Annar í jólum - Stefánsdagur frumpíslarvotts.

Annar í jólum - Stefánsdagur frumpíslarvotts.

Enda „gleymist“ líka oft hinn alvarlegi undirtónn jólaguðspjallsins. Jesús var ofsóttur frá fæðingu. Fjölskylda hans varð að flýja með kornabarnið frá Heródesi mikla sem vildi deyða það. Ofsókn einkenndi allt líf Jesú – sem endaði í dauða á krossi –
fullname - andlitsmynd Þórhallur Heimisson
26. desember 2011

Annar dagur jóla nefnist "Stefánsdagur frumpíslarvotts" í kirkjuárinu.

Þá minnist kirkjan hins fyrsta píslarvotts kristinna manna, Stefáns, sem var grýttur fyrir að játa trú á Jesú sem Son Guðs og frelsara manna.  Og það var Páll, síðar postuli, sem stýrði aftökunni. Eða lét sér hana alla vega vel líka.

Þessi helgidagur vill oft gleymast í annríki jóla. En það er ekki fyrir tilviljun að kirkjan staðsetti þennan minningardag um píslarvættið einmitt hér, eftir sjálfan jóladaginn.

Stefán og saga hans minnir okkur á að það að trúa á Jesú Krist getur kostað ofsókn, fórnir, hatur og dauða. Það eru ekki alltaf jólin. Dagurinn minnir okkur á allar þær milljónir sem hafa frekar kosið að deyja í gegnum árþúsundin en að gefa upp trú sína.

Um leið minnir hann á að enn eru kristnir menn ofsóttir um víða jarðkringluna. Nýjasta dæmið eru ofsóknir gegn kristnum bræðrum okkar og systrum í Íran. En einnig víðar þar sem hið svokallaða arabíska vor hefur steypt af stóli harðstjórum og einræðisherrum á liðnu ári. Á því svæði eru starfandi kirkjudeildar sem telja má þær elsta í heimi. Því miður hafa sumir skeytt skapi sínu á þeim í kjölfar byltingarinnar. Þó því beri að fagna að einræðisherrum sé steypt, má það ekki gerast að einstaka hópar ofbeldismanna noti upplausnina til að ná sér niðri á kristnu fólki og kirkjum. Auðvitað er hér um minnihluta að ræða sem þannig hagar sér. Vonandi text að slökkva þetta bál og skapa ný þjóðríki þar sem lýðræði og mannréttindi eru virt. Þar á meðal trúfrelsi. Við biðjum fyrir því í dag.

Um leið biðjum við á þessum degi  fyrir öllum öðrum sem sæta ofsóknum fyrir trú sína í heiminum - hvaða trú sem þeir tilheyra eða trúfélagi - og okkur sjálfum Íslendingum - að Guð gefi okkur öllum styrk og kraft og náð til að lifa saman í sátt og samlyndi - og umburðarlyndi hvort við annað.

Eða – það ættum við að gera. En því miður, eins og ég nefndi hér fyrr, er Stefánsdagur frumpíslarvotts einn af þeim dögum sem vill gleymast í öllu jólafárinu. Hann er ekki nægilega „jólalegur“ býst ég við.

En hann undirstrikar alvarleika trúarinnar. daginn þegar megnið af þjóðinni liggur afvelta heima fyrir eða er að troða sig enn frekar út af krásum í fjölskyldu og jólaboðum

Enda „gleymist“ líka oft hinn alvarlegi undirtónn jólaguðspjallsins. Jesús var ofsóttur frá fæðingu. Fjölskylda hans varð að flýja með kornabarnið frá Heródesi mikla sem vildi deyða það. Ofsókn einkenndi allt líf Jesú – sem endaði í dauða á krossi – .

Litur dagsins er rauður - litur blóðs og fórna.

Sögu Stefáns er að finna í Postulasögunni, svohljóðandi:

„Stefán var fullur af náð og krafti og gerði undur og tákn mikil meðal fólksins. Þá komu til nokkrir menn úr svonefndri Leysingjasamkundu. Þeir voru frá Kýrene og Alexandríu en aðrir frá Kilikíu og Asíu og tóku að þrátta við Stefán. En þeir gátu ekki staðið gegn þeirri visku og anda sem hann talaði af. Þá fengu þeir menn nokkra til að segja: „Við höfum heyrt hann tala lastmæli gegn Móse og Guði.“ Þeir æstu upp fólkið, öldungana og fræðimennina og þeir veittust að honum, gripu hann og færðu hann fyrir ráðið. Þá leiddu þeir fram ljúgvotta er sögðu: „Þessi maður talar sífellt gegn þessum heilaga stað og lögmálinu. Við höfum heyrt hann segja að þessi Jesús frá Nasaret muni brjóta niður musterið og breyta þeim siðum sem Móse hefur sett okkur.“ Allir sem í ráðinu sátu störðu á hann og sáu að ásjóna hans var sem engils ásjóna.

En hann horfði til himins, fullur af heilögum anda og leit dýrð Guðs og Jesú standa til hægri handar Guði og sagði: „Ég sé himnana opna og Mannssoninn standa til hægri handar Guði.“

Þá æptu þeir hástöfum, héldu fyrir eyrun og réðust að honum, allir sem einn maður. Þeir hröktu hann út úr borginni og tóku að grýta hann. En vottarnir lögðu yfirhafnir sínar að fótum ungum manni er Sál hét. Þannig grýttu þeir Stefán. En hann ákallaði Drottin og sagði: „Drottinn Jesús, meðtak þú anda minn.“ Síðan féll hann á kné og hrópaði hárri röddu: „Drottinn, lát þá ekki gjalda þessarar syndar.“ Þegar hann hafði þetta mælt sofnaði hann. Sál lét sér vel líka líflát hans.“