Sálmabók

167. Í öllum ljóma logar sólin

1 Í öllum ljóma logar sólin
og lýsir gullinn náðarstólinn.
Ó, kom þú, hvítasunna' í söng
með sumardægrin björt og löng.
Nú Drottins mikla máttarorð
oss mönnum reiðir nægtaborð.

2 Um gullna óttu áin niðar
og árnar hverju lífi friðar.
Í kliði hennar Kristur er
að kalla mig að fylgja sér.
Í draumi lít ég Drottin minn.
Í dögun flyt ég lofsönginn.

3 Nú dregur arnsúg ofar tindum.
Guðs andi fer í sumarvindum
um heiðageim, um fjöll og fjörð
að frjóvga landsins ríku jörð.
En lífsins elfur leikur sér
sem lækur tær við fætur mér.

4 Hér er það Guð sem öllu ræður.
Vér erum hans, ó, systur, bræður.
Já, endurfædd af anda hans
vér elskum guðsmynd sérhvers manns
í nafni Krists sem kom á jörð
með kærleik Guðs og sáttargjörð.

5 Ó, vertu' ei lengur veill né hálfur.
Nei, vittu' að Guð er hjá þér sjálfur.
Já, safnist þúsund þjóða mál
í þakkarsöngsins fórnarskál.
Nú syngi öll hans sveit á jörð
með sama rómi lofsöngsgjörð.

6 Við nafn hans lít ég loga brenna
og leika á vörum. – Saman renna
nú allra þjóða móðurmál
í mannssonarins fórnarskál.
Í einu nafni ómar hér
um eilífð: „Jesú, lof sé þér.“

7 Þá blómgast rós í ríki þínu.
Þú ræður yfir lífi mínu.
Með hvítasunnusól ég rís
og sest í þinni Paradís.
Ég gaf þér, Herra, hjarta mitt
og hefi öðlast lífið þitt.

T Nikolaj F.S. Grundtvig 1843, 1853 – Heimir Steinsson 1970 – Vb. 1991
I al sin glans nu stråler solen
L Henrik Rung 1859 – Vb. 1991
I al sin glans nu stråler solen
Eldra númer 579
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is