Stóru spurningarnar

Stóru spurningarnar

Þær eru ýmsar spurningarnar sem brenna á okkur í lífinu. Stórum sem smáum. Sumar þeirra varða hið daglega amstur en aðrar rista dýpra. Og stundum skyggir hið veraldlega á hið andlega.

Þessu svaraði Jesús og sagði við þá: Sannlega, sannlega segi ég yður: Ekkert getur sonurinn gjört af sjálfum sér, nema það sem hann sér föðurinn gjöra. Því hvað sem hann gjörir, það gjörir sonurinn einnig. Faðirinn elskar soninn og sýnir honum allt, sem hann gjörir sjálfur. Hann mun sýna honum meiri verk en þessi, svo að þér verðið furðu lostnir. Eins og faðirinn vekur upp dauða og lífgar, þannig lífgar og sonurinn þá, sem hann vill. Enda dæmir faðirinn engan, heldur hefur hann falið syninum allan dóm, svo að allir heiðri soninn eins og þeir heiðra föðurinn. Sá sem heiðrar ekki soninn, heiðrar ekki föðurinn, sem sendi hann.

Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem heyrir orð mitt og trúir þeim, sem sendi mig, hefur eilíft líf og kemur ekki til dóms, heldur er hann stiginn yfir frá dauðanum til lífsins. Sannlega, sannlega segi ég yður: Sú stund kemur og er þegar komin, að hinir dauðu munu heyra raust Guðs sonarins, og þeir, sem heyra, munu lifa. Jh 5.19-25

Það var úti á hraðbraut einni nú nýverið sem eftirfarandi samtal átti sér stað á milli föður og 6. ára sonar hans:

“Pabbi.

Pabbi.

Af hverju er Guð til, pabbi?

Af hverju spyrðu

Pabbi. (Það er óþreyja í röddinni.”

Já.

Af hverju ertu alltaf að spyrja mig aftur til baka, þegar ég er að spyrja þig að einhverju?

Þögn.

Mig langaði bara að vita af hverju þú ert að hugsa um þetta, með Guð?

Hvernig getur Guð eiginlega hlusta á alla?

Aftur þögn og nú lengri

Pabbi Af hverju svarar þú mér ekki?

Ég er að hugsa um það af hverju þú sért að spyrja af þessu?

Til dæmis þegar ég fæ höfuðverk, þá tekur Guð ekki höfuðverkin í burtu. Það er sama hvað ég bið hann oft um það að taka höfuðverkin í burtu og líka þegar litla systir mín fékk heilahristing, Guð þurfti ekki að láta hana fá heilahristing.

Hvernig getur Guð eiginlega hlustað á alla þegar allir eru að biðja til hans og að biðja hann um eitthvað?” * * *

Þetta eru vangaveltur barns sem er að velta fyrir sér stórum atriðum lífsins.

Hann sér Guð fyrir sér sem Guð örlaganna.

Guð sem ákveði að þessi eða hinn fái höfuðverk eða heilahristing.

Viku síðar komu svo fleiri spurningar frá stráknum:

“Pabbi.

Af hverju þarf fólk að deyja?

Af hverju lifa ekki bara allir alltaf?” * * *

Það þýðir lítið að svara stráknum með eftirfarandi tilvitnun:

Nú sjáðu hvað stendur meðal annars í 1. Korintubréfi 15 kafla í versum 21-28:

“Því að eins og allir deyja fyrir samband sitt við Adam, svo munu allir lífgaðir verða fyrir samfélag við Krist.”

Vissulega er manni svara fátt þegar svona spurningar dynja á mann.

Guðfræðilegar og siðfræðilegar vangaveltur þessa stráks eru að aukast með hverjum deginum og hann eins og fleiri er að komast að því að sumt er skiljanlegt í þessu lífi, annað flóknara og sumt virðist bara vera óendanlega flókið hvort sem það er fyrir einhvern sem er 6. ára eða þá einhvern sem er mun eldri.

Faðirinn vissi ekki alveg hvernig hann átti að svara þessu spurningum stráksins.

Vildi ekki skipta um umræðuefni til að losna við að svara þeim heldur sagði:

Nú skulum við hringja í hann afa, hann getur ábyggilega svarað okkur.

Afi sagði afastráknum sínum að Guð elskaði okkur öll jafn mikið og væri almáttugur og stundum væri erfitt að skilja Guð en Guð væri óendanlegur kærleikur.

Guð vildi okkur öllum ekkert nema hið allra besta og væri alltaf hjá okkur. * * *

Þær eru ýmsar spurningarnar sem brenna á okkur í lífinu.

Stórum sem smáum.

Sumar þeirra varða hið daglega amstur en aðrar rista dýpra.

Og stundum skyggir hið veraldlega á hið andlega.

Birtingarform hins veraldlega geta líka verið flókin og erfitt að gera sér grein fyrir því hvað sé um að vera eins og þegar eftirsóknin eftir vindinum tekur yfirhöndina og eða eftirsóknin eftir peningunum, þessum eða hinum bílunum, þessum eða hinum farsímanum og svo fram eftir götunum.

Hið veraldlega nær yfirhöndinni.

Aðalmálið hjá frænda hans Harry´s Potters var að fá vita strax hvað hann fengi marga afmælispakka.

Ekki það að einhver hefði gefið honum pakka til að gleðja hann.

Magnið skipti aðal máli. Og í einu ljóða Einars Benediktssonar segir eitthvað á þessa leið:

“Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt” og það er rétt.

Textarnir í dag snúast í stuttu máli um hið dauðlega og hið ódauðlega.

Að hlusta og fylgja Guði.

“Sá sem heyrir orð mitt og trúir þeim, sem sendi mig, hefur eilíft líf og kemur ekki til dóms, heldur er hann stiginn yfir frá dauðanum til lífsins.”

Íslenskur sálfræðingur sagði einhvern tímann: “Trúin þarf að vera liðsmaður í baráttunni við raunveruleikanum.”

Það er margt til í þessum orðum.

Raunveruleiki brjálæðis hefur verið alls ráðandi í Frakklandi síðustu vikurnar, uppþot og óöryggi og svo var í Lundúnum í byrjun júlí í sumar þegar hryðjuverkamenn gerður árás á samgöngukerfi borgarinnar og á föstudaginn var ráðist inn á hótel í Amman í Jórdaníu.

Og það sem var sjálfsagt allt í einu var stórskemmt og eða bara farið og horfið með öllu.

Trúir maður í svona aðstæðum sínum eigin augum og eyrum.

Nei það gerir maður ekki og spurt er þá gjarnan:

Hvar er Guð og af hverju er Guð til?

Spurningarnar hrannast upp.

Geta orðið yfirþyrmandi og manni fallast hendur.

Altt verður óraunverulegt og ruglað og maður fer sko ekki út í búð þá til að kaupa einhvern afruglara til að koma hugsunum manns og tilfinningum í samhengi.

* * *

Veraldlegu gæðin, skemmd, ónýt eða horfin.

Hvað með þau andlegu?

Trúin þarf að vera liðsmaður í baráttunni við raunveruleikann.

Veruleikinn hér og nú og svo eilífa lífið sem Jesús Kristur kallar okkur hvert og eitt til.

Og þetta er þessi stöðuga, flókna og margþrungna mannlega glíma.

Það er vilji Guðs að elska okkur hvert og eitt eins og við erum í raun, ekki eins og okkur langar til að vera og það er Guðs vilji að reisa okkur hvert og eitt frá falli og dauða.

Það er hins trúaða að taka þessari náðargjöf Guðs og lifa í samræmi við vilja Guðs.

Hið andlega.

Jesús Kristur sér inn í hjarta okkar og við þurfum að vera tilbúinn að treysta honum og trúa að hann er vegurinn sannleikurinn og lífið.

“Sá sem heyrir orð mitt og trúir þeim, sem sendi mig, hefur eilíft líf og kemur ekki til dóms, heldur er hann stiginn yfir frá dauðanum til lífsins.”