva á sjálfum sér og reyna eftir mætti að hlusta á kyrrðina sem ber með sér annarskonar upplýsingar en þær sem madreiddar hafa verið og fluttar í gegnum rafrásir og bylgjur hverskonar. Þær þurfa ekki að vera fagrar en mikilvægar hverjum þeim sem á hlýðir. Orðaflaumur samtímans kann að vera mikill og hágvær og láta mikið fyrir sér fara. Það er ekki sama- sem merkri á milli þessa og að hætta að trúa á gildi orðsins. Hversu mjög að það kann að færa okkur í kaf í okkar eigin vitund og finnst við ekki ná andanum. Þá þurfum við ekki hafa áhyggjur ef við höfum hreina samvisku gagnvar umheiminum þeim sem okkur eru nærri þeim sem fjarri standa.

Leggjum við hlustir því Guð talar við okkur á hverjum einasta degi. Ekki endilega á þann hátt sem við helst vildum. Þrátt fyrir það skulum við gegnum orðaflaum og hávaða nútímanns skynja návist hans.