Sálmabók

112a. Undirrót allra lasta

1 Undirrót allra lasta
ágirndin kölluð er.
Frómleika frá sér kasta
fjárplógsmenn ágjarnir
sem freklega elska féð,
auði með okri safna,
andlegri blessun hafna
en setja sál í veð.

2 Annaðhvort er í vonum,
auðurinn fagur nú
hafnar þér ellegar honum
hryggur burt kastar þú
þá dauðinn þrengir að.
Ágirndin ótæpt svelgir,
af því sálina velgir
í köldum kvalastað.

3 Falsi og fégirnd rangri
forða þér, sál mín blíð,
svo mætir ei ógn né angri
þá að fer dauðans tíð.
Virð lítils veraldar plóg.
Hver sem sér lynda lætur
það lénar Drottinn mætur,
sá hefur alls nægta nóg.

T Hallgrímur Pétursson Ps. 16
L Sigurður Sævarsson 2007
Biblíutilvísun Matt. 27.3–4

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is