Sálmabók

106. Krossferli að fylgja þínum

1 Krossferli' að fylgja þínum
fýsir mig, Jesú kær,
væg þú veikleika mínum
þó verði' eg álengdar fjær.
Þá trú og þol vill þrotna,
þrengir að neyðin vönd,
reis þú við reyrinn brotna
og rétt mér þína hönd.

2 Oft má af máli þekkja
manninn, hver helst hann er,
sig mun fyrst sjálfan blekkja
sá með lastmælgi fer.
Góður af geði hreinu
góðorður reynist víst,
fullur af illu einu
illyrðin sparir síst.

3 Í veraldar vonskusolli
velkist eg, Jesú, hér.
Falli það oft mér olli,
óstöðugt holdið er.
Megnar ei móti'að standa
mín hreysti náttúrlig.
Láttu þitt ljós og anda
leiða og styrkja mig.

T Hallgrímur Pétursson Ps. 11
Krossferli að fylgja þínum
L Antwerpen 1540 – Thomissøn 1569 – Sb. 1589
Det dages nu i Østen
Tilvísun í annað lag 373a
Eldra númer 131
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Jóh. 18.12–15

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is