Eitt er nauðsynlegt

Eitt er nauðsynlegt

Marta hafði áhyggjur af veitingunum.. og kannski hefði Jesús svarað henni öðruvísi ef hún hefði haft áhyggjur af því að missa af boðskapnum sem hann deildi með hinum.. Þó það sé hvergi minnst á að Marta hafi hitt Jesú áður.. þá verðum við að gera ráð fyrir því.. og kannski var Lasarus heima.. því konur.. og þá sérstaklega ungar konur.. bjuggu hvorki einar á þessum tíma.. né buðu ókunnungum mönnum heim til sín..

Landakirkja Vestmannaeyjum, 5 Mós 4.29-31, Fil 4.11-13, Guðspjall: Lúk 10.38-42

Náð sé með yður og friður frá Guði vorum og Drottni Jesú Kristi.   
Allir sunnudagar kirkjuársins hafa þema og þema þessa sunnudags er tekið úr guðspjallinu og eru orð Jesú: Eitt er nauðsynlegt..
Guðspjalls-textinn, eins og svo margir aðrir textar Biblíunnar.. setur upp andstæður.. tvo kosti.. og andstæður skerpa alltaf á því að við höfum val.. Allt lífið erum við að velja.. og reyna að velja rétt.. Á tímum Jesú var skýr hlutverkaskipting milli kynjanna í samfélaginu.. því hefur verið afar óvenjulegt á þessum tíma að meistari tæki kvenlærlinga.. eins og Jesús gerði.. en hjá Jesú voru konur jafn velkomnar sem áheyrendur eins og karlar.. Í dag las ég um Mörtu og Maríu..
Engin fjölskylda er eins þekkt í guðspjöllunum og systkinin Marta, María og Lasarus sem bjuggu í Betaníu, tæpa 3 km frá Jerúsalem.. og við heyrðum áðan að það hafi ver-ið Marta sem bauð Jesú heim.. Eins og fyrirmyndar húsmæðrum er jafnan lýst.. þá lagði hún allan hug á að veita sem mesta þjónustu.. en María systir hennar settist við fætur Jesú og hlustaði.. Þessi frásögn er með þekktustu sögum NT, og sagan jafnan sögð í sunnudaga-skólanum þar sem myndirnar sýna Mörtu hamast í eldhúsinu, með úfið hár, kófsveitt og bálreið..því hún fékk enga hjálp..
Að lokum kvartaði hún við Jesú.. en hvað gerðist.. Jesús varði Maríu.. hún hafði valið góða hlutskiptið.. og hann sagði að Marta hefði of miklar áhyggjur!

Já, við konurnar skiljum Mörtu.. það getur kostað mikla vinnu að taka á móti gestum.. og það er mjög ólíklegt að Jesús hafi mætt einn.. lærisveinar hans voru alltaf með honum.. Marta þurfti því að snara fram veitingum EIN.. fyrir marga hungraða munna..
Já, Marta hafði áhyggjur af veitingunum.. og kannski hefði Jesús svarað henni öðruvísi ef hún hefði haft áhyggjur af því að missa af boðskapnum sem hann deildi með hinum.. Þó það sé hvergi minnst á að Marta hafi hitt Jesú áður.. þá verðum við að gera ráð fyrir því.. og kannski var Lasarus heima.. því
konur.. og þá sérstaklega ungar konur.. bjuggu  hvorki einar á þessum tíma.. né buðu ókunnungum mönnum heim til sín.. EN þegar Jesús síðan kom, þá tóku verkin yfirhöndina.. Marta bar jú ábyrgð á heimboðinu og okkur er tamt að vilja vinna fyrir hrósi, aðdáun eða þakklæti fyrir góðar gjörðir.. en María, sem gerði ekki neitt að mati Mörtu, fékk hrósið.. hún hafði valið góða hlutskiptið..
Já, alla ævina stöndum við frammi fyrir því að reyna að velja rétt.. og hér sjáum við hvað það getur verið snúið..
Jesús sagði ekki að Marta hafði gert neitt rangt.. aðeins að hún valdi að ,,mæðast í mörgu” sem varð til þess að hún hafði ekki tíma fyrir Jesú.. og til að útskýra það aðeins betur.. þá getum við.. í sömu athöfn.. valið það sem er rétt, þ.e. verið hjálpsöm og sýnt þjónustulund en á sama tíma svikið sálina um andlega næringu.. og þannig valið rangt..
Já, María valdi góða hlutskiptið.. því hún hafði sett Jesú í forgang. ..Og hún fylgdi honum eftir.. því það er til önnur frásögn af Maríu, þar sem hún er aftur komin við fætur Jesú, en það er þegar hún þvær fætur hans með tárum sínum, þurrkar með hári sínu og smyr með smyrslum.. já, Jesús setur andlega samveru okkar með honum, framar þjónustu.. það er mikilvægara að meðtaka boðskapinn en að ætla að reyna að réttlætast með verkum.. og frásögnin sýnir and-stæðurnar.. trú Maríu annars vegar og hins vegar verk Mörtu..
Já, þemað er: eitt er nauðsynlegt.. Boðskapurinn er, að láta Orð Guðs ekki mæta afgangi í lífinu.. ekki láta annríki dagsins yfirtaka líf okkar.. búum til tíma fyrir Jesú.. veljum góða hlutskiptið eins og María.. Við erum öll hluti af fjölskyldu.. en Marta og María virðast aðeins hafa átt Lasarus að.. Systkinin virðast búa saman, öll ógift.. 
Næst þegar við heyrum af þeim systkinum, hafa þær systur sent Jesú skilaboð að Lasarus væri veikur og hann deyr áður en Jesús kemur. Nokkrir gyðingar komu til að hugga systurnar en ekki er minnst á foreldra þeirra..
Þetta hefur ekki verið stór fjölskylda.. og frekar einangruð.. Marta og María hafa unnið heimilisverkin sjálfar.. eins og guðspjallið í dag sagði okkur.. en það var ekki vegna fátæktar… það er ekki fátæk kona sem smyr fætur Jesú með smyrslum sem eru 300 denara virði..
Í þeirri frásögn er Jesús í mat hjá fariseanum Símoni sem hefur viðurnefnið ,,líkþrái”.. Hann hefur greinilega læknast.. og enginn nema Jesús getur hafa læknað hann.. Þangað kemur María með smyrslin.. og söguritara finnst ekkert athugavert við að hún geti gengið inn í hús Símonar óboðin.. Var hún kannski dóttir Símonar?

Við vitum að þegar menn segja frá eða skrifa sögur niður, kannski löngu seinna..getur sjálf-ur atburðurinn verið mikil-vægari í hugum þeirra en að segja frá tengingum sögupersón-anna.. Svo kannski er ég að raða saman frásögnum af harmleik einnar fjölskyldu.. Ef við drögum þessar sögur saman í eina, þá getur fariseinn Símon líkþrái verið sá sem Jesús læknaði af holdsveiki og faðir systkinanna. Þó Símon hafi læknast, þá hefur hann viðurnefni sem viðheldur ótta, minnir stanslaust á þennan hræðilega sjúkdóm og fólk var logandi hrætt við smit.. Við þekkjum hvernig Covid fór með heiminn..
Vegna ótta um smit voru systkinin ógift.. og þegar Lasarus dó, gæti hann hafa dáið úr holdsveiki.. Þó Símon hafi læknast, var ekki hægt að losna við fortíðina. Samfélagið
hélt sig áfram í hæfilegri fjarlægð.. og fjölskyldan var áfram einangruð.. og einmana..
EN þrátt fyrir þessi áföll átti fjölskyldan VIN, sannan og traustan vin.. sjálfan Frelsara alheimsins, Jesú Krist.. Vin sem brást ekki, talaði hreint út og sagði alltaf sannleikann.. eins og þemað í dag ber með sér.. og eru orð hans: ,,Eitt er nauðsynlegt”.. Jesús var ekki að segja að verk Mörtu væru ekki nauðsynleg.. heldur var þetta spurning um forgangsröðun.. Marta sýndi okkur hvernig amstur dagsins getur rænt okkur gæðastund með Guði.. Þegar lífið bankar upp á, vill forgangsröðun breytast.. en þá gildir að taka frá tíma fyrir Guð .. Því eins og Jesús sagði við Mörtu, þá var það ekki tekið af Maríu að hún valdi góða hlutskiptið..
Já, María fékk allt hrósið.. gerði aumingja Marta ekkert rétt?? Jú, hún gerði það sem er mikilvægast af öllu.. hún bauð Jesú heim.. og Jesús kemur þangað sem hann er velkominn.. og ef við bjóðum Jesú heim og veljum að sitja við fæt-ur hans eins og María gerði.. látum ekki amstur dagsins ræna af okkur Orði Guðs, þá verður vináttan gagnkvæm..

Hversu lítinn tíma sem við virðumst hafa aflögu fyrir Orð Guðs, þá nægja þeir brauðmolar til að halda lífinu í trúnni.. þekkingin safnast saman.. og við eignumst okkar uppáhalds sögur, vers og ritningarstaði sem við geymum í hjartanu og getum gripið til hvenær sem er.. þá höfum við ekki aðeins boðið Jesú heim, heldur býr hann í hjörtum okkar..


Dýrð sé Guði, föður, syni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi er og verður um aldir alda. Amen..