Inngangur að dýpi

Inngangur að dýpi

Maður sem hugsar ekki um veikleika sinn getur verið eins og planta sem hefur stórt blóm með sér, en ræturnar festast ekki djúpt undir jörð. Því ef vindur er sterkur og rigning er hörð fýkur hún auðveldlega í burtu.
fullname - andlitsmynd Toshiki Toma
03. mars 2012
Flokkar

„ Náð mín nægir þér því að mátturinn fullkomnast í veikleika.“ Því vil ég helst hrósa mér af veikleika mínum til þess að kraftur Krists megi taka sér bústað í mér. Þess vegna uni ég mér vel í veikleika, í misþyrmingum, í nauðum, í ofsóknum, í þrengingum vegna Krists. Þegar ég er veikur þá er ég máttugur. II Kor 12:5-10

Drottinn sé með okkur og leiði huga okkar.

1. Foreldrar mínir sem búa í Japan voru fluttir á spítala fyrir síðastliðinn jól vegna lungnabólgu. Ég fór til þeirra til Japans rétt eftir jólin og dvaldi þar yfir áramótin. Foreldrar mínir búa í borg sem heitir Sappro en hún er á Norðureyju Japans og veðrið þar var alveg eins og á Íslandi, mikið frost og snjór. En sem betur fór kom sólin snemma og það var alltaf bjart á morgnanna.

Pabbi minn og mamma voru ekki á sama spítalanum og því eyddi ég miklum tíma á tveimur spítölum á hverjum degi. Læknir, hvor á sínum spítala, útskýrði fyrir mér líðan pabba míns eða mömmu og á eftir kom hjúkrunarkona og annað starfsfólk, eitt á eftir öðru til þess að framkvæma ýmis störf. Hvert sem starf þeirra var sýndist mér það hafa raunsæja merkingu og breyta stöðu foreldra minna til hins betra.

Á meðan ég var að skoða vinnu starfsfólks spítalanna, varð ég að hugsa um sjálfan mig: ,,Hvað geri ég hér? Ég get ekkert gert sem skiptir pabba og mömmu máli...“ Sem sé, var ég með eins konar ,,minnimáttarkennd“ þar. Í japönsku samfélagi hefur ,,kristinn prestur“ enga viðukenningu ólíkt því íslenska. Á Íslandi getur viðvera prests hjá sjúklingum verið eðlileg eða jafnvel eftirsóknarverð, en það á sjaldnast við í Japan þar sem kristið fólk er minna en eitt prósent íbúafjöldans. Í slíkum kringumstæðum virðist ,,prestur“ að skipta rosalegu litlu máli.

2. Grunnurinn sem starf prestsins stendur á byggir á þekkingu um Biblíuna og trú á Guð, sama hvaða þjóð heimsins sem um er að ræða. En ,,Guð“ eða ,,trú“ hefur verið sífellt ræðuefni manna undanfarin 2000 ár eða lengra en það, og menn hafa aldrei komist að sameiginlegri niðurstöðu. Ólíkt því að enginn mun efast nauðsyn læknisfræði eða mikilvægi tölvufræði í nútímasamfélagi, er ,,Guð“ eða ,,trú“ sem grunnur prests ekki óumdeilt samþykki í nútímasamfélagi.

Að sjálfsögðu eru þar prestar sem eru með aukamenntun og sérþekkingu á ákveðnum málefnum eins og sjúkrahúsprestar. Þeir geta sinnt praktískum málum jafnt sem trúmálum. Það eru reyndar verkefni í samfélaginu sem næstum eingöngu prestur getur sinnt eins og jarðarför og flestir velja prest til að gifta sig. Örfáir munu neita nauðsyn á tilvist prestar þegar um jarðarför er að ræða. Engu að síður, má það að segja yfirleitt að prestur getur ekki unnið á sama hátt og t.d. læknir, hjúkrunarfræðingur, tölvufræðingur eða flugstjóri, sem sagt sérfræðingar sem sinna praktískum málum og þjónusta þess nær jafnt til allra.

Prestsþjónusta er oft brúin á milli hins raunverlegs heims og heims vonar og trúar og starfsárangur kemur ekki strax í ljós eða er ekki alltaf sjáanlegur. Jafnvel þótt prestur gifti fólki með blessun, getur fólkið skilið eftir nokkur ár. Prestur talar um kraftaverk umbreytingar vatns í vín, en hann getur ekki gert það kraftverk sjálfur, jafnvel ekki fyrir sitt eigið glas fyrir matinn. Þjónusta prests getur þýtt mikið fyrir safnaðarbörn sín, en hefur ef til vill enga þýðingu fyrir fólk sem ekki er kristinnar trúar. Að þessu leyti stendur prestur á veikari grunni en læknir eða tölvufræðingur.

En hvers vegna verður prestur sem þjónn Guðs að standa á veikari grunni en veraldlegt atvinnufólk? Minn skilningur er sá að Guði þóknast ekki að prestur þjóni náunga sínum með ofurkrafti sínum eins og riddari á hvítum hesti eða Súperman. Guði þóknast að prestur, og einnig allir lærisveinar Jesú, þjóni Jesú á krossinum til fyrirmyndar. Jesús á krossinum birtist í augum manna fyrst sem ósigur Jesú eða Jesús sem misheppnaðist í hlutverki sínu. En sannleikurinn var sá að endanlegi sigurinn byrjaði að spretta úr þeim krossi. Guð sér nefnilega ekki veikleika manns á sama hátt og við sjáum veikleika okkar sjálf. ,,Náð mín nægir þér: því að mátturinn fullkomast í veikleika“ (II Kor.12:9)

3. Að íhuga þetta atriði leiðir okkur um íhugun um veikleika manns almennt, veikleika bæði hjá persónuleika manns og samfélagslegri stöðu manns. Veikleiki manns er ekki endilega neikvæður hluti fyrir mann. Það gerist oft að maður þekkir hið sanna um sjálfan sig með því að horfast í augu við veikleika sinn. Í sálfræðinni er það t.d. mikilvægara að skoða veikleika manns vel fremur en styrkleika, til að ná til hins sanna persónuleika manns. Veikleiki manns er víst inngangur að dýpri heiminum sem breiðst út inni manni.

Það er auðséð að styrkleikar okkar nýtast okkur vel. Styrkleikar auðga líf okkar á margan hátt. Þeir opna veg fyrir betri menntun, starf eða möguleika í farmtíð okkar. Ef okkur tekst að þróa styrkleikana þá færa þeir sérhverju okkar stórt blóm ef ég má lýsa lífi manns sem plöntu. En hvað um rætur? Maður sem hugsar ekki um veikleika sinn getur verið eins og planta sem hefur stórt blóm með sér, en ræturnar festast ekki djúpt undir jörð. Því ef vindur er sterkur og rigning er hörð fýkur hún auðveldlega í burtu. Maður sem forðast ekki að horfast í augu við veikleika sinn skilur veikleika annars fólks líka. Íhugun um veikleika gefur manni dýpri skilning á lífi, manneskju og sambandi við annað fólk.

Þannig er veikleiki okkar, hvort sem hann er í persónuleika okkar eða samfélagslegri stöðu, alltaf inngangur að dýpi tilvistar okkar og lífsins. Ég orðaði áðan veikleika prestastéttar almennt. Ég sagði grunnur prests sem atvinnumanns væri veikari en grunnur veraldlegs atvinnufólks. En þetta á að vera svona. Fagnaðarerindi verður að streyma út úr veikstöddum prestum og kristnu fólki, þar sem fagnaðarerindi má ekki verða að skipan, hótun eða tísku.

Ég óska að þið ungt fólk óttist ekki að horfast í augu við veikleika ykkar. Þar sem þarna getið þið staðfest ríka náð Guðs. Og við prestarnir verðum að íhuga veikleika okkar sjálfra og endurskoða. Mér sýnist að margir prestar vilji tala frekar um styrkleika sinn en veikleika. En ég tel að það sé ekki rétt viðhorf hjá okkur sem prestum.

Tomihiro Hoshino er þekktur kristinn maður í Japan, en hann er málari og ljóðaskáld. Hann var íþróttakennari en lenti í slysi þegar hann var enn ungur. Líkami hans lamaðist allur og þannig hefur hann lifað í 40 ár. Tomihiro tók kristna trú eftir að hann lamaðist. Hann lærði að mála með penna í munni og yrkja á rúmi á spítalanum. Hér er eitt ljóð eftir hann:

Veturinn líður og sumarið kemur Dagurinn líður og nóttin kemur Góður dagur líður og rigningardagur kemur Og þá springur út blóm Sorgin líður hjá og þjáningin hefst. Þá verð ég að mér sjálfum

(,,Merking sorgar“ eftir Tomihiro Hoshino)

Ómetanleg miskunnsemi Drottins Jesú sé með okkur alla tíð. – Amen