Nikulásmessa

Nikulásmessa

Hins vegar er Nikulás sögufrægastur fyrir þau áhrif sem hann hefur haft á hugmyndir manna um jólasveininn. Þær koma af helgisögninni um gjafirnar til systranna þriggja og er því haldið fram við börnin að hann komi á aðventunni eða jólunum og leggi eftir sig gjafir handa börnunum.
fullname - andlitsmynd Jakob Ágúst Hjálmarsson
06. desember 2008

Þann 6. desember er Nikulásmessa haldin íðst hvar í kirkjunni til heiðurs heilögum Nikulási biskupi. Um hann eru fáar sögulegar heimildir en þeim mun fleiri helgisagnir. Hann er verndardýrlingur sæfarenda og barna af ólíku ástæðum. Hann var uppi á fjórðu öld og segir ein helgisögnin frá því að hann hafi gefið þremur fátækum systrum af góðum ættum heimanmund svo þær mættu giftast vel. Hann hafi svo orðið vel við heitum manna í sjávarháska og því sé hann verndardýrlingur sæfarenda. Honum eru nokkrar kirkjur á Íslandi helgaðar að fornum sið.

Hins vegar er Nikulás sögufrægastur fyrir þau áhrif sem hann hefur haft á hugmyndir manna um jólasveininn. Þær koma af helgisögninni um gjafirnar til systranna þriggja og er því haldið fram við börnin að hann komi á aðventunni eða jólunum og leggi eftir sig gjafir handa börnunum. Hann flyst með Hollendingum til Vesturheims undir nafninu Kláus og á fyrri hluta aldarinar er leið gerði Coca Cola hann frægan í vörukynningu fyrir jól sem Santa Claus og hefur fyrirtækið slegið að nokkru eign sinni á hann.

Rauði stakkurinn jólaveinsins er þannig biskupskápa Nikulásar og húfan mítrin (biskupshúfan) hans og svo hefur hann í hendi biskupsstaf. Rauði liturinn er litur píslarvottarnna en sumar heimildir láta Nikulás líða fyrir trú sína.

Í Sovétríkjunum faldist hann undir nafni og ímynd Föður Frosts sem kom fram í líku hlutverki um jólaleytið. Hér á Íslandi rakst hann á mikla ólátabelgi úr töllaheimum með undarlegum nöfnum sona Grýlu og Leppalúða. Þeir rændu hann fötum sínum og jólagjöfunum en á meðan þeir vour að því kenndi hann jólasveinunum að vera góðir við börnin og koma gjöfum sínum til skila við þau.