173. Kærleikseldur unaðsskæri ♥
1 Kærleikseldur unaðsskæri,
yndi himins fætt á storð,
mína sál af nægtum næri
náðar þinnar blessað orð.
Jesú minn, ó, miskunn bjarta,
myrkra ógnir hrek á braut,
vaktu nú í veiku hjarta,
veittu lið í hverri þraut.
2 Kom þú, helgi kærleiks andi,
kom og lækna hjörtun þjáð,
arfi lífsins aldrei grandi
áþján heims og myrkraráð.
Drottinn, bú í brjósti mínu,
ber mér sjálfur æðstan frið,
ljós að sjá í ljósi þínu
leyf oss hjartans fögnuð við.
3 Drag oss, Guð, frá dauðans gerðum,
dafni börn þín aftur frjáls,
fjarlæg þú af þreyttum herðum
þungar byrðar syndatáls.
Nýja sköpun þekktu þína,
þú sem gefur von og trú,
lát þíns anda loga skína,
lýsa þinni kirkju nú.
4 Æ þú biður, andinn sanni,
allt svo hefur líf í þér,
björgun ertu breyskum manni,
blessun þína veittu mér.
Veginn heilög kirkja kenni,
Krist, hinn sanna Guð og mann,
brúðarskartið beri henni,
blessun trúar fyrir hann.