17. Hér leggur skip að landi ♥
1 Hér leggur skip að landi
sem langt af öllum ber
en mest ber frá um farminn
sem fluttur með því er.
2 Þar kemur sæll af sævi
Guðs son með dýran auð:
Síns föður náð og frelsi,
hans frið og lífsins brauð.
3 Hann braust í gegnum brimið
við bjargarlausa strönd
að seðja, líkna, lækna
og leysa dauðans bönd.
4 Sinn auð hann fús vill færa
þeim fátæku á jörð
og endurgjaldið eina
er ást og þakkargjörð.
T Johannes Tauler 14. öld – Sigurbjörn Einarsson 1987 – Vb. 1991
Es kommt ein Schiff, geladen
L Köln 1608 – Vb. 1991
Es kommt ein Schiff, geladen
Eldra númer 559
Eldra númer útskýring T+L