Árið 1978 eða svo fannst í El Minya í Egyptalandi, nálægt Beni Masar, kódex einn úr papýrus, 30 cm hár og 15 cm breiður. Þetta fór samt leynt til að byrja með, dýrgripurinn komst í hendur alþjóðlegra braskara, var 16 ár í öryggishólfi í Hicksville á Long Island í New York fylki í Bandaríkjunum, en í september árið 2000 eignaðist grískur forngripasali hann, seldi áfram, en kaupin gengu til baka. Árið 2001 var blöðunum komið fyrir í öruggri geymslu í Basel í Sviss, og rannsókn hafin á innihaldinu, fjórum brotakenndum ritum, skrifuðum á koptísku. Mesta athygli vakti Júdasarguðspjall, sem er þar næstum allt (einungis 10-15% texta þess hefur glatast). Það nær yfir 25 af alls 66 síðum umrædds handrits, sem nefnt hefur verið Codex Tchacos.
Kolefnismælingar, gerðar við Háskólann í Arizona í Bandaríkjunum, gefa til kynna, að guðspjallið sé frá árabilinu 220-340 e.Kr. Allflestum textafræðingum, sem að hafa komið, finnst þó líklegt, að hér sé um að ræða þýðingu úr eldra verki, grísku, frá árabilinu 130-170 e.Kr.
Út af fyrir sig eru það engar nýjar fréttir, að Júdasarguðspjall hafi verið og sé til. Á það er fyrst minnst í ritinu Adversus Haereses ("Gegn aðskilnaðarsinnum", skrifað u.þ.b. 170-180 e.Kr.), eftir einn helsta talsmann kirkjunnar á 2. öld, Írenaeus, sem varð biskup árið 178 e.Kr. í Lugdunum, höfuðborg Gallíu (nú Lyon í Frakklandi). Hann kallar það einfaldlega og hreint út skáldsögu.
Nú ætla ég ekki að draga úr því, að hér er um að ræða afar merkan fund, eins og er með allt, sem kemur í leitirnar eftir árhundraða hvíld í jörð einhvers staðar. En þetta er samt ekkert einsdæmi. Fræðimenn hafa lengi vitað, að guðspjöllin eru miklu fleiri en þau, sem rötuðu inn í helgiritasafnið á 2., 3. og 4. öld og eru síðan óaðskiljanlegur partur af því ritverki, sem við köllum Biblíuna. Í raun og veru skipta þau tugum. Fæst eru trúverðug. Í einu þeirra er Jesús sagður hafa verið grænmetisæta. Í öðru er hann að dunda við að búa til leirfugla, gefur þeim anda og sleppir þeim á flug. Yfirleitt er innihaldið í þessum eða svipuðum dúr. Ekki þarf neitt vitring til að sjá, hvers kyns er.
Þarna eru líka rit, sem fullyrða, að Kristur hafi hvíslað algildum sannleik í eyru einhvers útvalins fulltrúa. Þetta hafi síðan borist áfram frá einni kynslóð til annarrar, eftir þröngum leiðum hinna fáu. Júdasarguðspjallið er í þessum hópi, nánar tiltekið af meiði gnóstíkastefnunnar, en blómaskeið hennar var 2. og 3. öld e.Kr. Hún var sambland af kristni og ýmiss konar hellenskri og austrænni dulhyggju. Hið efnislega var neikvætt, hið andlega jákvætt. Guðir voru sagðir (a.m.k.) tveir, annar fjandsamlegur (skaparinn) en hinn algóður (frelsarinn). Takmark mannsins var að "upplýsast", komast yfir hina leyndu þekkingu, og ná að verða eitt með alheimsvitundinni. Trúariðkunin var aukaatriði. Reyndar voru kenningarnar afar breytilegar frá einni grein þessarar hreyfingar til annarrar, og stönguðust gjarnan á. Þessi, sem Írenaeus er að kljást við, hét eftir þeim syni Adams og Evu sem drap bróður sinn, Abel; í augum þeirra var Kain hetja. Þar var Yahve talinn hinn illi, og mun ófullkomnari en guðdómurinn, sem gert hafði alheiminn og sent Krist.
Hinar vinsælu samsæriskenningar nútímans, eins og t.a.m. eru yrkisefni bókarinnar Da Vinci lykillinn og annarra slíkra, draga einmitt hugmyndir úr þessum furðulega jarðvegi. Og heimsbyggðin kokgleypir, glottandi og með sigurblik í augum. Kirkjan var að hylma yfir, aha!
Erfiðara reynist að kyngja því, að guðspjöllin fjögur, sem eru eldri, geti verið rétt í öllum meginatriðum, eins og þó fornleifafræðingar og aðrir hafa verið að sýna fram á oft og iðulega á undanförnum árum. Nei, hitt er skemmtilegra í gráum hvunndeginum, að eiga von á einhverjum óvæntum uppljóstrunum, og helst þeim, sem koma sér illa fyrir viðkomandi. "Spennandi" er hér töfraorðið. Þetta sama eðli gerir það að verkum, að hægt er að gefa út sorprit á Íslandi og annars staðar, og bjóða upp á sjónvarpsþætti, þar sem verið er að hnýsast í einkalíf fólks.
Til að mæta ýmsum torkennilegum pælingum í ætt við það, sem hér að framan má lesa, dró fornkirkjan saman helstu atriði trúarinnar, og byggði m.a. á því, sem var að finna í hinum postullegu bréfum (sjá t.d. Pétursbréfin tvö og Jóhannesarbréfin þrjú). Þar kom fram, að Jesús Kristur væri: sonur Guðs, Drottinn okkar, fæddur sem maður, dáinn, grafinn, upprisinn frá dauðum, uppstiginn til himna, situr við hægri hönd Guðs og mun koma að dæma.
Þetta er undanfari Postullegu trúarjátningarinnar.
Gnóstíkar mótmæltu þessu og sneru á hvolf, eins og mörgu öðru. Samkvæmt þeim var Kristur guðleg vera, er tók sér bólfestu í drengnum hennar Maríu, lifði af krossfestinguna og sigraðist þar af leiðandi ekki á dauðanum á páskadag. Og Júdas einn, "lærisveinninn sem Jesús elskaði", fékk að njóta ávaxtanna góðu, látandi fylgjendum sínum þá í té er fram liðu stundir.
"En ef Kristur er ekki upprisinn, þá er ónýt prédikun vor, ónýt líka trú yðar," ritar Páll frá Tarsus í Fyrra bréfi sínu til Korintumanna, 15. kafla, 14. versi. Og guðspjallamennirnir fjórir óhjákvæmilega lygarar, sem og allir aðrir höfundar rita Nýja testamentisins.
Þarf virkilega að segja eitthvað fleira?
Júdasarguðspjall
Árið 1978 eða svo fannst í El Minya í Egyptalandi, nálægt Beni Masar, kódex einn úr papýrus, 30 cm hár og 15 cm breiður. Þetta fór samt leynt til að byrja með, dýrgripurinn komst í hendur alþjóðlegra braskara, var 16 ár í öryggishólfi í Hicksville á Long Island í New York fylki í Bandaríkjunum, en í september árið 2000 eignaðist grískur forngripasali hann, seldi áfram, en kaupin gengu til baka. Árið 2001 var blöðunum komið fyrir í öruggri geymslu í Basel í Sviss, og rannsókn hafin á innihaldinu, fjórum brotakenndum ritum, skrifuðum á koptísku. Mesta athygli vakti Júdasarguðspjall, sem er þar næstum allt (einungis 10-15% texta þess hefur glatast). Það nær yfir 25 af alls 66 síðum umrædds handrits, sem nefnt hefur verið Codex Tchacos.
Kolefnismælingar, gerðar við Háskólann í Arizona í Bandaríkjunum, gefa til kynna, að guðspjallið sé frá árabilinu 220-340 e.Kr. Allflestum textafræðingum, sem að hafa komið, finnst þó líklegt, að hér sé um að ræða þýðingu úr eldra verki, grísku, frá árabilinu 130-170 e.Kr.
Út af fyrir sig eru það engar nýjar fréttir, að Júdasarguðspjall hafi verið og sé til. Á það er fyrst minnst í ritinu Adversus Haereses ("Gegn aðskilnaðarsinnum", skrifað u.þ.b. 170-180 e.Kr.), eftir einn helsta talsmann kirkjunnar á 2. öld, Írenaeus, sem varð biskup árið 178 e.Kr. í Lugdunum, höfuðborg Gallíu (nú Lyon í Frakklandi). Hann kallar það einfaldlega og hreint út skáldsögu.
Nú ætla ég ekki að draga úr því, að hér er um að ræða afar merkan fund, eins og er með allt, sem kemur í leitirnar eftir árhundraða hvíld í jörð einhvers staðar. En þetta er samt ekkert einsdæmi. Fræðimenn hafa lengi vitað, að guðspjöllin eru miklu fleiri en þau, sem rötuðu inn í helgiritasafnið á 2., 3. og 4. öld og eru síðan óaðskiljanlegur partur af því ritverki, sem við köllum Biblíuna. Í raun og veru skipta þau tugum. Fæst eru trúverðug. Í einu þeirra er Jesús sagður hafa verið grænmetisæta. Í öðru er hann að dunda við að búa til leirfugla, gefur þeim anda og sleppir þeim á flug. Yfirleitt er innihaldið í þessum eða svipuðum dúr. Ekki þarf neitt vitring til að sjá, hvers kyns er.
Þarna eru líka rit, sem fullyrða, að Kristur hafi hvíslað algildum sannleik í eyru einhvers útvalins fulltrúa. Þetta hafi síðan borist áfram frá einni kynslóð til annarrar, eftir þröngum leiðum hinna fáu. Júdasarguðspjallið er í þessum hópi, nánar tiltekið af meiði gnóstíkastefnunnar, en blómaskeið hennar var 2. og 3. öld e.Kr. Hún var sambland af kristni og ýmiss konar hellenskri og austrænni dulhyggju. Hið efnislega var neikvætt, hið andlega jákvætt. Guðir voru sagðir (a.m.k.) tveir, annar fjandsamlegur (skaparinn) en hinn algóður (frelsarinn). Takmark mannsins var að "upplýsast", komast yfir hina leyndu þekkingu, og ná að verða eitt með alheimsvitundinni. Trúariðkunin var aukaatriði. Reyndar voru kenningarnar afar breytilegar frá einni grein þessarar hreyfingar til annarrar, og stönguðust gjarnan á. Þessi, sem Írenaeus er að kljást við, hét eftir þeim syni Adams og Evu sem drap bróður sinn, Abel; í augum þeirra var Kain hetja. Þar var Yahve talinn hinn illi, og mun ófullkomnari en guðdómurinn, sem gert hafði alheiminn og sent Krist.
Hinar vinsælu samsæriskenningar nútímans, eins og t.a.m. eru yrkisefni bókarinnar Da Vinci lykillinn og annarra slíkra, draga einmitt hugmyndir úr þessum furðulega jarðvegi. Og heimsbyggðin kokgleypir, glottandi og með sigurblik í augum. Kirkjan var að hylma yfir, aha!
Erfiðara reynist að kyngja því, að guðspjöllin fjögur, sem eru eldri, geti verið rétt í öllum meginatriðum, eins og þó fornleifafræðingar og aðrir hafa verið að sýna fram á oft og iðulega á undanförnum árum. Nei, hitt er skemmtilegra í gráum hvunndeginum, að eiga von á einhverjum óvæntum uppljóstrunum, og helst þeim, sem koma sér illa fyrir viðkomandi. "Spennandi" er hér töfraorðið. Þetta sama eðli gerir það að verkum, að hægt er að gefa út sorprit á Íslandi og annars staðar, og bjóða upp á sjónvarpsþætti, þar sem verið er að hnýsast í einkalíf fólks.
Til að mæta ýmsum torkennilegum pælingum í ætt við það, sem hér að framan má lesa, dró fornkirkjan saman helstu atriði trúarinnar, og byggði m.a. á því, sem var að finna í hinum postullegu bréfum (sjá t.d. Pétursbréfin tvö og Jóhannesarbréfin þrjú). Þar kom fram, að Jesús Kristur væri: sonur Guðs, Drottinn okkar, fæddur sem maður, dáinn, grafinn, upprisinn frá dauðum, uppstiginn til himna, situr við hægri hönd Guðs og mun koma að dæma.
Þetta er undanfari Postullegu trúarjátningarinnar.
Gnóstíkar mótmæltu þessu og sneru á hvolf, eins og mörgu öðru. Samkvæmt þeim var Kristur guðleg vera, er tók sér bólfestu í drengnum hennar Maríu, lifði af krossfestinguna og sigraðist þar af leiðandi ekki á dauðanum á páskadag. Og Júdas einn, "lærisveinninn sem Jesús elskaði", fékk að njóta ávaxtanna góðu, látandi fylgjendum sínum þá í té er fram liðu stundir.
"En ef Kristur er ekki upprisinn, þá er ónýt prédikun vor, ónýt líka trú yðar," ritar Páll frá Tarsus í Fyrra bréfi sínu til Korintumanna, 15. kafla, 14. versi. Og guðspjallamennirnir fjórir óhjákvæmilega lygarar, sem og allir aðrir höfundar rita Nýja testamentisins.
Þarf virkilega að segja eitthvað fleira?