Sálmabók

119b. Kem ég nú þínum krossi að

1 Kem ég nú þínum krossi að,
kannastu, Jesú minn, við það,
syndanna þunginn þjakar mér,
þreyttur ég nú að mestu er.

2 Þar við huggar mín sála sig,
svoddan allt leiðstu fyrir mig,
þíns hjartadreyra heilög lind
hreinsar mig vel af allri synd.

3 Dauðanum mót mér djörfung ný
daglega vex af orði því:
Í dag, þá líður ei langt um það,
leidd verður önd í sælustað.

4 Ó, Jesú, séu orðin þín
andláts síðasta huggun mín.
Sál minni verði þá sælan vís
með sjálfum þér í Paradís.

T Hallgrímur Pétursson Ps. 40
L Klug 1543 eftir eldra lagi – Gr. 1594
Erhalt uns Herr bei deinem Wort
Tilvísun í annað lag 123
Eldra númer 138
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is