Japönsk kirkja og andi díakoníu

Japönsk kirkja og andi díakoníu

Þegar kirkjan okkar veitir samfélagi mismunandi þjónustu með mismunandi sérþekkingu, þurfum við að muna það að manneskja getur ekki verið önnur en manneskja sem heild.
fullname - andlitsmynd Toshiki Toma
30. ágúst 2015
Flokkar

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen.

1. Ég hafði frétt af því að eitt af þemunum samkomu ykkar(ath. KFUK kvennaflokkur) í þetta skipti yrði ,,Japan“ og mér skilst að þessi guðsþjónusta sé til mín komin í því samhengi. Ég er mjög glaður um að þið hafið áhuga á heimalandi mínu og vona að þið séuð búnar að dýpka skilning ykkar á japanskri þjóð og samfélagi. Í tengslum við það að mér var gefið þetta tækifæri langar mig hér að bæta við nokkrum orðum um japanska kirkju.

Ég hef mörgum sinnum talað um japönsku kirkjuna við ýmis tækifæri. Ég segi það í hvert skipti, að ég er ekki að skera úr um hvor kirkjan sé betri, sú íslenska eða japanska heldur er ætlun til að fá nýtt sjónarhorn. Með því að skoða japanska kirkju, sem býr við gjörólíkar aðstæður miðað við hina íslensku þjóðkirkju getum við lært ýmislegt, og öfugt.

Móðurkirkjan mín er lúthersk kirkja í Japan, en að bera saman hana og íslensku þjóðkirkjuna er alveg eins og bera saman rauðan lit og hvítan. Í dag tilheyra 74% af íbúum á Íslandi þjóðkirkjunni, og um 85% íbúanna eru kristnir. En í Japan er aðeins 1% af íbúunum kristnir, ekki aðeins með því að miða við móðurkirkju mína, heldur með því að telja allar kristnar kirkjur saman.

Það þýðir að miðað við hverja hundrað manns er einungis einn þeirra kristinn. Japönsk kirkja er sum sé ung og yfirleitt smá í sniðum. Kaþólska kirkja, svo dæmi sé tekið, á hins vegar 500 ára sögu í Japan en mótmælandakirkjan aðeins 150 ára, þær sem hafa þær lengstan.

2. Það að vera lítið samfélag og að vera ekki búin að þroskast sem stofnun eru einkenni japönsku kirkjunnar en hvernig birtast þau einkenni í raun? Leyfið mér að kynna ykkur fyrir nokkrum dæmum: Japanskir söfnuðir eru almennt ekki með atvinnuorganista ef frá eru taldir stóru söfnuðirnir. Langoftast vinnur organistinn í sjálfboðavinnu og stundum er hann ekki nægilega menntaður í orgelleik. En enginn kvartar yfir því, a.m.k. ekki opinberlega. Ég þekki til þess að prestur nokkur tók jafnframt að sér hlutverk organista – enda var hann rosalega upptekinn í messunni.

Sunnudagaskólakennararnir eru líka allir sjálfboðaliðar. Venjulega byrjar sunnudagaskólinn klukkan níu á sunnudagsmorgnum og síðan byrjar sunnudagsmessan. Margs konar starfsemi safnaðarins hleðst oft upp á sunnudögum, því er það algengt að virkir félagar safnaðarins eyði heilum sunnudegi í kirkjunni, í sunnudagsskóla og messu fyrir hádegi og á fundi sunnudagsskólakennara, fundi sóknarnefndar o. fl. eftir hádegi.

Söfnuðirnir eru litlir, en samskipti meðal félaga eru mjög náin og sterk. Þess er vænst að presturinn sé með messu 54 sinnum á ári, jafnvel þó að hann sé í fríi og mig minnir raunar að þegar ég var prestur safnaðar í Japan þá hafi ég messað næstum á hverjum sunnudegi.

3. Ef til vill hafið þið uppgötvað það nú þegar, en það má segja að japanskir söfnuðir séu í sífelldri togstreitu. En mér finnst það vera skiljanlegt. Sem algjör minnihlutahópur verður japönsk kirkja að halda fast saman til þess að lifa af.

Safnaðarmeðlimir hafa því mjög sterka sjálfsmynd sem kristið fólk. En að mínu mati, er þessi dugnaður, ákafi og togstreita ástæða þess að japanska kirkjan stækkar ekki. Þið getið ímyndað ykkur hversu að það sé erfitt að ganga í hóp með svo sterka sjálfsmynd. En vissulega er það jákvætt að fólk í japönskum söfnuðum gerir allt fyrir söfnuð sinn og það með gleði.

Ég sagði áðan að japanska kirkjan væri lítil og einnig ung og ýmislegt hefur ekki þróast vel eins og í dæminu um organistann áðan. Staða organista í þjóðkirkjunni er fagleg staða. Því sinnir vel menntaður organisti því hlutverki. Í Japan er organistinn oftast sjálfboðaliði og því getur hver sem er, sem nokkurn veginn kann að spila á orgelið, getur tekið það að sér eða fengið það í hlut.

Staða prests í Japan er hins vegar fagleg. En prestur í japönskum söfnuði gerir ýmislegt, eða allt sem hann þarf að gera til að viðhalda söfnuði sínum. Prestur er í flestum tilvikum einnig djákni og kristniboði og kirkjuvörður. Af minni reynslu þá er ekki hægt að aðgreina þetta eins og: þetta er prestsþjónusta, þetta er hjá djákna og þetta er hlutverk kristniboða í aðstæðum japanskrar kirkju.

Þetta getur valdið vandamálum líka. Leifur Sigurðsson kristniboði í Japan sagði við mig um daginn að honum hefði verið falið hlutverk safnaðarprests og honum hafði ekki fundist það eftirsóknarvert. Hann var menntaður í Evrópu sem kristniboði, og því er hann með skýrari skilning á hlutverki sínu en fólk í Japan. Engu að síður, langar mig að sjá þessa ,,óþroska” kirkjunnar sem frekar jákvætt atriði, af því að verk í söfnuði er verk allra í söfnuði. Allir deila einu verki, sem er að þjóna Guði og náunganum, hvert með öðrum.

4. Annars er sunnudagur í dag ,,dagur díakoníunnar“. Fyrir ,,díakoníu“ er orðið ,,kærleiksþjónusta“ venjulega notað á íslensku. Sumir segja eins og: ,,þetta er skrítin orðanotkun af því að öll þjónusta kirkjunnar er jú kærleiksþjónusta“. Þetta er rétt ábending og við þurfum að skilja vel að orðið ,,kærleiksþjónusta“ eða ,,díakonía“ hefur tvöfalda merkingu.

Í fyrsta lagi er merkingin gjörð sem byggist á eðli kirkjunnar og kristins fólks og það eðli er að þjóna hvert öðrum með kærleika Jesú Krists. Þetta er almenn ,,díakonía“ eða kærleiksþjónusta. Og önnur merking er áþreifanleg og sérstök þjónusta sem er oftast tengd við velferðarsvið eins og þjónusta við fatlað fólk, við sjúklinga með erfiða sjúkdóma, við fátækt fólk o.fl. Djákni er vígður til sérstakrar þjónustu eins og þessarar. Samkvæmt upplýsingum Djáknafélags Íslands eru 41 djáknar skráðir í félagstalið í dag og 17 eru kandídatar. Djáknaþjónusta er án efa vaxandi þjónusta hjá okkur í þjóðkirkjunni. Svona þróun auðgar samfélag okkar í Kristi og um leið samfélag allra. Engu að síður þurfum við að vera vakandi fyrir hættu sem fylgir slíkri þróun. Þegar ákveðið starf eða starfsgrein vex, þróast umhverfi starfsins líka. Lög um viðkomandi starf eru sett jafnt sem starfsreglur, og laun eru ákveðin. Þá hefjast skilgreiningar á hvað nákvæmlega er t.d. djáknaþjónusta, prestsþjónusta eða tónlistarstjórastarf.

Og jafnframt er það eðlilegt að með aukinni sérmenntun aukast oft gæði viðkomandi starfs og sérfræðiþekking eykst í faginu. Og hvað þýðir það? Þetta þýðir að aðeins sérmenntað fólk í viðkomandi grein getur nú unnið það starf. Sérhver starfsgrein verður sjálfstæðri en áður en samtímis gæti það átt sér stað að sérfræðingarnir verði einangraðir án nægilegra samskipta við aðra sérfræðinga sem gegna öðrum störfum.

5. Ef slíkt gerist í raun, þá ef ég má taka kirkjustarf sem dæmi, verður þá prestastéttin þá einn sjálfstætt konungsríki og djáknastéttin eða tónlistarfólk sömuleiðis. Er þetta vandamál? Já, vandamálið þarna er skortur á einingu, og skortur á einingu skaðar díakoníu í merkingu almennrar kærleiksþjónustu, sem sé grundvallareðli kirkjunnar.

Það er tvenns konar mál sem er ekki eftirsóknarvert, að mínu mati. Fyrir það fyrsta er að verkaskipting getur farið of langt. ,,Prestsþjónusta er svona, djáknaþjónusta er svona“. Ferköntuð verkaskipting hindrar hið góða sameinaða verk undir nafni Jesú Krists.

Flest þjónusta kirkjunnar varðar ýmsar hliðar lífs fólks og því er það oft ekki hægt að draga skýra línu jafnvel milli á tveggja þjónustuaðila sem eiga að veita mismundandi skilgreinda þjónustu t.d. hjá presti og hjá djákna.

Fyrir fjórum árum gerði kirkjuráðið tillögu til kirkjuþings: ,,Prestsþjónusta við innflytjendur er ekki með messuskyldu. Því getur djákni sinnt þessari þjónustu.“ Ég varð mjög reiður við þessa tillögu og samtímis dapur. Þetta var dæmi um að fólkið sá aðeins tæknilega verkaskiptingu, en hafði takmarkaðan skilning á verkum kirkjunna í heild sem líkama Kristis. Þarna var engin eining kristins samfélags. Annað mál sem er ekki eftirsóknarvert og snýst um skort á einingu er að við byrjum að fela sérfræðingum alltof mikið. Þegar eitthvert mál sem krefst nokkurrar sérfræðiþekkingar kemur upp, höfum við tilhneigingu til að fela sérfræðingum málum og hugsum oft eins og þar með sé ábyrgðin af höndum okkar.

Ef t.d. peningalaus útlendingur kemur í kirkju og leitar hjálpar, hvað gerum þá í raun? Ég held að í flest myndum við benda manninum á að fara í Hjalpastarf kirkjunnar eða Rauða Krossinn og með því er málinu lokið. Ég er ekki að segja slík ákvörðun sé röng. Það er rétt að benda á Hjálparstarf eða Rauða Krossinn.

Spurning er sú að hvort við gerum það ekki bara sjálfkrafa án þess að hugsa hvort við getum gert meira fyrir manninn, eins og að bjóða honum í kaffisopa og hlusta á hann nokkra tíma? Ef við förum þessa leið, að benda manni á sérfræðong sjálfkrafa, þá finnst mér við þurfa að endurskoða merkingu díakoníu kirkjunnar einu sinni enn og reyna að freista þess að fá til baka okkar einingu sem líkama Krists.

6. Eins og ég talaði áðan, er japanska kirkjan minni en íslenska þjóðkirkjan og ekki jafnmótuð og sú íslenska. Og að nokkru leyti þess vegna er kristins fólks í Japan virkilega geymd í söfnuði og einnig í kirkjunni sem heild.

Sú hætta að einingin týnist og ákveðnar stéttir eða deildir innan kirkjunnar einangrast jafnvel ómeðvitað er raunsærri í kirkju sem hefur þroskast, fullorðnast og er orðin vel skipulögð.

Prestur sér um messu, bænarstund og athafnir eins og útfarir, en hefur ekki stöðug samskipti við hversdagslíf fólksins. Hversdagsleg umönnun tilheyrir starfi djákna eða annars starfsfólks. Slíkt er ekki ,,vel skipulögð“ verkaskipting, heldur sundurgreining þjónustunnar. Af því að messan ætti að vera hápunktur hversdagslífs fólks, og bæn er ekki hægt að skilja frá daglegri þörf fólks.

Einmitt þegar kirkjan okkar veitir samfélagi mismunandi þjónustu með mismunandi sérþekkingu, þurfum við að muna það að manneskja getur ekki verið önnur en manneskja sem heild, og ,,fatlaður“ ,,sjúklingur“ ,,fátækur“ eða ,,innflytjandi“ er aðeins ein hlið mannlífsins og alls ekki mannekja sjálf.

Sömuleiðis eiga þeir sem veita þjónustu í kirkjunni að vera ,,manneskjur sem heild“ þó að þeir séu sérfræðingar í einhverju atriði mannlífsins. Hlutverk ,,manneskju sem heild“ er alltaf stærra en hlutverk sérhvers sérfræðings.

Ef við höldum í mikilvægi þess ,,að vera manneskja sem heild hvert við annað“ og ,,að þjóna í einingu heildarkirkjunnar“, þá munum við njóta díakoníu í sannri merkingu með því að þjóna hvert öðru.

Páll postuli segir: ,,Með því að trúa á Krist Jesú eruð þið öll Guðs börn. (...) Hér er hvorki Gyðingur né annarrar þjóðar maður, þræll né frjáls maður, karl né kona. Þið eruð öll eitt í Kristi Jesú“(Gala. 3:26, 27-28).

Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi, er og verður um aldir alda. –Amen