Samþykktir Lúterska Heimssambandsins varðandi prestsvígslu kvenna

Samþykktir Lúterska Heimssambandsins varðandi prestsvígslu kvenna

Því köllum við eftir jafnrétti og fullri þátttöku kvenna í öllum meðlimakirkjum Heimssambandsins

Á Heimsþingi Lútherska Heimssambandsins voru greidd atkvæði um ýmsar tillögur og margar þeirra samþykktar með yfirgnæfandi meiri hluta. Ég mun nú kynna samþykktir sem varða prestavígslu kvenna.

Heimsþingið beinir þeim tilmælum til skrifstofunnar í Genf að koma á fót samræðum um prestsvígslu kvenna (en aðeins 119 kirkjur af 145 aðildarkirkjum sambandsins vígja konur).

Þá beinir Heimsþingið því til skrifstofunnar í Genf að koma á samtali um reynslu þeirra kirkna sem vígja konur til að brjóta niður þær hindranir sem eru í veginum fyrir vígslu kvenna í kirkjum sem gera það ekki. Þannig styður þingið tillögu sem stjórn sambandsins samþykkti í Wittenberg í desember s.l. sem var svohljóðandi: “Jafnrétti kynjanna er tákn um handleiðslu Guðs í heiminum. Því er allt misrétti sem birtist í því að konur hafi ekki fullt jafnrétti í kirkjunni andstætt Guðs handleiðslu. Því köllum við eftir jafnrétti og fullri þátttöku kvenna í öllum meðlimakirkjum Heimssambandsins.”

Ferlið gæti orðið þetta: -Stýrihópur verði kallaður saman til að ræða þetta viðfangsefni fyrir árslok 2018 -Vinnuhópur verði skipaður til að vinna að verkefninu árið 2019 og -Vinnuhópurinn skili skýrslu sem verði útgefin árið 2020