Bænir fyrir Mið-Austurlöndum

Bænir fyrir Mið-Austurlöndum

Guð sem ert okkur styrkur, eins og María grét við kross Jesú, þannig grátum einnig við með konunum í Sýrlandi, Írak, Líbýu og Egyptalandi sem sæta ólýsanlegri kvöl og þjáningu. Fjölskyldum er sundrað: Mæður hafa misst börn sín, eiginkonur menn sína, dætur feður sína. Margar konur þurfa að bera þungar byrðar einsamlar, þjakaðar af ranglæti, þolendur nauðgana, hafnað af samfélaginu í örvæntingu og skömm. Við biðjum þig að halla konum Sýrlands, Íraks, Líbýu og Egyptalands að brjósti þér.

Guð sem ert okkur styrkur, eins og María grét við kross Jesú, þannig grátum einnig við með konunum í Sýrlandi, Írak, Líbýu og Egyptalandi sem sæta ólýsanlegri kvöl og þjáningu. Fjölskyldum er sundrað: Mæður hafa misst börn sín, eiginkonur menn sína, dætur feður sína. Margar konur þurfa að bera þungar byrðar einsamlar, þjakaðar af ranglæti, þolendur nauðgana, hafnað af samfélaginu í örvæntingu og skömm. Við biðjum þig að halla konum Sýrlands, Íraks, Líbýu og Egyptalands að brjósti þér. Guð kærleika og umhyggju, á sama hátt og Jesús umfaðmaði litlu börnin áður en hann dó, umvefðu börn Sýrlands, Íraks, Líbýu og Egyptalands með kærleiksríkri og læknandi snertingu þinni. Við biðjum þess að þeim mætti auðnast að njóta réttinda á við önnur börn, þess réttar að vera barn. Guð, haltu þeim þétt í fangi þér þegar þau eru hrædd og skjálfa af ótta.Við biðjum fyrir ungum körlum og konur sem íhuga að ganga til liðs við hryðjuverkahópa. Upplýstu huga þeirra með visku þinni og hjörtu þeirra með kærleika þínum, að þau sjái mynd þína í hverri manneskju sem þau mæta og skilji að þú þráir frið, ekki stríð, líf fyrir hverja manneskju án ógnar. Guð viskunnar, minnug þess að Jesús mátti reyna hræðilega meðferð yfirvalda biðjum við þig að opna augu valdhafa fyrir því að ofbeldi getur ekki og mun ekki binda enda á ofbeldi. Hjálpaðu leiðtogum alþjóðasamfélagsins til að taka ákvarðanir sem efla líf og frið á jörðu; að þau geri rétt, ástundi kærleika og þjóni þér í hógværð. Guð sköpunarverksins, minnug þess að jörðin skalf við dauða Jesú biðjum við fyrir umhverfinu sem hefur orðið fyrir eyðingu og ráni á stríðstímum. Við biðjum um varðveislu og vernd sköpunarinnar allrar. Guð miskunnar, eins og ræninginn sem var krossfestur með Jesú iðraðist biðjum við fyrir kúgurum, hryðjuverkamönnum og þeim sem breiða út ógn og dauða: Fyrirgefðu þeim og gerðu okkur fær um að fyrirgefa, jafnvel þótt við getum ekki réttlætt illa breytni þeirra. Leiddu þau á þínum vegi, vegi iðrunarinnar, kenndu þeim að þekkja vilja þinn sem færir kærleika og umhyggju, réttlæti og frið öllu fólki, óháð ólíkum aðstæðum og afstöðu. Guð allra þjóða, á sama hátt og Jesús kom, dó og reis upp til að færa frið biðjum við um nærveru þína meðal fólksins í Sýrlandi, Írak, Líbýu og Egyptalandi og íbúum nærliggjandi landa. Fylltu hvert hjarta með ást þinni og miskunn. Hristu upp í skilningi okkar á réttlæti og friði og fylltu okkur kjarki til að breyta í samræmi við orðið þitt. Hjálpaðu okkur að binda endi á hatur og þjáningu í heiminum, gefðu gjörvöllum heimi frið. Guð allra tíma og staða, þú opnaðir okkur veg eilífs lífs í Jesú Kristi sem var hafinn upp á kross. Við felum í kærleiksríkan faðm þinn kristin systkini okkar sem hafa látið lífið vegna sonar þíns. Huggaðu syrgjandi fjölskyldur þeirra. Hjálpaðu okkur að muna þau og trú þeirra á Jesú Krist. Gefðu okkur slíka trú sem fylgir frelsaranum, að við fetum í heilög fótspor þín með hjálp heilags anda. Í Jesú nafni, amen.

Efni úr guðsþjónustu frá Alkirkjuráðinu.