Sálmabók

10. Þú, brúður Kristi kær

1 Þú, brúður Kristi kær,
ó, kom, þín heill er nær.
Þig nálgast góður gestur,
þinn Guð og vinur bestur.
Hósanna, dýrð sé Drottni,
hans dýrðin aldrei þrotni.

2 Frá inni út þér flýt
og elskhuga þinn lít.
Veit lávarð þínum lotning
með lofgjörð, Síons drottning.
Hósanna, dýrð sé Drottni,
hans dýrðin aldrei þrotni.

3 Dreif kvistum konungs leið,
þín klæði' á veginn breið,
í höndum haf þú pálma,
syng hátíðlega sálma.
Hósanna, dýrð sé Drottni,
hans dýrðin aldrei þrotni.

4 Hann líka láttu þá
þín lofa börnin smá.
Með helgum svari hljómi
öll hjörð Guðs einum rómi:
Hósanna, dýrð sé Drottni,
hans dýrðin aldrei þrotni.

T Danskur sálmur frá 16. öld – Páll J. Vídalín – Gr. 1691 – Stefán Thorarensen – Sb. 1886
Fryd dig, du Kristi brud
L Jacob Regnart 1574 – Vulpius 1609 – Schein 1627 – Sb. 1619
Auf meinen lieben Gott
Sálmar með sama lagi 786 86
Eldra númer 58
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Jóh. 12.12–15

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is