104. Guðs engill birtist ungri stúlku ♥
1 Guðs engill birtist ungri stúlku hjá
með yndislegan boðskap himnum frá
og sagði: „Heil vert þú er hlýtur náð hjá Guði.“
Þú mætust allra meyja, María!
2 „Í fylling tímans fæða munt þú son
er flytur myrkum heimi trú og von
og leggur smyrsl við lífsins sár af heitu hjarta.“
Þú mætust allra meyja, María!
3 Þá heyrðist röddin hlý og mildileg:
„Sem Herrann æskir, fús það geri ég.“
Við orðin blíð á brautu hvarf þá Gabríel.
Þú mætust allra meyja, María!
4 Svo fæddist blessað barn, Emmanúel.
Í Betlehem upp lýstist himinhvel.
Enn minnist kristinn lýður þess um allar álfur.
Þú mætust allra meyja, María!
T Jólakvæði frá Baskalandi – Sabine Baring-Gould 1922 – Sigurður Ægisson 1990, 2013
The angel Gabriel from heaven came
L Þjóðlag frá Baskalandi
GABRIEL'S MESSAGE / Angelus ad virginem / Birjina gaztettobat zegoen
Biblíutilvísun Lúk. 1.26–38