Tímarit Máls og menningar birtir í nýjasta hefti sínu tvær greinar sem varða kærur Vantrúar á hendur mér vegna getgátna félagsmanna um hvað ég kunni að hafa sagt eða látið ósagt í tengslum við nokkrar glærur um félagið í námskeiðinu Nýtrúarhreyfingar í Háskóla Íslands á haustmisseri 2009, námskeiði sem enginn þeirra sótti.
Fyrri greinin er eftir Guðna Elísson prófessor og forseta Íslensku og menningardeildar HÍ og nefnist hún „Í heimi getgátunnar: Kærur Vantrúar, glæra 33 og Egill Helgason“. Þar tekur Guðni m.a. fyrir kæruatriðið sem vantrúarfélagar og sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason gagnrýndu mig hvað mest fyrir, þ.e. að hafa í háskólakennslu tekið til umfjöllunar og greiningar algenga gagnrýni á það sem stundum er kallað „harðlínuguðleysi“ eða „herskátt guðleysi“ (militant atheism) en sú gagnrýni vísar oft til mannréttindabrota á trúarhópum og trúuðum einstaklingum, einkum á valdatíma kommúnista og nazista. Vantrúarfélagar hafa löngum kvartað yfir þessum málflutningi og jafnvel gefið honum heitið „kommúnasismi“. Eins og fram kemur hjá Guðna hélt Egill þessari gagnrýni fram um langt skeið og lenti fyrir vikið í allhörðum langvarandi átökum við vantrúarfélaga en sættist að lokum við þá og tók jafnvel upp málstað þeirra. Vantrúarfélagar gáfu sér að fyrst ég hafi tekið slíka gagnrýni til umfjöllunar og greiningar í kennslustund hljóti ég sem guðfræðingur að hafa verið að innræta hugsunarlausum nemendum mínum hana. Siðanefnd HÍ í kærumáli nr. 3/2012 úrskurðaði að þessar ásakanir sem aðrar í kærumálinu á hendur mér væru með öllu tilefnislausar.
Siðari greinin nefnist „Brautryðjandinn Helgi Hóseasson: Áhrif mótmælanda Íslands á aðgerðarsinna í þágu guðleysis“ en þar svara ég því kæruatriði sem hin vanhæfa Siðanefnd HÍ í kærumáli nr. 1/2010 gerði að aðalatriði. Siðanefndarformaðurinn Þórður Harðarson orðaði það svo í grein gegn mér í Morgunblaðinu 8. desember 2011 að það væri kannski „þungamiðjan í kærunni“ að ég skuli hafa nefnt Helga Hóseasson á nafn í háskólakennslu og vitnað í útgefinn kveðskap hans. Ekki er að undra að á annað hundrað háskólakennarar og háskólastarfsmenn í ábyrgðarstöðum hafi í kjölfarið sent frá sér yfirlýsingu í fjölmiðla þar sem segir: „Gagnrýni formanns siðanefndar HÍ í Morgunblaðinu 8. des. sl. er sorglegur vitnisburður um þekkingarleysi á því hvað felst í kennslu á sviðum hug- og félagsvísinda.“
Þeir vantrúarfélagar sem koma við sögu í þessum tveimur greinum eru eftirfarandi: Aiwaz, Ásgeir Berg Matthíasson, Birgir Baldursson, Brynjólfur Þorvarðarson, Egill Ólafsson, Eygló Traustadóttir, Frelsarinn, Hjalti Rúnar Ómarsson, Jón Magnús Guðjónsson, Kári Svan Rafnsson, Lárus Viðar Lárusson, Magnús S. Magnússon, Matthías Ásgeirsson, Óli Gneisti Sóleyjarson, Reynir Harðarson, Sindri Guðjónsson, Svanur Sigurbjörnsson, Teitur Atlason, Valgarður Guðjónsson og Vésteinn Valgarðsson.
Aðrir sem koma við sögu með einum eða öðrum hætti í þessum greinum fyrir utan mig eru eftirfarandi: Alexander Freyr Einarsson, Ayaan Hirsi Ali, Amalía Skúladóttir, Aristóteles, Árni Svanur Daníelsson, Árni Þórarinsson, Arnþór Jón Þorvarðsson, Roland Bainton, Baldur Arnarsson, Dan Barker, Benedikt XVI páfi, Björg Thorarensen, Björk Vilhelmsdóttir, Börkur Gunnarsson, Dagur B. Eggertsson, Davíð Þór Jónsson, Richard Dawkins, Daniel C. Dennett, Émile Durkheim, Egill Helgason, Einar Björgvinsson, Sergei Eisenstein, Erlingur Ingvason, Eysteinn Björnsson, Gauti Kristmannsson, Gísli Gunnarsson, Grétar Halldór Gunnarsson, Guðjón, Guðmundur Oddur Magnússon, Gunnar V. Andrésson, Gunnar Lárus Hjálmarsson [Dr. Gunni], Gunnar Torfason, Hafliði Pétur Gíslason, Halldór Laxness, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Harpa Hreinsdóttir, Sam Harris, Heiða Jóhannsdóttir, Helgi Hóseasson, Hilmar Karlsson, Christopher Hitchens, Jakob Ævarsson, Jesús Kristur, Jóhanna Sigurðardóttir, Jóhannes Ásbjörnsson, Jón Karl Helgason, Jón Karl Helgason, Jón Sigurðsson, Jón Torfason, Karl Th. Birgisson, Karl Sigurbjörnsson, Kjartan Valgarðsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Kristín Ingólfsdóttir, Kristján Eldjárn, Marteinn Lúther, Magnús Þorkell Bernharðsson, Magnús Már Guðmundsson, María mey, Meredith B. McGuire, Mikael Torfason, Múhameð spámaður, Níels Dungal, Oddný Sturludóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, Joseph P. Overton, Páll Baldvin Baldvinsson, Pétur Pétursson, Pétur Björgvin Þorsteinsson, Ragnheiður Tryggvadóttir, Ragnhildur Helgadóttir, James Randi, Reynir Traustason, Bertrand Russell, Rökkvi Vésteinsson, Carl Sagan, Michael Shermer, Sif Traustadóttir, Sigmar Vilhjálmsson, Sigurbjörn Einarsson, Sigurður Karl Lúðvíksson, Skarphéðinn Guðmundsson, Skúli Sigurður Ólafsson, Stefán Einar Stefánsson, Sveinbjörn Björnsson, Sveinn Þórhallsson, Sverrir Stormsker, Sæbjörn Valdimarsson, Valur Grettisson, Voltaire, Richard Wagner, Þóra Fjelsted, Þórarinn Þórarinsson, Þórður Harðarson, Þórir Guðmundsson og Þuríður Jóhannsdóttir.
Á næsta ári munu svo birtast nokkrar greinar til viðbótar í ýmsum tímaritum þar sem brugðist verður við fleiri atriðum í kæruherferð Vantrúar á hendur mér og málsmeðferð Siðanefndar HÍ í kærumáli nr. 1/2010 sem fékk þungan áfellisdóm frá óháðri rannsóknarnefnd háskólaráðs haustið 2011 og Félagi prófessora við ríkisháskóla sem sendi frá sér ályktun um hana 3. apríl 2012.