Sálmabók

171. Guð helgur andi himni af

1 Guð helgur andi himni af,
hallelúja!
kom heimsins til og gjafir gaf.
Hallelúja, hallelúja!

2 Hann treystir oss að túlka Krist,
hallelúja!
og tala nýjum tungum víst.
Hallelúja, hallelúja!

3 Hann sína efldi sendimenn,
hallelúja!
með sannleiksljóma' er lýsir enn.
Hallelúja, hallelúja!

4 Þeir frjálsir sannleik flytja hér,
hallelúja!
Í orði Jesú lífið er.
Hallelúja, hallelúja!

5 Þar heyrum Drottins hljóma orð,
hallelúja!
og hvíld fær hjartað Guðs við borð.
Hallelúja, hallelúja!

6 Og sálin sem í skuggsjá hér,
hallelúja!
síns Drottins ljós og ljóma sér.
Hallelúja, hallelúja!

7 Hér heilagt byggir hús Guðs orð,
hallelúja!
við Drottins laug og Drottins borð.
Hallelúja, hallelúja!

8 Og nýtt vér syngjum lofsöngslag,
hallelúja!
með englum himins hér í dag.
Hallelúja, hallelúja!

9 Á hvítasunnuhátíð nú,
hallelúja!
vér fögnum saman frjáls í trú.
Hallelúja, hallelúja!

T Nikolaj F.S. Grundtvig 1840, 1843, 1845 – Einar Sigurbjörnsson 2011 – Vb. 2013
Fra Himlen kom den Helligånd
L 15. öld – Lossius 1553 – Sb. 1589
Puer natus in Betlehem
Tilvísun í annað lag 134a
Eldra númer 828
Eldra númer útskýring T

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is