Það sem ,,tsunami“ getur ekki tekið burt

Það sem ,,tsunami“ getur ekki tekið burt

Þau eru eins og blóm í eyðimörkinni, sem jafnvel “tsunami” gat ekki tekið burtu. Blómin birtast í hugrekki manna, samkennd, kærleika, skyldum og samstöðu en þau tákna einnig öll virðuleik okkar mannanna.
fullname - andlitsmynd Toshiki Toma
03. apríl 2011

Hamfarir velja ekki fórnarlömb, hvort sem þær stafa af krafti náttúrunnar eða af mannavöldum. Hamfarirnar hitta alla jafnt fyrir, hvort sem það eru karlmenn, konur, börn, gott fólk eða trúaðir. Við biðjum Guð alltaf að vernda okkur og fjölskyldur okkar en á sama tíma vitum við að slæmir atburðir geta komið fyrir hvern sem er. Guð verndar okkur ekki alltaf á þann hátt, að hann losi okkur við slæma atburði út úr lífi okkar.

Jarðskjálftinn sem átti sér stað 11. mars síðastliðinn í Japan og flóðbylgjurnar sem fylgdu í kjölfarið, voru japönsku þjóðinni gríðarlegt áfall sem og tjónið sem kom í ljós í kjölfarið. Fleiri en tíu þúsund manns eru nú látnir og sautján þúsund manns er saknað. 150 þúsund íbúðir og byggingar eyðilögðust og um 200 þúsund manns neyðast til þess að dvelja í neyðarskjólum (26.mars).

Ég hef verið að fylgjast með fréttum á netinu þessa dagana frá Japan. Þaðer alltaf skelfilegt og sorglegt að sjá fréttirnar, en samt heyrir maður af fallegri sögu af og til. Í Einu skjóli vantaði fólk mat. Þar var allt of lítill matur til að hundruð munna yrðu mettaðir. Þá borðuðu þrír menn eina hrísgrjónakúlu sem var varla lítið stærri en sushi-stykki með því að deila henni á milli sín. Það þýðir að hver maður fékk bara einn lítinn bita. En fólkið gerði það þótt enginn hefði skipað því fyrir.

Í öðru skjóli í bænum, sem eyðilagðist vegna flóðbylgna, vantaði einnig algjörlega matvæli. Maður nokkur sem bjó nærri skjólinu var eigandi matvöruverslununar sem því miður eyðilagðist alveg. En hann fór að rústum búðar sinnar og safnaði öllum þeim mat og drykk sem eftir var og fór með aftur til skjólsins og deildi með fólkinu þar. Hann hefði getað geymt hann fyrir sjálfan sig en hann gerði það ekki.

Starfsfólk slökkviliða gegndi hættulegum skyldum sínum til þess að hindra að hættan af kjarnorkuveranna yrði ekki meiri en nú er en fjölskyldur þess grétu og grétu þegar slökkviliðsfólkið fór til vinnu sinnar.

Fréttir komu einnig utan Japans. Hópur kóreskra kvenna sem japanskir hermenn í seinni heimstyrjöldinni höfðu farið mjög illa með safnast alltaf vikulega saman fyrir framan sendiráðs Japans í Seoul til að krefjast opinberlega afsökunar Japans á meðferðinni. En eftir jarðskjálftann hafa þær komið saman og sent fyrirbæn til Japans.

Þessi dæmi eru aðeins til umhugsunar. Í þessum hörmungum eru þau eins og blóm í eyðimörkinni, sem jafnvel “tsunami” gat ekki tekið burtu. Þessi blóm birtast í lyktinni af hugrekki manna, samkennd, kærleika, skyldum og samstöðu en þau tákna einnig öll virðuleik okkar mannanna. Hvaða fá blómin næringu sína? Ég giska á að næringin komi af því að við erum manneskjur, hvar sem við búum, hver sem við erum og hvers konar trú/lífsskoðun sem við aðhyllumst.

Ég spáði mikið í þetta en þá mundi ég að Guð skapaði manneskjur. Hann skapaði ekki kristna menn. Að vera manneskja er ómetanleg blessun í sjálfu sér. Að sjálfsögðu ætla ég ekki að fara fram hjá mikilvægi þess að við geymum form ýmissa trúarbragða og umræðu á milli trúaðra og trúlausra. En í þessu semhengi er málið það að blómin í hörmungum eins og í jarðskjálftanum í Japan ætt að minna okkur á grunngildi manneskja og virðuleika sem er æðri ágreiningum og fjölbreytileika í veruleika manna í heiminum. Guð verndar okkur með því að láta okkur vera meðvituð um þetta í erfiðleikunum.

Japan er ekki svokölluð kristin þjóð. En ég trúi að Guð sé með Japan og leiði þá til nýrrar vonar og lækninga.

Að lokum langar mig, sem japanskur einstaklingur á Íslandi, að þakka ykkur Íslendingum fyrir að sýna samstöðu með Japönum, umhyggju og fyrir framlög ykkar til hjálparstarfsins í Japan. Guð sé með Japan, Íslandi og heiminum öllum.