Samkirkjuleg bænavika

Samkirkjuleg bænavika

Í dag lýkur svokallaðri samkirkjulegri bænaviku hér á landi. Í liðinni viku sameinuðust hinar fjölmörgu kirkjudeildir sem starfa á Íslandi, um bænahald og margskonar helgihald. Slíkt sameiginlegt starf kirkjudeildanna er af hinu góða og endurspeglar þá einingu sem kirkjan býr yfir og á að endurspegla.

Í dag lýkur svokallaðri samkirkjulegri bænaviku hér á landi. Í liðinni viku sameinuðust hinar fjölmörgu kirkjudeildir sem starfa á Íslandi, um bænahald og margskonar helgihald. Slíkt sameiginlegt starf kirkjudeildanna er af hinu góða og endurspeglar þá einingu sem kirkjan býr yfir og á að endurspegla. Þegar ég segi kirkjan, þá er ég að tala um alla heimskirkjuna, ekki aðeins lútersku þjókirkjuna okkar hér uppi á Íslandi. Eining heimskirkjunnar byggir á því að stofnandi hennar er Jesús Kristur, hann sem sendi lærisveina sína út um allann heim til kenna það sem hann hafði boðað og að skíra í nafni föður sonar og heilags anda. Með þeim í för var heilagur andi Guðs .

Hér áðan fórum við saman með trúarjátninguna, en hún sameinar allar kristnar kirkjudeildir. Að grunni til varð sú trúarjátning til í borginni Róm í kringum árið 100 og þá sem skírnarjátning Í annarri fornri trúarjátningu sem notuð er í grísk kaþólsku kirkjunni og í öðrum kirkjudeildum við hátíðleg tækifæri segir :”Ég trúi á eina, heilaga, almenna og postullega kirkju”. Þetta getum við tekið undir. Kirkjan er ein í heiminum, af því að stofnandi hennar og konungur er einn, Jesús Kristur. Hún er heilög, frátekin fyrir Guð, vegna þess að Jesús Kristur helgar hana með heilögum anda sínum. Kirkjan er almenn, af því að hún er öllum opin, án tillitis til aldur, kynferðis, kynþáttar, eigna eða pólitískra skoðanna. Og kirkjan er postulleg, vegna þess að hún starfar samkvæmt vitnsburði postulanna, þeirra sem störfuðu með Jesú. Vitnisburður þeirra er skráður á síður Nýja Testamenntisins okkar. Og í Gamla Testamenntinu getum við lesið þann vitnisburð um vilja Guðs sem Jesús sjálfur þekkti.

Því miður er það nú svo eins og við vitum öll að þessi eining kirkjunnar hefur ekki verið virt af okkur mönnunum í gegnum aldirnar. Allt of lengi hafa hatrammleg átök einkennt samskipti kristinna manna og kvenna. Þessi átök hafa orðið til þess að kirkjan hefur klofnað í margar og mismunandi kirkjudeildir . Sú þróun hófst snemma. Rómversk kaþólska kirkjan, sem er sú lang stærsta í heiminum, klofnaði upphaflega í þá rómverks kaþólsku og grísk kaþólsku, síðar klofnaði sú rómversk kaþólska aftur í kirkjur mótmælenda og hinna sem fylgdu Róm að málum. Mótmælendakirkjurnar klofnuðu enn í fjölmargar minni kirkjudeildir og má þar nefna sem dæmi lúterskar, kalvínskar, hvítasunnumenn, kvekara, ensku biskupakirkjuna, babtista og fleiri og fleiri. Þá er ótaldar gömlu þjókirkjurnar sem urðu til löngu áður en allir kirkjudeildirnar mótuðust. Margar þeirra starfa enn þrátt fyrir einangrun frá öðrum kirkjuum í gegnum aldrinar. Sem dæmi um þessar gömlu þjóðkirkjur mánefna koptísku kirkjuna í Egyptalandi og Sýrlandi. Í fjöllunum milli Rússlands og Tyrklands er Armensku kirkjuna að finna . Einnig má nefna sem dæmi um forna þjóðkirkju Tómasarkirkjuna á Indlandi sem rekur upphaf sitt aftur til Tómasar, lærisveinsins sem efaðist um upprisu Jesú. Og þannig mætti lengi telja.

En þessi klofningur kirkjunnar í kirkjudeildir fór því miður sjaldan fram með friðsamlegum hætti. Yfirleitt hefur hann kostað langvinnar trúarbragðastyrjaldir, því átökum um kenningu og kirkjuvald hafa fylgt átök um veraldlegt vald. Á 16 og 17 öldinni logaði Evrópa þannig í trúarbragðastyrjöldum sem oft munduðu út í hreinum ofsóknum gegn minnihlutahópum. Þar vorum við Norðurlandabúar engu betri en aðrir og gengu frændur okkar Svíar manna lengst fram í baráttu sinni gegn rómversk kaþólsku kirkjunni, lögðu undir sig nær allt meginland Norður-Evrópu á meðan þýski keisarinn, sem var rómversk kaþólskur, reyndi að sigra mótmælendur sunnar í álfunni. Þetta var ófögur saga og öll í hrikalegri andstöðu við og afskræming á þeim boðskap sem kirkjunni ber að boða í heiminum. Og oftar en ekki snerist baráttan fyrst og fremst um völd og auð þó trúin hafi verið höfð að skálkaskjóli. Þannig studdu t.d. Frakkar, sem voru Rómversk kaþólskir, Svía, sem voru mótmælendur, í þessum átökum.

Afleiðingin varð klofin kirkja þar sem djúp sár aðgreindu menn í fylkingar og flokka. Enn þann dag í dag eimir eftir af slíkum átökum t.d. á Norður Írlandi þar sem kaþólskir og mótmælendur hafa tekist á í blóðugri borgarastyrjöld sem vonandi sér nú fyrir endan á.

Þegar öll þessi sorgar saga er skoðuð þá verður saga hins samkirkjulega starfs þess merkilegra á tuttugutu öld. Það voru svíar, er áður höfðu farið með brugðnum brandi um Evrópu, sem riðu á vaðið með það starf í kringum 1930. Síðari heimsstyrjöldin tafði reyndar allt samstarf kirkjudeildanna. Eftir síðari heimsstyrjöldina hefur samstarfið aukist og dýpkað. Skelfing styrjaldarinnar og öll sú illska sem hún kallaði fram sannfærði forystumenn heimskirkjunnar um nauðsyn samstöðu og samvinnu gegn myrkrinu í heiminum. Hið svokallaða Alkirkjuráð var því stofnað í framhaldi þessa samtals kirkjudeildanna árið 1948 en það er heimsþing allra kirkjudeilda. Markmið þess er að auka einingarviðleitni kirkjunnar og vinna gegn tortryggni, átökum og sundrungu. Hefur starfið skilað góðum árangri þó kirkjudeildirnar séu mistengdar ráðinu. Í starfi alkirkuráðsins hefur verið leitast við að jafna ágreining um kenningu og stjórnun kirkjunnar og vonandi verður þetta starf til þess að heimskirkjan enn á ný nái þeirri einingu sem hún er kölluð til að starfa eftir. Það þýðir ekki að leggja þurfi niður hinar ólíku kirkjudeildir eða sameina þær. Slagorð alkirkjustarfsins er “Eining í margbreytileika” . Einingin þýðir að við stöndum saman í heiminum kristnir men. En um leið viðurkennum við að við erum ólík og höfum ólíkar þarfir.

Allt þetta góða starf þeirra sem vilja efla einingu og samvinnu milli kirkjudeilda og slá á sundrungu og samkeppni, endurspeglar hin samkirkjulega bænavika sem haldin er einu sinni ár hvert.

Orðið kirkja merkir samfélag. Kirkjan er samfélag allra sem trúa á Jesú Krist, allra þeirra sem lúta honum og vilja leitast við að lifa lífi sínu í ljósinu hans. Ef kirkjan væri samfélag sem byggi tilvist sína á verkum mannanna, þá væri hún efalaust fyrir löngu týnd og grafinn á spjöldum sögunnar. Það sem gerir kirkjuna lifandi er Jesús Kristur sem í anda sínum hefur leitt kirkjuna fram á veginn og gerir enn. Hann kallar karla og konur til starfa. Hvenær sem kirkjan hefur ratað frá boðskap hans þá hefur hann þannig kallað trúa lærisveina til þess að snúa kirkjunni á rétta leið. Einn af þeim var Páll postuli sem í dag lætur okkur eftir þessi hvattningarorð kristnum mönnum í Rómverjabréfinu :

Elskan sé flærðarlaus. Hafið andstyggð á hinu vonda en haldið fast við hið góða. Sýnið hver öðrum systkinakærleika. Verið ekki hálfvolgir í áhuganum, verið brennandi í andanum. Verið glaðir í voninni, þolinmóðir í þjáningunni og staðfastir í bæninni.

Við skulum hvert og eitt leitast við að halda fast í hið góða og umfram allt að vera brennandi í andanum. Berum merki einingar, friðar, umburðarlyndis og kærleika hátt. Sýnum hvort öðru og þeim sem hafa aðrar skoðanir en við umburðarlyndi. Og verum umfram allt glöð og töpum ekki voninni . Því þá erum við á réttri leið með öðrum kristnum bræðrum og systrum í heiminum og öllum þeim sem bera sannleikanum vitni í lífi og starfi.