Sálmabók

214. Sól og tungl mun sortna hljóta

1 Sól og tungl mun sortna hljóta,
sérhver blikna stjarna skær,
öldur hafs í æði þjóta,
angist ríkja fjær og nær,
alls kyns neyð og eymdir rísa,
enginn þeirri býsn kann lýsa.
Svo fer dagur dóms í hönd,
dynur skelfing yfir lönd.

2 En er kraftar himna hrærast
heilög sjón mun ljóma brátt,
hún á skýjum skjótt mun fær
ast skærri sól um loftið blátt.
Hátign með og miklu veldi
mannsins son er dauðann felldi
kemur degi dómsins á
dýrðarsölum himins frá.

3 Lítið upp sem lútið niður,
lítið upp er slíkt að ber,
skelfi neyð þá engin yður,
yðar lausn því nálæg er.
Horfið upp frá höfum nauða,
horfið upp frá gröfum dauða,
horfið upp frá harmi' og sorg,
horfið upp í lífsins borg.

4 Aftur sé ég unga rísa
endurborna jörðu þá,
aftur sé ég ljósin lýsa
ljóssins skæru hvelfing á.
Endurleyst er allt úr dróma,
endurreist í nýjum blóma,
nýjan himin, nýja jörð
nú má byggja Drottins hjörð.

5 Sól og tungl mun sortna hljóta,
sérhver blikna stjarna skær.
Aldrei slokkna, aldrei þrjóta
orðsins ljós er Guð oss ljær.
Jörð og himinn fyrirfarast
fyrr en nokkur maður varast.
Orðsins ljós þó aldrei dvín,
eilíft það í heiði skín.

T Valdimar Briem – Sb. 1886
L Johann Crüger 1649 – Sb. 1997
Du geballtes Weltgebäude
Eldra númer 62
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Matt. 24.29–35

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is