Sálmabók

20. Forðum í bænum Betlehem

1 Forðum í bænum Betlehem
var borinn sá sem er
sonur Guðs sem sorg og þraut
og syndir manna ber.
Hlustið! Englar himnum á
þeim Herra greina frá
sem lagður var í lágan stall
en lýsir jörðu á.

2 Hirðum sem vöktu heiðum á
og hjarða gættu' um nótt
englar gleði fluttu fregn
um frelsun allri drótt.
Hlustið! Englar himnum á ...

3 Vitringum lýsti langan veg
sú leiðarstjarna hrein
sem ljóma heimi breyskum ber
og bætir hölda mein.
Hlustið! Englar himnum á ...

T Jester Hairston 1956 – Haukur Ágústsson 1978 – Vb. 2013
Mary's Little Boy-Child / Long time ago in Bethlehem
L Jester Hairston 1956 – Vb. 2013
Mary's Little Boy-Child / Long Time Ago in Bethlehem
Eldra númer 805
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Lúk. 2.7–14, Matt. 2.1–2

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is