Sálmabók

170. Leiftra þú, sól

Hvítasunna

1 Leiftra þú, sól, þér heilsar hvítasunna,
heilaga lindin alls sem birtu færir,
hann sem hvern geisla alheims á og nærir,
eilífur faðir ljóssins, skín á þig,
andar nú sinni elsku yfir þig.

2 Ljóma þú, jörð, þér lýsir hvítasunna,
lífgjöf þín, Kristur, risinn upp frá dauðum,
opnar sinn himin heimi vonarsnauðum,
heilagur andi streymir yfir þig,
andar nú sinni elsku yfir þig.

3 Geisla þú, sál, mót sól þíns lífs og fagna,
sjá, það er vor á jörð sem Drottinn gefur,
vittu það, barn, og vakna þú sem sefur,
vitjar þín andi Guðs og skín um þig,
andar nú sinni elsku inn í þig.

4 Lýstu mér, sólin hvíta, heita, bjarta,
heilagi andi Guðs og Krists, hans sonar,
uppspretta ljóss og friðar, lífsins vonar,
ljúk mér upp, kom þú, streym þú yfir mig,
anda nú þinni elsku inn í mig.

T Sigurbjörn Einarsson 1997 – Sb. 1997
L Jón Ásgeirsson 1997 – Sb. 1997
Eldra númer 724
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is