Sálmabók

15. Tendrum lítið ljós

1 Tendrum lítið ljós,
ljós er boðar heilög jól.
Sannur jólafriður fagur
fer um byggð og ból.

2 Stjarna lýsir leið,
lýsir aðventunnar veg.
Jesús kemur, jörðu gefur
jólin gleðileg.

T Anette Wikenmo 1997 – Pétur Þórarinsson 2002 – Vb. 2013
Nu är det advent
L Anette Wikenmo 1997 – Vb. 2013
Nu är det advent
Eldra númer 803
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is