Sálmabók

175. Þeir lögðu frá sér fisk og net

1 Þeir lögðu frá sér fisk og net
og fóru' á eftir þér
því eitt er það sem áður var
en annað nú og hér
og nýjan himin, nýja jörð
hinn nýi maður sér.

2 Þitt forna tákn er fiskur sá
sem forðum ristur var
á laun í vegg, í við og stein
og við mér horfir hvar
sem neytt er víns og brotið brauð.
Þú býrð og dvelur þar.

3 Þú kallar yfir alda haf
og allt sem milli ber
því þú ert orð af anda þeim
sem enginn maður sér.
Nú legg ég frá mér fisk og net
og fer á eftir þér.

T Hjörtur Pálsson 2003 – Vb. 2013
L Perry Nelson, 1996 – Vb. 2013
PACE MIO DIO / Bring Peace to Earth Again
Eldra númer 831
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Lúk. 5.10b–11

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is