Reglur Guðs, að lifa í samfélagi hvert við annað

Reglur Guðs, að lifa í samfélagi hvert við annað

Reglur sem eru sanngjarnar.. stuðla að friðsömu samfélagi.. og okkur líður best þegar við vitum hvað má og hvað má ekki.. og núna, þegar stríð, ekki eitt heldur mörg stríð geisa í heiminum og við sjáum fréttir um hörmungar þess daglega.. fréttir sem eru ljótari en margir tölvuleikir.. þá finnum við hvað FRIÐUR er dýrmætur.. Hvað það er dýrmætt að lifa við öryggi en ekki í stöðugum ótta.. búa við atvinnuöryggi.. vera viss um að við eigum heimili til að snúa til á kvöldin, mat til að borða.. og rúm til að sofa í, fyrir utan allan lúxusinn sem við höfum að auki í tækni nútímans..

(Innri) Njarðvíkurkirkja kvöldmessa, Rut 2.8-12, Fil 2.12-18, Matt 21.28-32

Náð sé með yður og friður frá Guði vorum og Drottni Jesú Kristi.

Allir sunnudagar kirkjuársins hafa þema og þema þessa sunnudags er: Reglur Guðs, að lifa í samfélagi hvert við annað.. og í dag ætla ég að tala um reglur.. því öll samfélög, bæði samfélög manna og dýra, hafa reglur.. Sumar reglur skapast af hefðum og eru óskráðar en aðrar reglur hafa verið skjalfestar, verða að lögum og okkur er refsað ef við brjótum lögin..
Við höfum alls staðar reglur en þær eru ekki allar eins.. hver staður sníður sínar reglur eftir aðstæðum.. en alls staðar er krafa um að við sýnum hvert öðru tillitsemi..
Hér í kirkjunni virðum við að við erum í húsi Guðs, við tökum ofan húfurnar, við truflum ekki guðsþjónustuna og sýnum kurteisi í alla staði.. Það eru svipaðar reglur í leikskólum, skólum, íþróttahúsum og flestum vinnustöðum. Sundlaugar, bankar, leikhús, bíó og strætó, og aðrir opinberir staðir, þar sem ókunnugt fólk kemur saman.. hafa líka reglur. Og sá sem keyrir bíl, þarf að kunna umferðarreglurnar..

Það er enginn staður til í heiminum þar sem engar reglur eru.. en aðeins á einum stað eru reglurnar búnar til jafnóðum og þörf er á þeim.. Hvar haldið þið að það sé?
Það er heima hjá okkur.. Foreldrar búa til reglur heimilisins jafnóðum og börnin eldast.. og ég er viss um að ekkert heimili er með nákvæmlega sömu reglur.. þó þær séu líkar.. flestir setja reglur um umgengni, ákveðinn útivistartíma, ákveðnar skyldur við heimilisstörf, ákveðinn tíma við tölvuskjáinn, matartíma, svefntíma heimalærdóm, passa systkini, og fleira..
Ég veit að fermingarbörnin vildu örugglega losna við einhverjar af þessum reglum.. en ég verð að benda ykkur á, kæru fermingarbörn.. að þið búið sjálf til reglur sem þið viljið að aðrir fari eftir.. það á að banka á hurðina á herberginu – ekki vaða inn, systkini meiga ekki róta í dótinu og alls ekki fá neitt lánað. það á að láta allt í friði sem þið eigið og fleira.. Það er gott að setja reglur og læra að virða reglur annarra og ég vona að þið, kæru fermingar-börn, hafið sett ákveðin mörk í umgengni við aðra, bæði þá sem þið þekkið og ókunnuga.. Hugsið um að halda virðingunni, láta ekki leiðast út í eitthvað sem þið munið alla ævi skammast ykkar fyrir..  

Guð vissi að eina leiðin til að skapa frið í samfélögum manna var að setja reglur.. Það var Móse sem sótti boðorðin 10 og lögmál gyðinga upp á Sínaí-fjall.. og þessi sömu boðorð, sem menn halda að séu orðin 4 þús ára gömul.. þurfa öll fermingarbörn að læra.. Fyrstu boðorðin segja okkur að tilbiðja Guð en síðari hluti þeirra eru samfélagsreglur, þú skalt ekki stela, myrða, ljúga eða girnast eigur annarra.. Reglur eru nefnilega settar til að skapa FRIÐ.. Þar sem mönnum tekst að virða þessi boðorð – þar er þokkalegur friður.. en þar sem menn virða ekki friðhelgi annarra, þar ríkir ófriður og stríð..
Já, reglur.. er lífið flókið með öllum þessum reglum.. eða hvað.. Erum við í vafa hvort við þurfum á þessum reglum að halda? Væri lífið einfaldara ef allir mættu gera það sem þeim sýndist.. Nei, þá værum við í stöðugri hættu eins og fólk í stríðshráðum löndum.. Sanngjarnar reglur sem ganga jafnt yfir alla, gera lífið og tilveruna einfaldari og friðsamari.. en um leið og reglur gilda aðeins fyrir ákveðinn hóp í samfélag-inu, þá geta þær talist kúgun.. 

Reglur sem eru sanngjarnar.. stuðla að friðsömu samfélagi.. og okkur líður best þegar við vitum hvað má og hvað má ekki.. og núna, þegar stríð, ekki eitt heldur mörg stríð geisa í heiminum og við sjáum fréttir um hörmungar þess daglega.. fréttir sem eru ljótari en margir tölvuleikir.. þá finnum við hvað FRIÐUR er dýrmætur.. Hvað það er dýrmætt að lifa við öryggi en ekki í stöð-ugum ótta.. búa við atvinnuöryggi.. vera viss um að við eigum heimili til að snúa til á kvöldin, mat til að borða.. og rúm til að sofa í, fyrir utan allan lúxusinn sem við höfum að auki í tækni nútím-ans.. Sanngjarnar reglur eru nauðsynlegar.. en þær nægja ekki nema þær séu virtar.. og þar blandast inn okkar VAL.. við þurfum að velja að fara eftir þeim.. og stundum finnst okkur erfitt að hlýða..


Í guðspjallinu las ég dæmisögu sem Jesús sagði, Hún var um föður sem átti 2 syni.. Hann bað þá að fara og vinna í víngarðinum sínum. Sá fyrri sagði NEI en skipti síðan um skoðun og fór. Sá síðari sagði JÁ, en fór ekki.. Sagan er myndmál um hlýðni við Orð Guðs.. Faðirinn í sögunni táknar Guð.. Fyrri sonurinn, sá sem sagði NEI, táknar vantrúaða.. en hann skipti um skoðun og ákvað að hlýða Orði Guðs.. Seinni sonurinn var sá trúaði.. en hann taldi sig ekki þurfa að fara eftir Orði Guðs.. og Jesús spurði hvor þeirra gerði það sem faðirinn bað um? Jú, það gerði sá sem sagði fyrst NEI, en snérist hugur og ákvað að hlýða Guði.. Hann valdi að vinna í víngarðinum sem er myndmál fyrir að hann valdi að trúa á Guð.. Við erum allt lífið að velja eitthvað sem hefur áhrif á allt okkar líf..

Hinn kristni boðskapur er friðarboðskapur.. og Jesús gaf okkur nýtt boðorð.. tvö-falda kærleiks-boðorðið en þar segir: þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum og náunga þinn eins og sjálfan þig... þetta boðorð eiga öll fermingar-börn að læra og við eigum öll að lifa eftir því..
 
Þetta er EIN regla.. elska Guð og elska náungann.. og í hinum stóra heimi eiga menn í mestu vandræðum að halda hana.. þó er viðmiðið VIÐ SJÁLF.. og við viljum ekki að það sé brotið á okkur..en af því að við þekkjum ófriðinn sem ríkir á svo mörgum stöðum, þá eigum við kannski erfitt með að ímynda okkur veröld þar sem allir eru sannarlega jafnir.. þar sem allir elska hvern annan og allir lifa í sátt og samlyndi.. en þannig er lýsingin á Ríki Guðs.. og sögur Jesú fjalla allar um taka við fagnaðarerindinu.. um ríki Guðs.. Orðið fagnaðarerindi þýðir góðar fréttir..

Í ríki Guðs verður eilífur friður og góðu fréttirnar eru að trúin á Guð, og Jesús er líka Guð, trúin á Guð er aðgangsmiðinn. Fyrir Jesú eru allir jafnir, hann elskar okkur öll jafn mikið, vill taka við okk-ur öllum, hann dó fyrir okkur öll, hann gaf okkur öllum sömu gjöfina.. Það eina sem við þurfum að gera, er að taka við þessari gjöf.. það gerum við með því að játa trúna og hafa hana í hjartanu..
Dýrð sé Guði, föður, syni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi er og verður um aldir alda. Amen..