Mannréttindi og skilningur á manneskjum

Mannréttindi og skilningur á manneskjum

Mannréttindi verða ekki sett einu sinni – og fyrir alla tíma. Þau halda áfram að þróast eftir því sem skilningur okkar á manneskjunni, hvert öðru, heldur áfram að dýpkast og við læra betur hvort um annað, það er líkt og ólíkt.
fullname - andlitsmynd Toshiki Toma
05. júní 2010

Mannréttindi og mál sem tengjast þeim eru fyrst, fremst og oftast rædd á lögfræðilegum vettvangi. En mannréttindi snúast ekki aðeins um ákvæði í lögum, heldur eru þau nátengt skilningi fólks á manneskjunni almennt. Forsenda þeirrar ákvörðunar, hvort að færa skuli ákveðin réttindi í lög, byggir á hvers konar skilningi fólk hefur á manneskjunni sem slíkri. Ef við viljum setja lög um mannréttindi þá þurfum við að fræða samfélagið og breyta því hvernig við hugsum um manneskjur, þ.e ef við viljum raunverulega leiða til breytinga á mannréttindum samfélaginu til hagsbóta. Grunnurinn að mannréttindum liggur því í raun og veru í skilningi fólks á því hvað er að vera manneskja en ekki öfugt.

Frumvarp um ,,ein hjúskaparlög“, sem Dóms-og mannréttindamálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi á að fá almennilega umfjöllun þingsins á næstunni. Fjölmörg trúfélög og hlutaðeigendur eru búin að senda umsögn sína til Allsherjarnefndar Alþings.

Í nokkrum umsögnum, þ.á.m. í umsögn frá Biskupi Íslands, vakti eitt atriði athygli mína. Í þeim eru er notuð sem rök Mannréttindayfirlýsingar SÞ eða Mannréttindasáttmála Evrópu fyrir því að vera á móti því að viðurkenna giftingu af sama kyni sem ,,hjónaband“. Sem dæmi um rökin sem eru notuð er eftirfarandi setning í Mannréttindasáttamáli Evrópu en þar stendur: ,,Karlar og konur á hjúskaparaldri hafa rétt á að ganga í hjónaband og stofna fjölskyldu í samræmi við landslög um þessi réttindi“(12. gr.)

Mannréttindasáttamálinn skilgreinir sem sagt sjálf hjónaband sem stofnun milli karls og konu. Það blasir við að ef það þarf að nota rök af þessu tagi þá skortir í raun almennileg rök. Eins og ég benti á er það fyrst og fremst skilningur fólks á því hvað felst í því að vera manneskja og þá mannréttindum hennar en það er ekki alltaf tryggt í lögum og jafnvel ekki Mannréttindasáttmálum. Mannréttindayfirlýsingin eða sáttamálinn eru ekki ,,óbreytanleg heilög ritning“. Þau eru skrifuð í ákveðnum samtíma í mannkynssögunni sem byggði þá á sínum skilningi.

Kjarni málsins að það ákvæði sem varðar ,,ein hjúskaparlög“ er sá grunnskilningur á hjónabandi (milli karls og konu), sem þekktist á þeim tíma en er að breytast verulega núna. Því er ekki hægt að nota ákvæði í þeim sem hluta af rökstuðningi sínum um málið. Slíku mætti líkja við mann sem ekki getur farið yfir götu til þess gera við bilað umferðarljós, þar sem það rauða ljósa blikkar í sífellu vegna bilunar!

Mannréttindi verða ekki sett einu sinni – og fyrir alla tíma. Þau halda áfram að þróast eftir því sem skilningur okkar á manneskjunni, hvert öðru, heldur áfram að dýpkast og við læra betur hvort um annað, það er líkt og ólíkt. Þannig hreyfist mannréttindabaráttan – vonandi oftast áfram – en okkur ber í raun öllum skylda að hlúa að henni og efla.