Siðfræði netsins I

Siðfræði netsins I

Í framtíðinni munu æ fleiri fá aðgengi að Netinu. Netið býður upp á óteljandi möguleika og stórkostleg tækifæri til að ná til systkina okkar um víða veröld. Þó er ljóst eins og í öllu mannlegu samfélagi að um leið og hin góðu tækifæri eru mörg þá munu hinar dekkri hliðar mannlegs eðlis líka valsa um í heimi netsins. Ef fram vindur sem horfir þá mun ekki líða langur tími þar til öll breidd siðleysis hinnar mennsku tilveru finnast á netinu.
fullname - andlitsmynd Irma Sjöfn Óskarsdóttir
13. janúar 2005

Í framtíðinni munu æ fleiri fá aðgengi að Netinu. Netið býður upp á óteljandi möguleika og stórkostleg tækifæri til að ná til systkina okkar um víða veröld. Þó er ljóst eins og í öllu mannlegu samfélagi að um leið og hin góðu tækifæri eru mörg þá munu hinar dekkri hliðar mannlegs eðlis líka valsa um í heimi netsins. Ef fram vindur sem horfir þá mun ekki líða langur tími þar til öll breidd siðleysis hinnar mennsku tilveru finnast á netinu. Nú þegar er hægt að sjá á Netinu dæmi um stríð, hryðjuverk, ofbeldi, glæpi kynþáttafordóma, barnaklám, árásargirni, grægði,grófleika tillitsleysi og ókurteisi.

En sú spurning hlýtur að brenna á okkur hvernig mætum við þessum nýja veruleika með siðferðileg gildi og reglur að leiðarljósi?

Eitt sem benda má á í tengslum við Netið er hversu erfitt er að fóta sig í að leggja siðferðilegar línur er hraðinn í tæknilegri þróun. Hraðinn gerir það að verkum að ólíklegt er að við náum að mynda okkur afgerandi skoðun og nema sannleikann í hverju siðferðilegt álitamáli.

Það er ekki einfalt að fjalla um vandamál sem snerta siðferði Netsins en þau má nálgast t.d. með því að skoða eftirfarandi þætti:

Lögsagnarumdæmi

Vandamál netsins eru að þar eru engin raunveruleg landamæri og því illmögulegt að vísa til ákveðinna laga. Undir hvers eða hvaða lögum er sá sem sendir tölvupóst, hleður í tölvuna sína klámefni, sendir myndir sem á er einhverskonar eignarréttur eða áframsendir persónuleg gögn. Nálgun

Það skapar vandamál í siðferðilegri nálgun við það sem gerist á Netinu að í umræðu um upplýsingatækni eru hefðbundin hugtök toguð og teygð.

Þetta eru orð eins og sýndarveruleiki, (virtual reality) sæbergeimur (cyberspace), gagnaþjófnaður (data theft), upplýsingaleynd (informational privacy) , fjarskiptatækni (telecommunication), og sýndarsamfélag (virtual community) án þess að skilgreina í raun og veru hvaða merkingu veruleiki, leynd, geimur, fjarskipti og samfélag hafa.

Margir heimspekingar eru enn að búa til siðferðilegar tilgátur sem skírskota til raunverulegrar mannlegrar návistar án þess að hugsa til þess að siðferðilegar tilgátur verða í dag einnig að eiga við um heim þar sem margt á sér stað án þess að raunveruleg návist sé til staðar.

Það er ljóst að við erum á torfærnum vegum þegar við hugsum um siðferðileg vandamál og Netið og því augljóst að okkar hefðbundnu siðferðilegu hugtök duga ekki til.

Tilvist og siðferði

Á netinu fer mat á gjörðum einstaklings ekki saman við mat á gjörðum í hinum raunverulega heimi. Einföld athöfn er t.d.:

“ Jón gætti þess að dyrnar væru lokaðar.” Í raunveruleikanum getum við greint á milli sýnilegra þátt s.s. hurðarinnar sem lokar dyrunum og þess sem vakir fyrir viðkomandi og þess sem hann gerir til að uppfylla hugsanir sínar.

Orsakasamhengið er augljóst og við erum vön að geta séð hver og hvað er orsök og hvað afleiðing. Á Netinu er þetta ekki svona augljóst.

Ef einhver sendir tölvupóst sem inniheldur kynferðislega áreitni þá vaknar sú spurning, hvar og hvenær á sú áreitni sér stað? , hvar og hvenær er pósturinn lesinn af þeim sem hann var stílaður á , hvenær og hvar var pósturinn skrifaður? , hvar og hvenær vistaður á netþjóni?, hvað ef pósturinn var áframsendur? o.s.frv.

Skortur á þekkingu

Hér er átt við þau vandamál sem til koma vegna ófyrirsjáanlegra afleiðinga af gjörðum þeirra sem fara á Netið. Kannski gerir viðkomandi sér ekki grein fyrir því í siðferðilegu tilliti nákvæmlega hvað hann eða hún er að gera eða afleiðingum þess sem þau halda að þau séu að gera. Hér er t.d. átt við það sem við gerum fyrir verknað tölvuforrita. Fyrir mörgum tölvunotendum eru þessar aðgerðir faldar.

Akstur frá A til B er breytt í að keyra frá A til B og ferðin er skráð. (Reyman, J 1995)

Annað dæmi má nota um þetta , “ þegar ég slæ blettinn gæti einhver haldið að ég sé að stunda líkamsrækt eða að koma í veg fyri að nágranninn geti sofið.”

Viðkomandi sér ekki hvað hann /hún er í raun að gera því hann/hún veit ekki hvaða reglur og takmörk viðkomandi viðmið og siðferileg hugtök eiga við . Við höfum ekki yfirlit yfir gjörðir okkar eða samhengi þeirra eða hvernig á að nota reglurnar (application)

Framhald í næsta pistli …

Byggt á bókinni Internet Ethics (2000). 6. kafla e. Jeroen van den Hoven. The Internet an Varieties of Moral Wrongdoing